Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 33
BÓKAHILLAN
---------------Framhald af bls. 417
Albert Camus: Fallið. Loltur Guðinundsson íslenzkaði.
Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri. 1961.
Þetta er skáldsaga eftir franskan Nóbelsverðlaunahöfund, og
hefur hún hlotið mikla frægð í heimalandi sínu og víðar. Sagan
er nýstárleg í framsetningu og allri gerð. 1 raun réttri er hún öll
skriftamál heillar mannsævi, full af sjálfsgagnrýni, þar sem
skyggnzt er inn í leyndustu afkima sálarinnar, og flett brott öll-
um þeim hjúp hræsni og sýndarmennsku, sem hylur daglegt líf
mannsins. Enda 'þótt söguhetjan sé franskur málaflutningsmaður,
sem rekur ævisögu sína í bjórknæpu í Amsterdam. gæti þetta allt
eins verið saga af allt öðrum manni á allt öðrum stað, svo algild
er frásögnin um mannlegt líf og viðhorf, og jafnvel lesandinn fer
að spyrja sjálfan sig, hvort ekki sé að honum stefnt. Þetta er það,
sem gefur sögunni gildi og laðar lesandann til að halda áfram
lestrinum miklti fremur en sjálf viðburðarásin. Islenzka þýðingin
er lipur og fellur vel að efninu.
Hjörtur Gíslason: Salómon svarti og Bjartur. Akurcyri,
1961. Bókaforlag Odds Bjömssonar.
Salómon svarti varð í fyrra eftirlætisbók stálpaðra stráka og
reyndar fullorðinna líka, sem lásti hana sér til ánægju og brostu
i kampinn að skiptum þeirra Salómons og löggunar. Nú er fram-
haldið komið, og hvítur hrafn, Bjartur, hefur ba-tzt í hópinn.
Vissulega munu þeir félagar vekja ánægju margra, tingra og gam-
alla, enda er sagan spennandi, gamansöm og góðlátleg, og hefur
í stuttu máli alla kosti barnabóka til að bera. Ekki spillir það til,
að í bókinni eru kvæði undir vinsælúm lögtim, sem áreiðanlega
verða oft sungin. Og í bókinni eru skemmtilegar teikningar eftir
Halldór Pétursson.
Elinborg Lárusdóttir: Dag skal að kveldi lofa. Akur-
eyri. 1961. Bókaútgáfan Norðri.
Það mun venja að færa afmælisbörnum gjafir á afmælum
þeirra. Ekki veit ég hvort Elinborgu Lárusdóttir hafa verið færð-
ar nokkrar á 75 ára afmæli hennar fyrir skemmstu, en hún færði
þá þjóð sinni merka gjöf, skáldsöguna Dag skal að kveldi lofa,
sem er framhald sögunnar Sól í hádegisstað, sem út kom í fyrra.
Þótt vel tækist með fyrri söguna, stendur þó hin síðari frainar í
flestum greinum. Persónulýsingarnar eru skýrari og átökin sterk
ari. Sagan rekur líf fólksins í Dal, og er nú komið að kveldi fyrir
gömlu hjónunum, sem nú líta yfir farinn veg, og hvarvetna hafa
komið fram til að gera öðrum gott. En mesti þáttur sögunnar er
þó um ungu hjónin, og átökin milli tengdamæðgnanna, tekst höf.
að leysa þann hnút, svo að báðar halda reisn sinni og virðingu.
Trúað gæti ég því, að Þuríðar húsfreyju í Dal yrði lengi minnst
sem einnar af stóru konunum í íslenzkum bókmenntum. En auk
ágætra persónulýsinga eru dregnar skýrar myndir úr a't'larfari
18. aldarinnar, bæði hugsanalífi fólksins og þjóðháttum. Hið eina
sem mér finnst naumast eðlilegt er klerkurinn, og þó sérstaklega
atburðirnir við dauða hans, þótt höf. vísi þar til gamallar þjóð-
trúar. Eiinborg Lárusdóttir hefur skapað hér stórbrotið verk, senr
tvímælalaust er bezt sagna hennar.
Bernharð Stefánsson: Endurminningar. Akureyri. 1961.
Kvöldvökuútgáfan.
Enginn, sem þekkti Bernharð Stefánsson fyrrv. alþingismann,
efaðist um, að hann kynni frá mörgu að segja af því, sem á daga
hans hefur drifið. Hann hefur fylgzt með breytingum og þróun
þjóðlífsins síðan um aldamót, var korninn á fermingaraldur, þeg-
ar stjórnin fluttist inn í landið, hafði setið á alþingi i tvo áratugi,
þegar líýðveldið var stofnað, og átti enn sæti á þingi lýðveldisins
x 15 ár, og allan sinn langa þingsetutíma stóð hann framarlega
í áhrifamiklum stjórnmálaflokki. Þá var og kunnugt, að hann er
í senn langminnugur, góðgjarn og hófsamur, og koma allir þessir
kostir fram í bók hans. Það er ef til vilíl ekki hægt að kalla end-
urminningar Bernharðs skemmtilestur, en þær eru óvenjulega
notaleg bók. Hófsemi í frásögn, hlýja hennar og góðvild, blandað
góðlátlegri kímni lætur lesandanum líða vel mtðan hann hefur
bókina milli handa. Frásögnin er fáorð og skvr, og setningar víða
meitlaðar og alls staðar er stíll höfundar persónufegur og sjálfum
sér samkvæmur. Bókin er útúrdúralaus, og höf. segir það eitt
hverju sinni, sem hann veit sannast. Hann er hvergi myrkur í
máli og hispurslaus, hvort sem hann ræðir um sjálfan sig eða
samtíð sína, en sanngjarn í dómum eigi síður í garð andstæðinga
en annarra. Hann bregður upp svipmyndum af ýmsum þáttum
úr stjórnmálasögu þessarar aldar, bæði því sem gerðist á opnum
vettvangi og að tjaldabaki, má þar t. d. benda á sögu þingrofs-
ins 1931, sem hvergi hefur verið jafn vel sögð áður. Vér kynn
umst hér mörgum þeirra manna, sem mest hafa verið umtalaðir
í islenzkum stjórnmálum síðustu 40 árin. En bezt kynnumst vér
þó höfundinum sjálfum, og það eru góð kynni. Vafalítið er, að
þessar minningar Bernharðs Stefánssonar verða síðar taldar í
flokki beztu heimildarrita urn samtíð vora.
Þorsteinn Þorsteinsson: íslenzk mannanöfn. Rvík. 1961.
Menningarsjóður.
Hér er greinargerð um nafngjafir Islendingá í þrjá áratugi,
1921—1950, unnin úr manntölum og öðruin skýrslum. Koma þar
alls fyrir nær 83 þús. nöfn, þeirra er fæðzt hafa á þessu tímabili
og til samanbtirðar er sýnt, hve margir báru nafnið við mann-
talið 1910. Má af þessu rekja þróun nafngifta á Islandi á þessari
öld. Oft er mikið talað um ónefni og skrípanöfn á voru landi, og
vissulega eru þau bæði mörg og ljót og svartur blettur á máli
voru og menningu, en höfundur kemst þó að þeirri niðurstöðu.
að langflest skrípanöfnin eru borin aðeins af einni eða örfáum
persónum, og oft aðeins eitt af fleirnefnum og því ekki notuð,
liann sýnir einnig að „ekki sé unr hnignun í smekk manna í nafna-
vali að ræða, heldur öllu fremur hið gagnstæða". Enn halda nöfn
in Jón og Guðrún velli sem algengustu nöfnin, þótt hlutfallstala
þeirra hafi lækkað. Enda þótt bók þessi sé ekki skemmtilestur f
venjulegum skilningi, mun margur blaða í henni sér til skemmt-
unar.
Magnús Ásgeirsson: Síðustu þýdd ljóð. Rvfk. 1961. —
Menningarsjóður.
I þetta litla kver hefur Guðmundur Böðvarsson, skáld, safnað
óprentuðum ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar og gefið út
ásamt dálitlum inngangi um þær og skáldið. Um það verður ekki
deilt, að M. Á. var einn snjallasti ljóðaþýðandi á íslenzku fyrr
og síðar. Þessi síðustu ljóð og ljóðabrot bæta engu við orðstír hans
í þeim efnurn, sem varla er von, þar sem hann naumast mun
hafa lagt síðustu hönd á nokkurt þeirra. En þau eru ánægjuleg
viðbót við hin fyrri þýðingasöfn og lofa meistara sinn eins og
þau. Bókin er snotur að ytri gerð.
Heima er bezt 433