Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 21
ferðaáætlun. Allir skyldu fylgjast að. Árrnann Dal-
mannsson, íþróttakennari, og Jón sonur hans skyldu
vera í fararbroddi, velja leið og ráða ferðinni, en við
Hermann reka lestina og gæta þess að enginn týndist.
Játuðu allir þessa skipan fúslega og var liðið því næst
talið og reyndist vera 43 alls, karlar og konur, ungir
og gamlir, fjörmiklir og óstýrilátir skólasveinar og
reyndir og ráðsettir borgarar, en allir samhuga um að
gera ferðina sem bezta og greiða hver fyrir öðrum, ef
þörf krefði. Gengum við í sporaslóð, og hélst sú skip-
an alla leiðina fram og aftur, enda gekk ailt greiðlega.
En því get ég þessa, að mikils er um vert á gönguferð-
um, ekki sízt þegar veður er tortryggilegt og náttmyrk-
ur, að góð skipan sé á flokknum.
Fyrst í stað var lítið að sjá. Leiðin var öll á fótinn,
fvrst stalla af stalla upp forna hraunkamba, en síðar
meira með jöfnum halla inn undir Öskjuop. Á vinstri
hönd okkar reis veggur Dyngjufjalla, en til hægri var
hraunstraumurinn nýi, svartur að sjá og svo tekinn
að kólna, að snó festi í jöðrunum, og var því ekki alls
staðar ljóst, hvar nýtt og gamalt hraun mættist.
Þegar ofar dró, og inn undir Öskjuopið sjálft, opn-
aðist meiri sýn yfir hraunið. Víða sást þar í rauðar
glóðir úti í hrauninu, þar sem hraunfossar féllu fram af
gömlum kömbum, og stigu þar og víðar í hrauninu
upp gráir reykjarmekkir, en rauðum bjarma sló af eld-
fossunum. Ekkert sást til sjálfra eldanna í fyrstu, en
í skýjaþykkninu yfir höfðum okkar drundi í þotuvél,
og hugði ég í fyrstu, að þar væri undirspil Öskju
sjálfrar, en förunautar mínir reyndust glöggheyrðari.
Allt í einu birti fyrir sjónum. Rauðum bjarma sló á
skýjaþykknið, sem endurvarpaði honum til jarðar. Varð
nú svo bjart, að öðru hvoru djarfaði fyrir nyrðri vegg
Öskjuops í gegnum hríðarsortann, en stöðugt snjóaði,
og öðru hverju var nokkurt renningskóf ofan úr fjall-
inu. Nú þrengdist óðum að hraunelfinni, og einstökum
blossum skaut upp að fjallabaki á vinstri hönd. Þótti
okkur nú tími til kominn að leita á brattann, upp hlíð-
ina innanvert í Öskjuopi. Brekkan var brött móbergs-
skriða. Víða var allerfitt að fóta sig, því að fáar stein-
nibbur stóðu upp úr skriðunni, en snófölið jafnaði all-
ar mishæðir og gerði hált í spori. Hraunflóðið fyrir
fótum okkar féll nú alveg upp að hlíðinni, og ef við
áttum að fá nokkra yfirsýn um eldana, var ekki ann-
ars kostur en klifra upp í fjallið. Leiðin reyndist ekki
löng. Við komum fyrir axlarhyrnu í hlíðinni, og um
leið blasti við okkur sú sýn, sem hverjum manni verð-
ur ógleymanleg. Við færðum okkur dálítið innar og
ofar upp á hjallabrún, þar sem útsýnis naut betur, og
svo var numið staðar.
Við okkur blöstu nú eldar Öskju fimm í röð, á
sprungu, sem liggur frá austri til vesturs. Vegalengdin
til þeirra var naumast meir en 1—2 km. En þótt við
værum allhátt í fjallshlíðinni vorum við samt of fjarri,
til þess að fá skyggnzt niður í gígana sjálfa. Upp úr
þremur naéstu gígunum stóðu eldsúlur, sennilega 200
—300 m háar, í fjórða gígnum var miltlu lægra gos, en
sá fimmti virtist hafa tekið sér hvíld, nema hraun mun
hafa runnið úr honum. Eldsúlurnar hækkuðu og lækk-
uðu til skiptis, og mátti kalla að rnilli þeirra væri furðu-
legt samspil. Fegursta súlan, sem stóð upp úr öðrum
hvernum frá austri, líktist mjög Geysisgosi, eins og
hin alkunna mynd sýnir það. Vatnssúlan þeytist upp,
hækkar og hækkar, en jafnframt hrynja fossarnir af
henni á alla vegu. En sá var munurinn, að hér var það
glóandi, bráðið hraun, sem skapaði gossúluna. Upp af
aðalstólpanum þeyttust síðan logasindur og sýjur, ^em
kulnuðu og hurfu að lokum í sorta hríðar og nátt-
myrkurs. Aflmestur virtist sá gígur vera, sem næstur
okkur var, en gossúla hans var ekki eins regluleg eða
fagursköpuð og hins. Var því líkast að súlan klofn-
aði, er upp í loftið kom, og stæði ögn skáhallt frá
gígskálinni. Annars verður þessu undraspili ekki lýst
með orðum, svo mikilfenglegt er það og fagurt, síkvik-
ult og breytilegt. Ef ég kynni að tala urn rnúsík, mundi
ég helzt vilja líkja því við volduga hljómkviðu, sem
leikin væri á eldtungur, en undirleikurinn var sem
þungur fossniður í fjarska. Uti í sortanum að baki eld-
anna þóttist ég við og við greina veggi Dyngjufjalla
handan jarðfallsins mikla. Jók sortinn að baki eldanna
mjög á mikilleik þeirra, en samleikur eldsbjarma og
myrkurs sýndi okkur dulúð og tröllskap Dyngjufjalla
og Öskju.
Fyrir fótum okkar féll eldflaumurinn frá gígunum.
Jaðrar hraunsins voru nú storknir og dökkir tilsýndar
en milli kolsvartra skaranna féll eldmóðan fram, álíka
hratt og meðalstraumþungt fljót. En ekki gat þar að
líta straumaköst né vatnssveipa, en í þess stað komu
dökkar skorpur á yfirborð hraunelfinnar hingað og
þangað en milli þeirra skein í glóandi bergkvikuna, og
eftir því sem fjar dró upptökum elfarinnar, urðu eld-
rákirnar færri og smærri. Fréttamaður frá Útvarpinu
lýsti hraunrennslinu svo, að það minnti sig helzt á að
horfa úr lofti yfir stórborg á næturþeli. Sú samlíking er
ekki illa valin með tilliti til þess, hversu þar skiptir
skuggum og ljósi.
Við sátum kyrrt um hríð og mæltum fátt. Ef hægt
er að segja, að maður verði nokkru sinni sem berg-
numinn af mikilfenglegri sýn, átti það þarna við.
Hvergi mun maður finna betur til smæðar sinnar en
á slíkum stað inn í faðmi hrikalegustu og auðustu ó-
byggða Islands frammi fyrir ógnþrungnustu hamför-
um náttúrunnar, þar sem hún þó er að skapa. Og hversu
óendanlega smá verða ekki verk vor mannanna aflvélar
og afrek hjá því, sem þarna er að gerast. Og þó er
þetta einungis örlítil smámynd þess þegar land vort var
skapað, örstutt sýnikennsla í sögu landsins, svipmynd
þeirra atburða, þegar hin fornu fjöll hlóðust upp frá
hafsbotni. Askja sýndi okkur þarna einu sinni enn, að
þar er náttúran sífellt að skapa.
En þótt sjónarspilið væri heillandi, fagurt og ægi-
legt í senn, tjáði ekki að bíða þar lengi. í góðu veðri
hefði enginn talið eftir sér að bíða birtingar, og sjá
Framhald á bls. 429.
Heima er bezt 421