Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 29
„Já, Pálmi. Ég beiti fullkominni hreinskilni við þig.
Þú ert að mínum dómi vel fær um að taka að þér sýslu-
mannsembættið, við þægilegar aðstæður, og þær álít ég
að þú hafir í Vík. En hér á Grund verður ekki sýslu-
mannssetur í náinni framtíð, heldur bóndasetur.“
„Svo þú hefur einnig ákveðið það?“
„Já.“ ,
„Á þá einkadóttir þín kannske að verða bóndakona
hér í framtíðinni?“
„Já, Pálmi. Hún hefur sjálf ákveðið að verða það,
og ég ætla mér ekki framar að reyna að ráða örlögum
annarra. Til þess hef ég ekkert vald. En ætlar þú þá
að taka við embætti mínu með aðsetur í Vík?“
„Já, þessu sýslumannsembætti sleppi ég ekki, fyrst
þú býðst til að tryggja mér það, og ég vil þá gjarnan
hafa aðsetur í Vík, fyrst framtíðardraumar mínir eiga
ekki að rætast hér á Grund.“
„Það eru örlög, sem ekki stendur í mannlegu valdi
að breyta, Pálmi fulltrúi. Ég hef mikið lært af lífinu
núna síðastliðnu dagana, og á nú dýrkeyptari reynslu
að baki, en þegar við ræddum hér saman síðast. En
þetta er þá útrætt mál, er ekki svo?“
„Jú, Árni sýslumaður, af minni hálfu, ég þakka þér
fyrir.“
Sýslumaðurinn rís á fætur. Hann er orðinn þreyttur
af veru sinni inni í skrifstofunni og ætlar nú að leggj-
ast til hvíldar um stund.
„Ég kem síðar og lít yfir störf þín, á meðan ég var
fjarverandi. Þú heldur svo starfinu áfram í forföllum
mínum fyrst um sinn,“ segir hann og gengur fram úr
skrifstofunni.
Pálmi fulltrúi situr einn eftir á sýslumanns-skrifstof-
unni og styður hönd undir kinn í þungum hugleiðing-
um. Hann hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum á
þessum degi. Glæstir framtíðardraumar hans eiga ekki
að rætast á Grund. Þetta síðasta ferðalag sýslumanns til
Víkur hefur einnig orðið honum örlagaríkt, engu síð-
ur en öðrum. Ef til vill á hann mesta sökina á því sjálf-
ur. Hann brást, þegar mest reyndi á. Hetja er hann
víst engin, og það álit mun sýslumaður hafa fengið á
honum. Það lá á bak við orð hans áðan: „við þægileg-
ar aðstæður“. Og þess vegna sé Grund ekki staður fyr-
ir hann.
En Árni sýslumaður vildi þó tryggja honum embætti
sitt, þrátt fyrir allt, og því skal hann ekki sleppa. Pálmi
fuiltrúi hefur aldrei fundið til smæðar sinnar fyrr en
nú. Hann hefur fallið í áliti í augum sjálfs sín og
annarra fyrir lítilmannlega framkomu, þegar mest
reyndi á. Hann iðrast nú sárlega framkomu sinnar, en
ekki dugar að láta það eyðileggja framtíðina. Gæti
hann ekki sýnt drengskap á einhvem hátt til að bæta
fyrir yfirsjónir sínar, þótt ekki væri nema að litlu
leyti?
Framtíðardraumar hans um Elsu eru með öllu glat-
aðir. En hann minnist nú orða hennar í haust, er þau
áttu tal saman um Stínu vinnustúlku, sem verið hefur
ástmey hans á laun, síðan hann kom að Grund: „Hugs-
aðu um málið af skynsemi og láttu svo drengskap þinn
ráða, það sæmir þér bezt.“ Pálmi viðurkennir nú fyrir
sjálfum sér, að hann hefur dregið Stínu á tálar, unga
og fallega stúlku, sem treysti honum í sakleysi sínu,
og leikið sér með tilfinningar hennar í sjálfsáliti og
mikilmennsku og tahð sér það leyfilegt, sem væri svo
hátt yfir hana hafinn. En Stína er sennilega eina stúlk-
an, sem nokkru sinni hefur elskað hann, og ef til vill
sú eina sem gerir það. Og hún er honum sjálfsagt full-
komlega samboðin, úr því sem komið er, hafi hann þá
ekki einnig fallið í áliti hennar og glatað ást hennar og
trausti. Hann vonar, að svo sé þó ekki, og gæti hann
þá ekki að nokkru leyti bætt fyrir hitt og hækkað í
áliti á ný með því að reynast henni eins og drengskap-
armanni sæmir bezt? Framhald.
Eldur í Dyngjufjöllum
Framhald af bls. 421 -----------------------------
umhverfi Öskju, Dyngjufjöllin rísa úr rökkvanum. En
íslenzk vetrarnótt með hríðarfjúki og skafrenningi gef-
ur engurn grið til lengdar.
Aftur var haldið af stað. Fennt hafði í slóðina og
færðin þyngzt verulega. Við og við mættum við hóp-
um ferðamanna, sem voru á leið til eldanna, annars bar
ekkert til tíðinda, og til bílanna komum við eftir röskar
fjórar klukkustundir frá því gönguförin hófst.
Á heimleiðinni staðnæmdumst við snöggvast við
hraunjaðarinn, sem við dvöldumst hjá á uppeftirleiðinni.
Slóð okkar inn með hrauninu var horfin, eldflóðið
hafði gleypt hana og geymir hana til eilífðar. Hafði
hrauninu þokað áleiðis 15-20 metra á meðan við vorum
í ferðalaginu.
Ferðasögunni er lokið. Heimleiðin gekk greiðlega
og við vorum aftur á Akureyri réttum sólarhring eftir
að lagt var af stað.
Fyrir tæpum 40 árum var eldur uppi í Öskju. Að
undirlagi Guðmundar G. Bárðarsonar fyrirrennara
míns við Akureyrarskóla, réðust þrír Mývetningar til
ferðar inn í Öskju, til þess að eitthvert mannlegt auga
fengi litið það sem þá var að gerast. Ferð þeirra í
skammdeginu þótti frækileg og var það líka. Nú hafa
hópar fólks úr öllum stéttum og víðsvegar af landinu
þyrpst inn í Öskju sér til skemmtunar, og engum þótt
mikið, enda lítil þraut að sitja í bílum og ganga að
lokum dálítinn spöl. En í þessu sjáum við einn þátt
þeirra breytinga, sem yfír þjóðlíf vort hafa gengið á
þessari öld.
Skömmu eftir ferð okkar tók að draga úr mætti goss-
ins. Veður og færð versnaði, svo tók fyrir ferðir í
Öskju að mestu. Jarðfræðingar hafa þó fram að þessu
brugðið sér þangað öðru hverju, og flogið hefir verið
yfir eldstöðvarnar við og við, til þess að fylgjast með
hvað gerist. En þótt mestu eldunum linni, streymir
hraunið enn hægt og sígandi. Enn heldur Askja áfram
að skapa.
Heima er bezt 429