Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 20
Frá öndverðri íslands byggð hafa elds uppkomur
verið taldar til stórra tíðinda og voveiflegra.
í hug þjóðarinnar voru jarðeldar skráðir sem
ógn, er öllum landslýð stæði hætta af, enda
hafa löngum hvers kyns hörmungar siglt í kjölfar
þeirra. Hraunflóð hafa eytt blómlegum byggðum, heil-
um landshlutum hefur legið við auðn af öskufalli, eitr-
aðar lofttegundir og aska hafa í sameiningu spillt
gróðri og eitrað andrúmsloft, og valdið hallæri og
mannfelli. Furðulegt mundi forfeðrum vorum hafa
þótt, að nokkur maður gerði sér ferð til þess eins að
sjá jarðeld, enda þótt þeir hafi ætíð verið gæddir hin-
um sömu töfrum fegurðar og mikilleika, þótt ógn og
dauði hafi af þeim stafað. Vér vitum, að land vort er
hlaðið upp af völdum jarðelda, sem svo voru stórkost-
legir, að eldgos það, sem nú er uppi í Dyngjufjöllum,
er sem barnaleikur hjá þeim.
En viðhorf vort til jarðeldanna er breytt. Vér vitum,
að unnt er að draga úr hættunni, sem af þeim stafar,
og kunnum að njóta sjónarspils þeirra.
Þegar þau tíðindi bárust á öldum Ijósvakans 26. okt.
sk, að eldur væri upp kominn í Öskju, tóku menn að
hugsa sér til hreyfings að sjá þau undur og stórmerki,
er þar væru að gerast. Næstu dagana á eftir var þangað
óslitinn straumur ferðamanna víðs vegar að, allt sunnan
frá Reykjavík og norður til Siglufjarðar. En flugvélar
sveimuðu án afláts yfir eldstöðvunum. Enginn, sem
komst í sjónfæri við eldana, mun gleyma þeirri sýn né
telja eftir þá fyrirhöfn, sem hann varð á sig að leggja.
Eins og fleiri, fýsti nemendur í stærðfræðideild 4.
bekkjar Menntaskólans á Akureyri að sjá þessi nátt-
úru-undur, og varð það að ráði, að við Hermann Stef-
ánsson, íþróttakennari, fórum með þeim.
Lagt var af stað frá Akureyri upp úr hádegi á laugar-
daginn 28. október í tveimur bílum. Veður var hið
fegursta, og hugðum við allir gott til að fara á vit
Dyngjufjalla og skoða undur þeirra, því að veðurspá
var einnig góð. En þegar austur kom um Vaðlaheiði
sást, að skýjaþykkni mikið var um allt suðurloft, og
spáði það engu góðu. Ferðin sóttist þó greiðlega. I
Reykjahlíð fengum við fréttir af vegi og færð, og síð-
an var haldið áfram sem leið liggur austur þjóðveginn
um Mývatnsöræfi, og síðan inn öræfin í átt til Herðu-
breiðarlinda. Mátti heita að aldimmt væri af nóttu, er
við fórum frá Reykjahlíð, og þykkni í lofti fór vax-
andi. Snjólítið var austur öræfin, en þegar kom inn
með Jökulsá var komið nokkurt föl, þó ekki svo, að það
tálmaði ferðum. Ekki höfðum við lengi farið þegar
byrjaði að snjóa. En þar sem við treystum veðurspám,
hugðum við það ekki verða nema él eitt. Klukkan átta
um kvöldið komum við í Herðubreiðarlindir. Þar voru
nokkrir bílar á leið til Öskju og fólk hittum við, sem
að innan kom, og sögðu menn okkur, að færð væri
tekin að þyngjast fyrir innan Herðubreiðartögl og stöð-
ugt bætti á. Við snæddum nesti okkar í snatri og héld-
um síðan áfram, og nú höfðu 6 jeppar slegizt í för með
okkur. Nokkur óhugur var í sumum að halda áfram,
en við Hermann og okkar lið var einhuga um að kom-
ast sem fyrst, því að enginn gæti sagt um, hvort betra
yrði með birtu og morgni.
Afram var haldið án tafa. Færðin þyngdist smám
saman, og fast var rýnt út í náttmyrkur og hríðarsorta,
hvort ekki sæist til elda, en árangurslaust, og þannig
var haldið áfram langa hríð. Allt í einu brá fyrir rauð-
um bjarma, og var líkast því, sem eldhaf væri fram-
undan og lítið eitt til hliðar. Við vorum komin að end-
anum á nýja hrauninu frá Öskju.
Þar sem við komumst næst hrauninu á bílunum var
það á fremur hægri hreyfingu. Kamburinn að framan,
4—5 metra hár og dálítið storkinn, en þó ekki meira
en svo, að hvarvetna sá í glóandi hraunkvikuna, sem
þokaðist áfram með lágu svarrandi hljóði. Sums staðar
var h'kara því sem hraunið hryndi fram líkt og hæg-
fara skriða, fram úr kambinum féllu glóandi steinar
eða hraunfyllur, og fylgdu þeim smáskriður af gló-
andi eimyrju. Annars staðar var sem heitasti hluti
hraunsins rynni fram undan skorpunni, sem ofan á lá,
skaut þar fram töngum eða sepum, lægri miklu en að-
alkamburinn. Hrauntungur þessar voru að mestu gló-
andi, en svo lágar, að hættulaust var að ganga svo
nærri þeim, sem fært var vegna hita. En geislahitinn
frá hrauninu var svo mikill, að óþægilegt var að fara
nærri því með óvarið andlit. Ýmsir höfðu það sér til
gamans, að ná í glóandi hraunmola með stafprikum,
velta þeim út í snjóinn og hnoða snjó utan um molann.
Var furðulegt hversu fljótt hraunskánin einangraði hit-
ann, svo halda mátti á hraunkleprunum, þótt vatnið
syði inni í þeim og glóðin gægðist fram í sprungum
þeirra. Nokkru neðar en við komum fyrst að hraun-
inu rann það hraðar fram, enda virtist aðalstraumur
þess falla í þá átt um þetta leyti. Enda þótt hraunið
væri fremur þunnbráðið að sjá og allt glóandi, var
hraunkamburinn að framan samt sýnu hærri en þar
sem við staðnæmdumst fyrst. Allur hraunjaðarinn var
glóandi eisa til að sjá, þokaðist hann allhratt áfram og
þaðan lagði bjarma þann inn mikla, sem við sáum fyrst.
Ekki nálguðumst við eldflóð þetta meira en góðu hófi
gegndi, því að þar sem stór hópur manna er á ferð
verður aldrei of varlega farið, og aldrei að vita, hvenær
slys geta orðið, ef varkárnin gleymist eitt augnablik.
Aftur var ekið af stað og nú inn fyrir hraunstraum-
inn er fyrst rann, en hann féll suður með fjöllunum,
og komst ótrúlega langa leið þegar á fyrsta degi goss-
ins. Það hraun hefur sýnilega verið mjög þunnbráðið,
en nú var það tekið svo að kólna, að snjó festi í jöðr-
um þess. Við ókum fyrir hrauntaglið og síðan milli
hraunsins og hlíða Dyngjufjalla, sem óljóst grillti í
sakir hríðar og myrkurs.
Loks er komið á leiðarenda. Þar eru nokkrir bílar
fyrir og tjald höfðu einhverjir reist þar. Hópur manna
var að koma ofan frá eldunum, og eigum við stutt tal
við þá.
Auk okkar Menntaskólamanna var allmargt annað
fólk komið þarna í sömu erindum. Við gerðum skjóta
420 Heima er bezt