Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 5
hríð, og voru þar fremstir í flokki, Stefán skólameistari og Sigurður Hjörleifsson, læknir, sem báðir voru Val- týingar. Þeir voru báðir allpersónulegir í málflutningi sínum og töldu Hannes hafa svikið málstað lands og þjóðar með því að taka við ráðherraembættinu eins og í pottinn var búið með því að danskur forsætisráðherra hafði skrifað undir skipunarbréf Hannesar til ráðherra- embættis. Stefán varpaði meðal annars fram þessari spurningu: „Hvaða fylgi hefði annar maður fengið, sem tekið hefði við því embætti með slíkum aðferð- umr“ Guðmundur á Þúfnavöllum, sem var traustur fylgismaður Hannesar, svaraði viðstöðulaust. „Hann hefði fengið ykkar (þ. e. Valtýinganna) fylgi“. Varð Stefáni þá orðfall sem snöggvast. Hannes svaraði ádeil- um andstæðinganna með langri ræðu. Enginn sá að hon- um brygði hið minnsta við árásirnar. Hann talaði rólega, brosti oft við og flutti mál sitt með skýrum rökum án þess nokkurt persónulegt hnjóðsyrði félli í garð and- stæðinganna. Og svo mun málflutningur hans hafa ætíð verið. Þótti mér hann þá sem endranær sýna ótvíræða vfirburði yfir aðra ræðumenn í gkesilegum og rökföst- urn niálflutningi. F.n kynntist þú honum ekkert persónulega? Það var sem vænta mátti lítið. Þó kom ég einu sinni heim til hans í Reykjavík, og fannst mér satt að segja nærri eins mikið til um að koma á heimili slíks manns eins og sveitabarni að koma í kirkju á jólunum. Ég dvaldist þá á kennaranámskeiði í Reykjavík, og hafði faðir minn beðið mig fyrir erindi til Hannesar, sem var bankastjóri í íslandsbanka urn þær mundir. Ég hafði áður hringt heim til hans og spurzt fyrir um, hvenær ég mætti koma. Hannes heilsaði mér alúðlega og bauð mér til stofu, og er ég hafði tekið sæti var mér borin hress- ing. Ég bar upp erindi mitt og tók hann því ljúfmann- lega. Hann ræddi ögn við mig um pólitíkina eins og hún var þá, spurði nokkurra frétta að norðan og bað mig fyrir kveðju til föður míns að skilnaði. Þegar Hannes dvaldist hér árið 1910 kom hann nokkrum sinnum í hús Björns Líndals, málfærslumanns, en ég starfaði þá hjá Líndal. En ekkert er mér sérstaklega minnisstætt af því, sem þá bar á góma. Hinsvegar man ég Hannes vel frá 1000 ára minningarhátíð Svarfdælinga, þar var hann staddur og átti þá tal við rnarga og var alítaf sama ljúf- mennið. Að vísu var þá annar siður en nú, því að hann þéraði alla, og allir hann, nema allra nánustu kunningjar, en svo gerðu þá allir embættismenn, og ekki sízt prest- arnir, sem þó dvöldust rnitt á meðal fólksins. Var mikið legið á honum með erindisrekstur í Reykja- vík. Nei, enginn leyfði sér að kvabba á honum um smá- muni eins og síðar varð venja um alþingismenn. Síðast sá ég Hannes á þingmálafundi í Staðartungu í Hörgárdal. Það var árið 1913. Þá var „Grúturinn“ svo- nefndi á dagskrá. Hannes fór þá með ráðherravöld í annað sinn, og hafði að beiðni Alþingis gert tilraun, til að taka upp nýja samninga við Dani um samband land- anna. Tilboð það, sem hann fékk frá Dönum þá, var að öllu óaðgengilegra en Sambandslagauppkastið frá 1908, sem þá var fellt. Þó var hið nýja tilboð búið í frumvarps- form, og rakti Hannes efni þess nákvæmlega á fundin- um, en ekki kvaðst hann mæla með samþykkt þess. Hinsvegar væri þetta hið lengsta, sem unnt væri að kom- ast í samningum við Dani eins og sakir stæðu. Við ætt- um því ekki annars úrkosti en bíða betri tíma um samn- ingsumleitanir við Dani. Var hann nokkuð tekinn að láta ásjá þá sakir heilsu- brests? Síður en svo. Hann var í fullu fjöri og flutti mál sitt af sama krafti og glæsileika og að venju. Heilsubilunar hans varð ekki vart fyrr en eftir lát konu hans, sem hann unni mjög. En þá brast þrek hans og heilsa á mjög skömmum tíma. En sást þú frú Ragnheiði nokkurn tíma? Já, ég sá hana nokkrum sinnum í fylgd með rnanni sínum. Mér þótti hún bera eins af öllum konum og Hannes bar af karlmönnum að öllum glæsileika, og hún var rómuð jafnt og hann fyrir Ijúfmennsku og hlýleika í framkomu. Og aíkunnugt var að hjónaband þeirra var frábærlega gott. Manstu ekkert að segja af Hannesi í kosningabarátt- unni um LTppkastið 1908. Ekkert sérstakt. Hann mun hafa haldið einn fund hér þá. Andstaða gegn honum og Uppkastinu var engin teljandi hér í sýslunni og mótframboð veikt. Atkvæða- magn hans reyndist þá að kalla mátti hið sama og venju- lega. Eyfirðingar fylgdu honum alltaf dyggilega. En heldurðu að hann hafi talið sig Eyfirðing? Já, hann taldi sig alltaf Eyfirðing. Ég minnist í því sambandi þess, sem mér var sagt af ræðu, sem hann hélt í Staðartungu á Sumardaginn fyrsta 1903, en þá stóð fyrsta kosningabarátta hans í Eyjafirði yfir. Sjálfur var ég þar ekki viðstaddur. Þar talaði Hannes fyrir minni sveitarinnar. Rakti hann það, að hann væri fæddur Hörgdælingur, þar væru bernskustöðvar sínar og engan blett þætti sér eins vænt um og Hörgárdalinn. I þeirri ræðu varð honum einnig tíðrætt um Hraundranga og Jónas Hallgrímsson. Margt fleira röbbuðum við Bernharð þótt ekki verði það rakið hér, og kann ég honurn beztu þakkir fyrir samtalið. St. Std. Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.