Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 31
„Mér finnst ég vera lítill þegar ég sit svona á hest- inum,“ sagði Jón litli. „Það er miklu meira gaman að ríða einn.“ „Þetta líkar mér,“ sagði afi. „Vill vera sjálfstæður sá litli. Náttúrlega áttu fulltaminn hest og ríður sjálfur við hliðina á nýja pabba.“ „Eg ríð aldrei út með neinum nema Þúfnabræðrum. Stefán tamdi þann Bleika fyrir mig. Hann er ágætur hestur,“ sagði drengurinn. „Er ekki séra Gísli góður við þigr“ spurði afi gamli. „Jú, hann er góður og kurteis við alla — en hann er ekki pabbi minn, eins og þú veizt, þar sem þú ert faðir Kristjáns pabba,“ sagði drengurinn. Kristján lagði drenginn undir vanga sinn og hló. „Hann veit þetta allt þó hann láti svona, vegna þess að hann er kátur og framúrskarandi forvitinn,“ sagði hann. „Eg tala meira við þig á heimleiðinni,“ sagði afi. Kristján braut heilann um það hvað þær mægður mundu segja ef hann færi með drenginn með sér. Það væri mátuleg hefnd fyrir þeirra framkomu. Ef þær hefðu ekki beitt sínum köldu kvennaráðum og farið með hann suður hefði Rósa komið aftur til hans. Þó var ekki hægt að fullyrða neitt um það. Hann spurði drenginn eftir því hvort það hefði ekki verið ósköp gaman að vera í Reykjavík. „Jú, þar er nú margt að sjá, en samt er miklu skemmti- legra að eiga heima á Hofi. Nú á mamma hálfa jörðina. Presturinn er búinn að kaupa partinn af Sigrúnu frænku.“ Kristján ræskti sig þreytulega. Þarna gat hann rætzt fallegi draumurinn, sem hann var sjálfan búið að dreyma, að eignast hálft Hof. Það var presturinn sem gat veitt sér það sem hugurinn girntist. „Heldurðu að þú hefðir ekki gaman af því að fara með mér suður, væni minn?“ „Kannske þú haldir að maður fari í tóftargörmunum; í Reykjavík? eins og Grímsi gamli á Bala segir. Hanu kallar öll föt tóftargarma nema sparifötin. Þú þekkir Grímsa gamla pabbi? Er það ekki?“ „Jú, ég þekki hann vel, karlangann. En ég vil að þú komir með mér suður. Mamma þín er búin að hafa þig svo lengi, að það er sanngjarnt að ég hafi þig einhvern tíma. Það er hægt að kaupa ný föt handa þér fyrir sunnan,“ sagði Kristján. „Ég vil hvergi vera nema hjá mömmu og ömmu. Þú getur þó ekki látið þér detta í hug að fara með mig burtu án þess að mamma viti,“ sagði drengurinn. „Þú kemur nú samt með mér fram í skip, þér til gamans,“ sagði Kristján. „Ég veit ekki hvort ég þori það. Kannske ætlarðu að loka mig inni í einhverjum klefanum eins og þræla- kaupmaðurinn stúlkuna í sögunni, sem ég var að lesa um daginn. Það var pabbi hennar sem var svona vond- ur, að taka peninga fyrir barnið sitt,“ sagði drengur- inn tortrygginn. „Nei, svo vondur er ég ekki, góði minn. Mér var ekki alvara þó ég væri að segja þetta áðan. Það var bara spaug. Þú ferð heim með afa þínum þegar skipið fer að blása.“ „Það væri nú heldur lítil fyrirhyggja þar sem þú átt ekkert heimili sjálfur, að fara að fara með barnið,“ sagði afi gamli. Drengurinn fór fram í skipið og var vel ánægður á svipinn, en gætti þess þó að missa aldrei sjónar af afa sínum. Honum fannst hann gæti treyst honum betur en föður sínum. Honum fannst skipið fara alltof snemma að blása til burtferðar. Hann flýtti sér að hlið afa gamla og tók fast í hendi hans. „Ferðu nú ekki að fara í land?“ spurði hann og hafði talsverðan hjartslátt. „Jú, jú, nú förum við að fara í land, góði minn. Bara kveðja pabba svo í land og skeiðríðum svo heim að Hofi.“ Kveðjurnar urðu allt öðruvísi en ætlast var til. Þeg- ar Kristján tók drenginn í faðm sinn óttaðist hann að hann ætlaði að loka sig inni eins og karlinn í sögunni hafði látið fara með dóttur sína. Hann fór að kjökra og sagði: „Ég vil ekki fara frá mömmu. Enginn er eins góð og hún. Hún má ekki verða hrædd og fara að gráta.“ „Ég hef ekki ætlað að græta hana, góði minn. Nú ferð þú í land með afa þínum. Líklega verður langt þangað til ég sé minn dreng aftur.“ Jón litli flýtti sér til afa síns og hætti að kjökra. Gamli maðurinn brást heldur ekki trausti hans. Hann bað stóran og sterklegan mann að bera hann ofan stig- ann, þar beið stór bátur, — svo hjálpaði þessi sami mað- ur afa ofan stigann. Eftir það var róið í land. „Nú förum við að ná í hestana og fara heim,“ sagði sá litli ltátur. Hann var alveg laus við hjartsláttinn og hlakkaði til að ríða hratt inn melana. „Ég kem iheim á hlaðið með þér, vinur,“ sagði afi hreykinn þegar þeir voru komnir að hliðinu. Hann vonaði að hann fengi kaffisopa, ef Geirlaug gamla fengi nokkru að ráða. Ef ekki þá riði hann upp að Garði, þar yrði eitthvað til á könnuna þó bústofninn væri minni. Jón litli renndi sér af baki og klappaði hestinum á hálsinn eins og hann sá séra Gísla gera og fleiri, sem þótti vænt um hestana sína. „Þá erum við komnir heim. Það hefði átt að vera helmingi lengra utan af Eyrinni. Þetta er ágætur hest- ur sem pabbi á þarna. Átt þú hinn?“ „Nei, ég á engan hest, en ég má brúka þá alla eins og ég vil vegna þess að þeir ganga í högunum,“ sagði gamli afi og óskaði að blessaður drengurinn byði sér kaffi, en hann var með allan hugann við hestana. Þá kom Geirlaug fram í dyrnar. Karlinn heilsaði henni með tveimur smellandi kossum og þakkaði henni fyrir allt gamalt og gott og bætti svo við: „Nú væri þó bæri- legt að fá kaffisopa. Þú þekkir mig dálítið að því að þykja góður sopinn.“ „Ójá, margan góðan bollann drakk ég hjá þér,“ sagði hún. „Ég skal nú vita hvernig stendur á fyrir þeim þarna inni. Ég er í þvotti.“ Heima er bezt 431

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.