Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 11
STEFÁN í HLÍÐ: Heimavist Flensborgarskóla veturinn 1902-1903 Sigurður á Stafafelli skrifaði grein í Heima er bezt 4. árg., 4. tbl., um nemendur skólans, sem mættu við skólauppsögn 1953 er 50 ár voru lið- in frá námsdvöl þeirra í Flensborgarskóla. Mér dettur nú í hug að skýra frá rekstri heimavist- arinnar í skólanum ofangreindan vetur, því vera má að fróðlegt þyki að heyra hvernig það fyrirkomulag var fyrir nálega 60 árum síðan. Skólinn starfaði þá frá 1. október til marzloka, fyrir þá sem lengra komu að var eina leiðin að nota skips- ferðir. Sameinaða gufuskipafélagið danska hélt þá uppi strandferðum með skipunum Skálholt og Hólar, með þeim urðu nemendur að koma til Reykjavíkur áður en skólinn byrjaði, því skipin höfðu ekki viðkomu í Hafnarfirði. Frá Reykjavík varð að fara fótgangandi til Hafnarfjarðar, en farangur, sængurföt o. fl, var fiutt á hestkerrum suður samtímis eða næstu daga. Til að byrja með var aðkoman til heimavistarinnar fremur eyðileg, rúmstæðin auð og tóm að undanskil- inni dýnu er þeim fylgdi og engin matseld, ef rúm- fatnaður og farangur var ókominn varð að leita á náðir Fjarðarbúa, um gistingu og aðhlynning eina eða tvær nætur, var þar að mæta gestrisni og velvild, sem þessum aðkomnu unglingum var til mikillar hjálpar. Hlýleg móttaka og leiðbeiningar skólastjóra1), sem bjó í skóla- húsinu, hafði góð og örvandi áhrif á hina ungu, langt að komnu menn, sem setjast áttu að í heimavistinni og búa undir sama þaki og hann allan veturinn. Það bætti mikið úr skák, að nokkrir piltarnir höfðu búið einn vetur í heimavistinni áður og voru nú komnir þar í annað sinn, voru þeir leiðbeinendur hinna, sem voru nýir á nálinni. Smám saman tíndust piltar að hinum fyrirhuguðu húsakynnum, svo að nær allir voru komnir í byrjún októbermánaðar. Var þá sezt á ráðstefnu,: til að koma skipulagi á heimilið og koma því í starfhæfar skorður. Eftirtaldir piltar bjuggu í heimavist þennan vetur. 1. Bjarni M. Guðmundsson, f. 26. sept. 1878, frá Arn- arnúpi í Dýrafirði. 2. Sófonías Jónsson, f. 6. september 1886, frá Skaga í Dýrafirði. I) Skólastjóri í Flensborg -var þá Jón Þórarinsspn, síðar fræðslu- málastjóri. > 3. Þorbergur Eggertsson, f. 27. júlí 1884, frá Keldu- dal í Dýrafirði. 4. Ólafur Pálsson, f. 29. júní 1884, frá Vatnsfirði, ísa- fjarðarsýslu. 5. Jón Halldórsson, f. 6. febrúar 1883, frá Rauða- mýri Isafjarðarsýslu. 6. Ólafur Jónsson, f. 20. janúar 1885, frá Garðsstöð- um við Isafjarðardjúp. 7. Gunnlaugur Kristmundsson, f. 25. júní 1880, frá Litlutungu í Miðfirði. 8. Kristvarður Þorvarðsson, f. 14. janúar 1875, frá Fellsenda, Miðdölum, Dalasýslu. 9. Hákon Jens Helgason, f. 13. september 1883, frá Ketilsstöðum, Hörðudal, Dalasýslu. 10. Sigurður Þorvaldsson, f. 23. janúar 1884, frá Álfta- tungu, Mýrasýslu. 11. Stefán Jónsson, f. 16. september 1884, frá Krossa- landi, Austur-Skaftafellssýslu. 12. Sigurður Jónsson, f. 25. marz 1885, frá Stafafelli, Austur-Skaftafellssýslu. 13. Sólmundur Einarsson, f. 15. nóvember 1884, frá Flekkudal í Kjós. 14. Guðmundur Pálsson frá Fjósum í Mýrdal. 15. Jón Hafliðason frá Hrauni í Grindavík. Það sem fyrst þurfti að gera var að kjósa 2 úr þess- um hóp sem ráðsmenn heimavistarinnar. Skyldi annar þeirra aðallega sjá um útvegun og aðdrætti allra mat- fanga til búsins. Var skylda allra að veita aðstoð og hjálp til þeirra starfa, eftir því ;sem ráðsmaðurinn kall- aði þá til. Gekk það árekstra- og umtölulaust að leysa þá heimilisþjónustu af hendi. Ráðsmaður á þessu sviði var kosinn Guðmundur Pálsson. Hinn ráðsmaðurinn hafði með höndum reikningshald búsins og gerði samninga um hagkvæm viðskipti við verzlanir, sem bezt kjör byðu. Til þess starfs var kosinn Stefán Jóns- son. Viðskiptin voru fyrst við verzlun P. J. Thorsteins- son og Co., sem Sigfús Bérgmann veitti þá forstöðu, en síðar færðust þau til verzlunar Einars Þorgilssonar og urðu mest þar. Þá var að útvega ráðskonu, til þess í samráði við ráðsmanninn að veita heimavistinni forstöðu, til þess réðist roskin, einhleyp kona, Hólmfríður Þorvalds- dóttir,. sem reyndist dugleg, þrifin og stjómsöm. Auk matreiðslunnar hafði hún hirðingu svefnherbergja, sem Heima ,er, bezt 411

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.