Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.12.1961, Blaðsíða 25
hann hætti til sjós, og tók sinn hatt og staf og heimleiðis sigldi um ólgandi haf. O, María mig langar heim, ó, María mig langar heim, því heima vil ég helzt vera, ó, María hjá þér. En fleyið bar hann aldrei heim að fjarðarströnd, hann ferðast ei meira um ókunn lönd, en María biður og bíður enn, hún bíður og vonar hann komi nú senn. Ó, María mig langar heim, ó, María mig langar heim, því heima vil ég helzt vera, ó, María hjá þér. Austur-skaftfellsk húsmóðir skrifar þættinum eftir- farandi: „Eg leyfi mér að skrifa þættinum vegna barn- anna minna, og óska eftir birtingu eftirtalinna ljóða, sem við kunnum að vísu eitthvert hrafl í, en ekki svo vel að við getum hiklaust kennt þau. Ljóðin eru þessi: Göngum við í kringum einberja runn. Gekk ég yfir sjó og land. Nú skal segja. Litlu andarungarnir. Hún Þyrnirós var bezta barn. Nú er hún Gunna á nýju skónum. Ef til vill er ekki rétt að kalla þetta jólasöngva, en þeir eru þó notaðir, er gengið er í kringum jólatré í heimahúsum ásamt fleiri söngvum.“ Eg er alveg sammála austur-skaftfellsku húsmóður- inni. Það er leiðinlegt að hafa yfir ljóð, sem maður veit ekki hvort rétt er með farið. Ég þakka kærlega bréfið og hér birtist þá nokkuð af hinum umbeðnu ljóðum. Hér er þá fyrst ljóð, sem heitir Aðjangadagskvöld. Höfundur ljóðsins er Ragnar Jóhannesson cand. mag. Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru að koma jól, Siggi er á síðum buxum, Solla á bláum kjól. A'Iamma er enn í eldhúsinu eitthvað að fást við mat, indæla steik hún er að færa upp á stærðar fat. Pabbi enn í ógnar basli á með flibbann sinn: „Fljótur, Siggi, finndu snöggvast flibbahnappinn minn“! Kisu er eitthvað órótt Iíka, út fer hrokkandi, ilmurinn í eldhúsinu er svo lokkandi. A borðinu ótal bögglar standa, bannað að gægjast í. Kæru vinir, ósköp erfitt er að hlýða því. Jólatré í stofu stendur, stjörnuna glampar á, kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá. Loksins hringja kirkjuklukkur kvöldsins helgi inn, á aftansöng í útvarpinu allir hlusta um sinn. Mamma ber nú mat á borð og mjallahvítan dúk, hún hefir líka sett upp svuntu, sem er hvít og mjúk. Nú er komin stóra stundin, staðið borðum frá, nú á að fara að kveikja á kertum, kætast börnin smá. Ungir og gamlir ganga kringum græna jólatréð, dansa og syngja kátir krakkar, kisu langar með. Leikföng glitra, Ijósin titra, ljómar stofan öll, klukkur hringja, krakkar syngja kvæði og lögin snjöll. Stelpurnar fá stórar brúður strákurinn skíðin hál, konan brjóstnál, karlinn vindla, kisa mjólkurskál. Síðan eftir söng og gleði sofna allir rótt, það er venja að láta ljósin loga á jólanótt. Hér kemur svo annað alkunnugt Ijóð, það heitir: Nú skal segja. Um höfund þori ég ekkert að fulyrða. Nú skal segja, nú skal segja hvemig litlar stúlkur gera: Vagga brúðum, vagga brúðum, og svo snúa þær sér í hring. Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.