Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 6
7^. r Aramót Tímans elfur streymir og nemur aldrei staðar. Enn stöndum vér á áramótum. Árið 1962 er liðið, en 1963 heilsar með fangið fullt af vonum og framtíðardraum- um eins og fyrirrennarar þess hafa gert um aldimar. Er vér lítum um öxl til liðins árs, er þar margs að minnast, þótt hér verði drepið á fátt eitt. Einna mest- um tíðindum þótti það sæta nú undir áramótin, þegar skeyti bámst frá geimfari Bandaríkjanna, Mariner II, er það var statt í námunda við reikistjörnuna Venus, og að vísindamönnum á jörðu niðri hafði tekizt að hafa sam- band við geimfarið, og láta það hefja skeytasendingar. Og enn bíðum vér fregna af því, hvað geimfarið kann að segja oss tíðinda af hinni fögru reikistjörnu. En hvort sem þau verða mikil eða lítil, þá hljótum vér að dást að þeim sigri mannsandans, sem hér hefur unninn verið. Og þó að maðurinn verði ekki hár í lofti, þegar hann er mældur við almætti heimsstjórnarinnar, hefur hann þó með þessu og öðrum afrekum sínum sýnt, að anda hans og huga eru minni takmörk sett en nokkmm hefði til hugar komið fyrir fáeinum áratugum. En þó að maðurinn þannig eflist og þroskist sem vitsmuna- vera, og kunnátta hans taki risaskref fram á leið, virðist hann samt eiga langt í land að ná sama þroska á sviði siðferðis og mannúðar. Valdhafar láta sér sæma að loka landamærum með ókleifum múrum í miðri stórborg og skilja þar í sundur fjölskyldur og vini, og myrða misk- unnarlaust þá, sem reyna að sleppa úr fangelsinu. Teflt er þrátefli milli stórveldanna um afvopnun og bann við kjarnorkuvopnum, enda þótt kunnugt sé, að vopn þau geti tortímt mestum hluta mannkyns. Árás Kínverja á Indland sýnir áþreifanlega, hversu lítil vörn er í friðar- tali og hlutleysi, þegar við er að eiga einræðisríki, grá fyrir jámum, sem engu siðgæði lúta, nema eigin hags- munum og valdastreitu. Og þó að lausn Kúbudeilunn- ar hafi vakið vonir manna um, að í þá átt stefni, að unnt verði að ná friðsamlegri lausn viðkvæmra deilumála, þá mun undanlátssemi Rússa einkum vera sönnun þess, að hinar einu röksemdir, sem þeir herrar virða sé reiddur hnefi. En það mál sýnir einnig, að enn er engin önnur friðarvon í heiminum en sú, að lýðræðisríkin séu nægi- lega vel búin vopnum og samheldni. Oss íslendingum hefur hið liðna ár verið hagstætt á marga lund. Árferði mátt heita gott, og aflabrögð til sjávar í bezta lagi. Verzlun og viðskipti greið, og at- vinna meiri en fólk hefur verið til að stunda hana. En samt hafa ýmsar blikur verið á lofti, sem vekja ugg um framtíðina. Einkum má það ískyggilegt þykja, hversu langvinn verkföll hafa staðið á árinu, og engar líkur til að oss hafi lærzt að leysa vinnudeilur á friðsamlegan hátt. Ekki þarf að fara í grafgötur um, hvílíkt tjón þjóðarbúið bíður hverju sinni, sem framleiðslutæki þess stöðvast vikum saman, og hverjum verðmætum yrði bjargað öllum til handa, ef hjá slíku yrði komizt, þótt hvorugur aðili fengi sinn hlut allan. Vér Islendingar erum fámenn þjóð, og framleiðsla vor einhæf. Oss hættir alltof oft við að gleyma því, og þeirri staðreynd, að með sjálfstæði voru höfum vér lagt út í baráttu, sem krefst meiri afkasta, meiri þjóðhyggju og meiri sjálfsafneitunar en flestar aðrar þjóðir þurfa að sýna, vegna fámennis vors og staðhátta. Ef vér í raun og sannleika látum oss annt um að halda sjálf- stæði voru megum vér aldrei missa sjónar á þessum staðreyndum. Og enn meira knýjandi verður þetta vegna þess að land vort er stórt og harðbýlt og náttúra þess lætur ekki gjafir sínar af hendi, nema hart sé eftir sótt. Þjóð vor er ekki fjölmennari en sæmilega stór borg í smáríki eða ein einasta gata í stórborgum heimsveld- anna. En vér hljótum að halda uppi öllum þeim stofn- unum, og rækja þau margþættu störf, sem sjálfstætt menningarríki krefst. Það er þjóðarstolt vort og þjóðarnauðsyn að halda til jafns við aðrar þjóðir í menningarmálum, ekki einungis á sviði andans heldur eigi síður í verkmenningu og raunvísindum. Vér viljum og þurfum að eiga góða skóla. Vér viljum sýna að vér séum hlutgengir á sviði vísinda og lista, og hefur tekizt það furðulega, og oss er lífsnauðsyn að tileinka oss sem mesta tækni í þágu og þarfir framleiðslu vorrar. Og vér viljum njóta sömu lífsþæginda og aðrar þjóðir eftir því sem staðhættir leyfa. Og oss hefur tekizt að ná langt í þeim efnum á fáum árum. Vafasamt er, hvort lífskjör almennt eru betri í nokkru nágrannalandi voru en hér gerist. En til þess að þetta megi takast þurfum vér að leggja meira á oss og framleiða meira á hvern einstakling en aðrar þjóðir gera. Vér megurn aldrei slaka á klónni í þeim efnum, og þá er ljóst hvílík hætta er á ferðum, þegar hjól framleiðslunnar stöðvast langtímum saman. Oss þarf að lærast að deila svo heildartekjum þjóðar- innar að réttlátt sé. Þar dugar oss ekki að miða við hvað goldið er fyrir sams konar störf með öðrum þjóðum heldur hver sé sanngjarn hluti hverrar starfsgreinar af heildartekjum þjóðar vorrar. Það hlutfall er unnt að finna, ef vér leggjumst á eitt, en látum ekki blindast af sérhagsmunum stétta eða stjórnmálaflokka og enn síð- ur einstaklinga og fyrirtækja. 2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.