Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 20
Steingrímur Hallgrímsson og Hallur sonur hans, keyptu næsta vor, 1927, höfuðbólið Látur að gömlu Látraættinni brottvikinni og tóku til ábúðar. Með þeim réðst til bús tengdasonur Steingríms, Axel Jóhannesson frá Hóli í Fnjóskadal. Allir bjuggu þeir einu búi, og fór vel að stofni. Þeir feðgar áttu opinn vélbát og voru bæði slyngir sjómenn og aflaklær. Axel var víkingur til allrar landvinnu og fjármaður ágætur. Eltki þótti hallast á um rösklegan og hagfelldan búskap til lands og sjávar, og fjárafla var öllum varið til að treysta framtíð stórbýlis að nýrri tízku. Túnið var stækkað með mildum hraða og heyafli aukinn, byggt nýtízku steinhús og heimilis-rafstöð til ljósa, suðu og hitunar. Allir kunnugir dáðust að framkvæmdunum og þó ekki síður að hinni farsælu samvinnu og eindrægni. Þannig liðu sjö ár. Að morgni hins 14. desember 1935 var blæjalogn á Látrum, og sjórinn ládauður. Fé var komið í hús. Þó vantaði eina kind, og hafði frétzt, að hún væri saman við féð á Grímsnesi. Morgun þennan fóru þeir feðgar, Steingrímur og Hallur, á vélbát sínum að sækja kind- ina. Utvarp var komið að Látrum svo sem önnur nýrri tæki. Hallur fór sjaldan á sjó að morgni án þess að hlusta fyrst á veðurfregnir, en sökum þess að þeir vildu ná Grímsnessfé í húsi, var þó nú brugðið venju og far- ið flugsnemma. Axel gekk með þeim feðgum að setja fram bátinn, datt þá úr lofti dauðafjúk. Þess minnist Axel, að ekki sá hann segl í bátnum og að þeir feðgar voru lítt að klæðum búnir, enda ætlað skamma sjóferð innfjarðar. Nú líða tvær stundir. Axel hleypir fé til beitar. Hann horfir vakandi auga út á fjörðinn, viðbúinn að hjálpa við lendingu. Brim tekur óðfluga að vaxa og svartur hríðarveggur skríður inn. Það er jafnsnemma, að bát- urinn sést úti á milli skerjanna og stórhríðarbylur skell- ur á af norðri, svo sótsvartur, að ekki sá bátlengd frá landi. Húsfreyjurnar á Látrum voru einnig komnar að lendingu til hjálpar við setningu. Bylurinn hélzt jafn- svartur, en brimið vex hraðfara og brýtur upp í kletta á sævarbökkum. Öllum þeim, sem í fjörunni stóðu, varð fljótlega ljóst, að löng bið þar var vonlaus. Hér var ekki lendandi lengur. Örlög þeirra feðga sýndust þeim ráðin úti á milli skerjanna. Féð hafði farið frá húsum í þrem hópum. AUan dag- inn og fram í myrkur var Axel einn að þæfa fénu, ein- um hópnum af öðrum, heim í húsin. Móti veðrinu var að sækja. Rafmagnið þvarr heima á bænum. Snjór hafði fyllt lækinn. Ljósið og ylurinn hvarf. Bylurinn lamdi og hristi hið trausta steinhús. Hinn hvíti dauði norðan- bylsins strauk um rúðurnar og dró á þær lútandi frost- rósir. Konur og börn ein í bænum. Ef til vill kæmi Axel ekki heldur til húsa í nótt. Konurnar þekktu ofur- kapp hans. Hann myndi ekki gefast upp, meðan nokk- ur sauðkind væri úti. En Axel kom að lokum. Þessi stutti dagur og hin langa myrka stórhríðarnótt, er eftir fylgdi, varð ör- lagastund byggðarinnar á Látrum. En nú víkur sögunni inn á Svalbarðsströnd. Að morgni hins 15. desember, sem var sunnudagur, var veðri slotað. Víða var það siður góðra og hygginna sjávarbænda að ganga jafnan á fjörur sínar eftir stór- viðri. Er það bæði, að von getur þá verið verðmæts reka, og eigi síður hitt, að nauðstadda sjófarendur get- ur borið að landi. Þennan morgun ganga þeir á fjöru, Halldór Valdi- marsson í Leifshúsum og Gestur Halldórsson í Garðs- vík á Svalbarðsströnd. Skammt frá Garðsvík hitta þeir Sigmund bónda Indriðason frá Miðvík. Hann segir þeim, að hann hafi fundið bát landfastan á Knarrarnesi og mannslík í bátnum. Knarrarnes er tangi í sjó fram, hálfan annan kílómetra norður frá Garðsvík. Mjög er aðdjúpt sunnan og norðan við tangann og hin bezta lending, hvort sem er í norðan- eða sunnanátt. Þar var skipakoma og stundum kaupstefna í fornöld, svo sem getur í Reykdælasögu. Þeir ganga nú allir norður að Knarrarnesi og kenna þar hinn dána mann. Var það Steingrímur Hallgríms- son frá Látrum. Merki nokkur sáust þess, að eigi myndi hann hafa verið einn á bátnum. Þeir báru líkið til bæjar og símuðu síðan til Greni- víkur, en þar var sími næst Látrum. Eigi þarf þess að geta, að öllum þar innfrá var ókunnugt um ferð þeirra feðga. Hinn 16. desember fór síðan Þorbjörn Áskels- son á vélbát sínum út að Látrum. Með honum barst til baka vitneskja um, hversu varið var ferð þeirra feðga og var þá hafin leit að Halli af miklum mannfjölda, bæði af Svalbarðsströnd og innan af Akureyri. Sú leit bar engan árangur, þótt leitað væri dögum saman, nema sauðkind sú, er þeir höfðu í bátinn tekið, fannst þar lifandi og uppi standandi á rinda. Vetur þessi, 1935—1936, var einn hinn snjóþyngsti. Um páska gerði þó hláku, og leysti nokkuð af skamm- degishjarninu. Þá var enn hafin leit í hlíðinni kringum Knarrarnes. Þá fannst Hallur frá Látrum. Það sást, að hann hafði skammt farið á landi og skriðið síðasta spöl- inn. Hann var fáklæddur, svo sem vitað var, og skó- laus. Efalaust hefur hann verið alblautur úr sædrifinu og fötin frosið að honum og kuldinn fljótt heltekið hann. Lítill vafi er á því talinn, að vélin í bát þeirra Látra- feðga hafi stöðvazt í upphafi bylsins. Sjómenn við Eyja- fjörð dá þrek og snilli þeirra feðga að fara svo langa leið í slíku veðri án segls og vélar og hitta eina stað- inn, sem talinn var mögulegur til lendingar austan fjarð- arins í slíku veðri. Steingrímur Hallgrímsson var af sveitungum sínum talinn harðna við hverja raun. Hon- um óx ásmegin við mótlæti. Hann lét aldrei hugfallast. Búskapurinn á Látrum sannar þetta eftir áfallið er þeir misstu bústofninn á Skeri, en þó öllu framar síðasta sjó- ferðin. Erfiður varð þessi vetur fólkinu á Látrum. Harðind- in lokuðu landleiðum og ekki bátur né mannafli til samgangna á sjó. Þó var þraukað við búskap af sama (Framhald, á bls. 29.) 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.