Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 30
inni götunni, í flestum gluggum sá ég bregða fyrir and- liti, og sums staðar fleiru en einu. Þorpsbúum hafði ekki gefizt mörg tækifæri til að athuga mig, en sennilega vissu samt allir allt, sem hægt var að vita um mig. Eg kannaðist við það heiman frá mér, að kæmi ókunnugur maður eða kona í þorpið, gekk ævisaga þeirra manna á meðal með ótrúlegri nákvæmni og hraða, sagði hver öðrum og bætti þá efalaust ofurlitlu við frá eigin brjósti, og síðan færði sá, sem á hlýddi, næsta manni allt saman sem heilagan sannleika. Björn var glaðlegur og spjallaði um heima og geima. Ég var þurr í fyrstu, en gat þó ekki annað en smitast af drengjalegum ákafa hans og fyndni. Það voru 12 sjúklingar í sjúkrahúsinu. Björn fór í hvítan slopp og færði mig í annan. Það klæddi mig áreiðanlega vel að vera hjúkrunarkona. Við fórum á stofugang. Gengum fyrst inn til tveggja kvenna með nýfædda syni sína í körfum við hlið sína. Önnur þeirra, kornung falleg stúlka, hafði sitt þó fyrir ofan sig í rúminu. Björn tók strákinn og lagði hann í körfuna. „Hér á snáðinn að liggja, telpa mín,“ sagði hann al- varlegur. „Það er bezt fyrir ykkur bæði.“ Stúlkan reyndi að mótmæla, en hann tók um hökuna á henni og ussaði: „Nei, góða mín, engin mótmæli hér við mig!“ „En þegar ég kem heim, skal ég lofa honum að sofa hjá mér,“ svaraði hún þrálega. „Það vona ég að þú gerir ekki, flónið þitt, þú veizt þó, að það getur farið iíla.“ Stúlkan fitjaði upp á nefið, og ég gat ekki betur séð, en hún læddi tungunni út í annað munnvikið. Björn ruglaði í dökku, miklu hári hennar, sem flæddi um koddann, og sneri sér síðan að hinni konunni. Þetta var sjöundi sonurinn hennar, svo að hún þurfti ekki að láta segja sér, hvað væri henni fyrir beztu. í seinustu stofunni, sem við fórum í, lágu tveir roskn- ir menn og lítill ljóshærður drengur 5 ára gamall. Hann rak upp gleðióp, þegar hann sá lækninn. Fullorðnu mennimir brostu einnig glaðlega til hans, en horfðu með ódulinni forvitni á mig. „Þetta er nýja hjálparstúlkan mín,“ sagði Björn og kynnti mig fyrir þeim. Elann spurði hvernig taflið hefði gengið og hló dátt að þeim, sem tapað hafði og hét á hann að hefna sín nú, svo að um munaði næst. Sá sem vann, vildi rekja gang taflsins, en þá var Björn farinn að sinna snáðanum, sem hét Hans (eins og Elans minn!). Hann bankaði spekingslega á gipsumbúðirnar og lézt síðan hlusta. „Hvað segir hann?“ hvíslaði drengurinn í ofvæni. „Hann segist bráðum verða hraustur, því að drengur- inn sem eigi hann, hafi verið þægur í allan dag, — eða ætli mér hafi misheyrzt?" Hann bjó sig undir að banka aftur. „Nei, nei!“ flýtti drengurinn sér að segja, „ekki láta hann segja þér það. Ég var óþægur að borða hafra- grautinn,“ muldraði hann skömmustulegur, en lofaði að á morgun yrði hann þægari. „Fæ ég þá söguna?“ spurði hann og horfði bænaraugum á Björn. „Ætli ég megi ekki til að gera það, og af því að þú ætlar að vera svona ósköp þægur, kom ég með þessa fallegu stúlku til að lesa hana fyrir þig. Hvernig lízt þér á?“ „Vel,“ hvíslaði drengurinn og horfði feimnislega á mig. Svo dró hann gamla ævintýrabók undan koddan- um og rétti mér. Það var ekkert undanfæri. Ég settist á stól við rúmið og hóf að lesa. Björn gekk út og sagðist taka mig með, þegar hann færi heim. Ég veit'ekki, hver hafði mest gaman af ævintýrun- um, gömlu mennimir, drengurinn eða ég sjálf. Þegar ég fór, sögðu þeir allir: „Velkomin aftur á morgun,“ og ég hlakkaði nærri því til morgundagsins. Það var alveg nýr heimur, sem opnaðist mér, þegar ég fór að venja ltomur mínar á sjúkrahúsið, og einnig kynntist ég alveg nýjum Birni. Öllum sjúklingum þótti vænt um hann, ég sá það á því, hvernig birti yfir þeim, um leið og hann gekk inn í stofumar, aldrei æstur eða í vondu skapi, heldur með hlýlegt bros og glettnisorð á vörum. Ég dáðist að sjálfsaga hans. Aldrei myndi ég geta tamið mitt skap svo vel. Það ólgaði af gremju og logaði af reiði við minnstu erfiðleika. Tíminn fór að líða fljótar, og þótt ég fengi stundum heimþrá og fyndist brjóstið ætla að springa af söknuði og ekkert framundan nema langir og leiðir dagar, þá fór þeim kösmm þó fækkandi og stóðu styttra yfir en áður. Snáðinn hann Hans litli var orðinn góður vinur minn. Ég sat hjá honum á hverjum degi og las fyrir hann, og á sunnudögum kom Björn með fiðluna sína og söng fyrir sjúklingana. Það hafði örugglega eins heilsubæt- andi áhrif á þá eins og pillur og önnur meðul. Á eins manns stofu lá ung stúlka mikið veik. Henni leiddist, væri ekki alltaf einhver hjá henni, og ég fór að venja komur mínar til hennar. Stundum bað hún mig að spila á gítarinn sinn, sem hékk á veggnum ofan við rúmið hennar, og ég raulaði þá uppáhaldslagið hennar:: „Vertu sæll, ég kveð þig kæri vinur ....“ Þá lá hún með lokuð augun og fjarrænt bros á vörum, en stund- um sá ég tár brjótast undan augnalokum hennar. Þetta lag minnti hana eflaust á sælustundir hennar stutta lífs. Björn hafði sagt mér, að hún gæti ekki lifað nema fáar vikur. Hún var aðeins átján ára. Ég skældi, þegar Björn sagði mér þetta. Hún var svo falleg, með gulbjart mikið hár, og augu eins og í hræddum fugli. Það var eins og hún væri sífellt að bíða eftir einhverju. Stund- um lá hún og hlustaði. Einu sinni sagði hún mér, að hún myndi þekkja fótatakið „hans“, þegar hann kæmi, og þá mundi sér fyrst geta batnað. Ég spurði hana hikandi, hver hann væri. Hún leit brosandi á mig, og fallegu augun hennar ljómuðu. (Framhald.) 26 Heima er bczt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.