Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 10
við skál, nefnilega. En því ástandi hafði hann löngum nokkurt uppáhald á. Er til þess tekið, hve orðsnjall hann var þá, einatt, og fyndinn. Til dæmis var ég eitt sinn sem oftar með honum, „þéttum“ nokkuð, á ferðalagi, og þótti mér, „kaupstaðarbarninu“, ástæða til að gera breyt- ingartillögu við einhvern frágang hans á smáflutningi. „Hafa skal holl ráð, þótt frá heimskum komi,“ varð Vigfúsi að orði. Hann var, í þá daga, dálítið blendinn í trúnni á hversdagsskynsemi mína! — Einhverju sinni bar svo við, að nágrannar Flögu í þrem áttum sáu ekki betur en að kviknað væri í bænum eftir reyknum það- an að dæma. En þegar þeir komu sprengríðandi, stóð Vigfús þar úti á hlaði með hendur í vösum og velti maldndalega vöngum yfir mekkinum, það logaði í reyk- háfnum. Hann sneri sér að aðkomumönnum og sagði glottandi: „Ja, það rýkur nú svona hjá mér, þegar rýk- ur.“ Það var nú áður en brann hjá honum. — Einu sinni sem oftar var Vigfús að taka í nefið, í margmenni. Þing- maður kjördæmisins var nærstaddur og sá tóbaksgarð- inn eftir endilöngu handarbakinu og varð að orði: „Er þetta nú ekki nokkuð mikið eftir tollahækkunina?“ „O, þú lagar það!u svaraði Vigfús og leit með barnslegu trúnaðartrausti á þingmanninn. — Vigfús er maður mjög sjálfstæður í skoðunum og að sama skappi einarður, þótt nokkuð hlédrægur sé, og lætur sig engu skipta hvaða álit aðrir hafa á hátterni hans eða afstöðu til mála og málsatriða. Kristin trú hans er honum helgur dómur, en að sjálfsögðu flíkar maður af hans gerð ekki innstu við- horfum sínum að staðaldri; einnig' í trúarefnum secfir sjalfstæð hugsun Vigfúsar til sín. Undir niðri er Vig- fús í senn mikill alvörumaður og mikill gleðimaður. í níræðisafmæli sínu var hann sjálfur hrókur alls fagnað- ar, en þá var, sem vænta mátti, töluvert mannkvæmt á Flögu. Vigfús á Flögu hafði alltaf eitt af stærstu búum sveit- arinnar og líklega það allraarðbærasta. Undantekningar- laust, að kalla, gat hann miðlað heyi þeim, er uppi- skroppa urðu í þeirri naumu heyskapar- en miklu út- beitar-sveit, sem Skaftártunga er. I Kötlu-gosinu, 1918, lagðist sandur og djúpt vatn á hinar kafloðnu en blautu Flögu-engjar, og hefur ekki örlað á þeim síðan. Ekki minnkaði Vigfús áhöfnina að ráði, nema rétt í bili, heldur kom sér upp nýjum engj- um, með áveitu, og tók að auka túnræktina af kappi. Allar skynsamlegar tækninýjungar í búskap varð Vig- fús bænda fyrstur, í sinni sveit, til að notfæra sér, og komst af með tiltölulega lítið lið miðað við bústærð. Heyskap lauk hann ævinlega fyrir Höfuðdag. Ekki lagði Vigfús fyrir sig ræðuhöld, en var þó í hreppsnefnd óslitið frá unga aldri til áttræðs; meira en helming þess tíma oddviti. Jafnframt var hann frá upp- hafi til elliára formaður Skaftártungu-deildar Sláturfé- lags Suðurlands, og stóð oftast fyrir fjárrekstrum Skaft- ártungumanna á meðan þeir ráku sauði til Reykjavík- ur — ýmist norðan eða sunnan jökla. Munu rekstrar Vestur-Skaftfellinga til Reykjavíkur hafa verið lengsta fjárrekstrarleið á Islandi, og komust menn stundum í Flaga. Flaga — Skaptártunga. Þetta ibúðarhús 1905—27. — Vigfús á miðri mynd. Undir fráfecrur — Skaptártunga. Ca. 1920 (eða fyrr). Vigfús. 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.