Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 8
BJORN 0. BJORNSSON:
„Honum sá ég minnst bregéa..
Vigfús er maður nefndur, Gunnarsson, og á
heima að Flögu í Skaftártungu; er nú orðið
háaldraður — fæddur að Fiögu 26. desember
1870; hefur m. ö. o. alið allan sinn aldur á
Flögu, en ráðið þar búi ein 66 ár — árin 1888—1954.
Þann mann vissi ég líkastan Flalldóri Snorrasyni, er svo
var lýst af Haraldi konungi enum harðráða: „Honum
sá ég minnst bregða við voveiflega hluti.“
Foreldrar Vigfúsar voru Gunnar bóndi á Flögu, son-
ur Vigfúsar bónda þar Bótólfssonar bónda á Borgar-
felli, og Þuríður Ólafsdóttir, bónda á Syðri-Steinsmýri
Ólafssonar, og Margrétar Gissurardóttur frá Efri-Ey.
Síðari kona Vigfúsar Bótólfssonar, amma Vigfúsar
Gunnarssonar, hét Sigríður Ólafsdóttir og var frá Holti
í Álftaveri, en kona Bótólfs hét Kristín ísaksdóttir, og
var frá Ljótarstöðum í Skaftártungu.
Vigfús var næstelztur sjö systkina. Bróðir hans, Gunn-
ar að nafni, var næstyngstur og dó á þrítugsaldri. Hitt
voru systur og komust allar til miðaldurs eða meira;
þeirra kunnust varð Valgerður í Hh'ð í Skaftártungu,
er lengi bjó þar ekkja og var hin mesta búkona og skör-
ungur.
Er Vigfús var átján ára að aldri misstu systkini þessi
föður sinn, o^, tok \ í^fus þá við búsforráðum móti
móður sinni.
Flaga var þá mesta slægnajörð sveitarinnar, og bú-
skapur þar jafnan með því mesta sem í Skaftártungu
gerðist — þeirri miklu útbeitarsveit, þar sem fénaður
skipti hundruðum á hverri einustu jörð. Ekki dróst
Flögu-búið saman, þótt þessi átján ára unglingur tæki
við stjórninni, enda voru systkinin samhent, — en svo
tíndust þau nú burt eitt af öðru, eins og gengur.
Nokkru innan við þrítugt staðfesti Vigfús ráð sitt og
gekk að eiga heimasætuna Sigríði Sveinsdóttur prests
að Ásum (sonar Eiríks Jónssonar í Hlíð og konu hans,
Sigríðar Sveinsdóttur prófasts í Hörgsdal; bræður Sig-
ríðar frá Ásum voru hinir þjóðkunnu menn: Sveinn frá
Fossi, Páll yfirkennari og Gísli sýslumaður, alþingis-
maður og sendiherra. Sigríður þótti þá einhver gervi-
legasta mær í Vestur-Skaftafellssýslu, og Idppti henni
mjög í kyn sín um gáfur og skapgerð. Þeim hjónum
varð sjö barna auðið, og lifa þau öll nema annar sonur-
inn af þremur; hann drukknaði átján ára að aldri. Auk
sinna barna ólu þau hjón upp nokkur önnur. Síðustu
Nýi bœrinn að Flögn.
4 Heima er bezt