Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR
HVAÐ UNGUR NEMUR
NAMSTJ
RITSTJORI
JONSSON
STEFAN
Hitalindir og lieilsulmmnar
Iöllum bókum, þar sem íslandi er lýst, er þess getið,
að þar séu litlar eða engar námur. A íslandi eru eng-
ar nýtilegar kolanámur, engar járnnámur, engar
gullnámur og engar oiíulindir, en kolin, málmarnir
og olían gefa stórþjóðunum ærnár tekjur.
En eru þá engin verðmæt efni í íslenzkum jarðvegi?
Jú, vissulega. Silfurbergsnáma og brennisteinsnámur
voru starfræktar á íslandi fyrr á árum og ef til vill finn-
ast hér í jörðu á næstu árum ýmisleg dýrmæt efni, þótt
ekki séu kol, máhnar eða olía. Má í því sambandi nefna
leirinn í botni Mývatns, sem talinn er mjög verðmætur.
Er búizt við að reist verði verksmiðja við Mývatn, sem
undirbúi leirinn til útflutnings.
En þau verðmæti í íslenzkum jarðvegi, sem ég vil
gera hér að umræðuefni, vil ég nefna: hitalindir og
heilsubrunna.
1. HITALINDIR.
Um margar aldir og aldaraðir, bæði fyrir og eftir
byggð íslands, hafa hverir spýtt sjóðheitu vatni í loft
upp og glóðheitt laugavatnið flætt um laugabakkana
engum að notum í frostköldu landi. En nú er öldin
önnur. Nú hlýjar þetta heita vatn úr iðrum jarðar tug-
þúsundum íslendinga í borgum, bæjum og sveitum.
Talið er að fyrsti maðurinn, sem notfærði sér hita-
lind til upphitunar bæjarhúsa, hafi verið Erlendur bóndi
á Sturlureykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði, en hann
bjó þar um og eftir síðustu aldamót.
Hitalindir Islands hafa þegar valdið straumhvörfum
í lífi þjóðarinnar, og þó sérstaklega í þéttbýlinu. Talið
er nú, samkvæmt heilbrigðisskýrslum í Reykjavík, að
kvefsótt, og aðrir „MíÆw/dÆ-sjúkdómar, hafi mjög látið
undan síga fyrir bættum húsakosti og hlýrri vistarver-
um, sem í mörgum tilfellum má þakka hitaveitunni.
í héraðsskólunum út um land eru umskiptin því lík,
sem gerzt hafi kraftaverk, ef miðað er við þau ár, sem
þessi fjölmennustu heimili strjálbýlisins bjuggu við hús-
kuldann. Nú er hlýr og notalegur ylur í hverju her-
bergi, á hverjum gangi og út í yzta anddyri.
Ég skil vel þennan mikla mun, því að ég hef verið í
köldum skóla á þeim árum, sem miðstöðvarhitun var
næstum óþekkt, þar var hvergi ylur nema í kennslu-
stofunum. Þar var lesið og dvalizt allan daginn. í svefn-
herbergjunum gat vatnið frosið í þvottaskálunum.
Hitalindir Islands hafa þannig reynzt þjóðinni ekki
miklu lakar en kola- og málmnámur öðrum þjóðum.
Líklega hefur enginn gert áætlun um þær tekjur, sem
þjóðin hefur nú þegar af þessum heitu uppsprettum
landsins, og enginn mun geta gert sér fulla grein fyrir
því, hvers virði hitalindirnar geta orðið íslendingum á
næstu áratugum, ekki sízt ef það tekst að nota gufu-
þrýstinginn til framleiðslu rafmagns.-----
En hvernig stendur á þessum jarðhita, og hvaðan
kemur allt þetta heita vatn? Þessum spurningum get ég
vitanlega ekki svarað að fullu, en hvað snertir seinni
spurninguna, er það að segja, að eitt svar liggur ljóst
fyrir. Heita vatnið kemur upp úr jörðinni. En þetta svar
skýrir ekki í raun og veru það, sem spurt var um. Það
er líka staðreynd, að heitt vatn kemur aðeins upp úr
jörðu í eldfjallalöndum. Og enn er eitt, sem reynslan
hefur sannað, — að landskjálftar hafa mikil áhrif á gos-
hveri og laugar. „Við bylgjuhreyfingar jarðarinnar lok-