Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 17
háska fyrir snjóflóðum og skriðum. — Foreldrar Sig- fúsar á Steindyrum fórust í snjóflóði 1772 í Miðgerði í Dalsmynni. Er það harla merkilegt, að Sigfús og ætt hans skyldi flytjast að Steindyrum og festa þar rætur, því að sama árið og foreldrar hans fórust í Miðgerði, féll einnig snjóflóð á bæinn í Steindyrum, og grófust þar 9 manneskjur í snjó; 4 dóu, en 5 voru grafnar upp lifandi. Einn þeirra hafði þá soltið í fönninni 21 dæg- ur og gat sig hvergi hreyft. Hann hafði um sig sveip- að aðeins einni rekkjuvoð, en ekki mun snjór hafa ver- ið hið næsta honum, heldur brak úr húsum. Er þetta hið lengsta, sem vitað er, að maður hafi soltið í fönn hérlendis. Miðhús hét gömul jörð næst norðan Steindyra. Hún var í byggð öldum saman, en fór í eyði 1814, og hef ég þaðan engar sagnir; en ef til vill hafa snjóflóð stutt að auðninni, því að þar voru þau tíð. Sker, hét til forna Þernusker. Ofan við bæinn er hrikalegt hamragil eða kleif, er Ansa nefnist, snarbrött upp í þúsund metra hæð. Sunnan við Ausu er hamra- gnípan Þerna, en að norðan Skersgnípa, báðir tindarn- ir um 1080 m háir. Landkostir þóttu góðir á Skeri, og skógur var þar í fjallinu fram á 18. öld, en meira var þó um sjávargagn- ið: útræði, fjörubeit, reka og selveiði. Ágætir bændur bjuggu á Skeri á 19. öld, þar á meðal Indriði Ólafsson, er síðar fluttist að Garði í Aðaldal og rak þaðan út- gerð í Húsavík. Indriði í Garði var móðurafi Indriða Þorkelssonar fræðimanns á Fjalli og langafi Þorkels Jó- hannessonar háskólarektors. Fleiri nafnkunnir sjósóknarmenn bjuggu að Skeri. Árið 1712 fluttist þangað Hallgrímur Sigurðsson frá Svalbarði, stórættaður maður. Þá var fjöldi jarða í eyði eftir Stórubólu, og hefur Hallgrímur átt mikils úrkosti um jarðnæði, og sýnir þetta, að jörðin var þá í áliti. Miklar ættir eru frá Hallgrími á Skeri. Sker lá jafnan undir miklum áföllum af skriðum og snjóflóðum. Haustið 1926 féll úr Ausugili feikileg aur- skriða, sem nálgaðist bæinn. Þá bjuggu á Skeri ágætir bændur, Steingrímur Hallgrímsson og Hallur sonur hans. Fyrir jól um veturinn féll mikið snjóflóð úr Ausu- gili yfir fjárhúsin og drap flest fé þeirra feðga, um 120 fjár. Nú var sýnt, að skriðan um haustið hafði beint leið snjóflóðanna heim að bænum og fjárhúsun- um, og hlaut hér eftir að verða ótryggur bólstaður á Skcri. Þeir fluttust brott næsta vor, feðgarnir, og jörð- in fór í eyði. En Steingrímur og Hallur frá Skeri eru þó ekki úr sögu eyðibyggðanna. Grímsnes. Norður frá Skeri er örmjó láglendisræma meðfram sjó undir hrikalegri urðar- og hamrahlíð. Yzt á láglendisræmunni stóð bærinn Grímsnes. Þetta var talin lítil jörð að landkostum, en mikil að sjávargagni, reka, selveiði og útræði. Sléttlent nes gengur fram í sjó, þar sem bærinn stóð, og varðist hann því skriðum og snjóflóðum, en annars var hér allt í voða vegna snjóflóðanna, því að svo var mjótt undirlendið, að öllu gátu þau sópað í sjó fram. Snemma á 19. öld fórust tveir menn í snjóflóðum skammt frá Grímsnessbæ með áratugs millibili. Á Grímsnesi var ekki aðeins gott „heimræði", að því er Jarðabók Áma Magnússonar segir, heldur og mörg „inntökuskip“ vor og haust, oft sex á seytjándu öld. Vermenn lágu hér við, og skyldi hvert skip gjalda bónda vænsta fisk úr róðri, þó ekki nema einn á dag, ef tvíhlaðið var. Þetta ákvæði sýnir, að hér þótti mikil aflavon og skammsótt, úr því gert var ráð fyrir, að tvíhlaðinn væri báturinn stundum á einum degi. Ágætir sjósóknarmenn voru löngum á Grímsnesi. Þaðan var uppranninn Indriði, sem getið var á Skeri, og bjuggu þar forfeður hans lengi á 18. öld. Grímsnes fór í eyði að fullu 1938. Síðasti bóndi var Steingrímur Jónsson, og fluttist hann vestur fyrir Eyjafjörð. Látnr. Gamall siður er að kenna sveitir við höfuð- ból. Við Eyjafjörð eru meðal annars Möðruvalla-pláss, Grundar-pláss, Kaupangssveit, Svalbarðströnd og Höfðahverfi. Höfuðból eru hér miðsveitis. En á Látra- strönd er höfuðbólið, sem gaf sveitinni nafn, á sveitar- enda, og löng leið um ófærur til hinna bæjanna. Norðan við Grímsnes skaga fram Látrakleifar, ógöngufjall með sjó. Leiðin um þær seilist upp í 400 m hæð í brattanum, einstigi sums staðar, sem ryðja þarf vegna aurrennslis og grjóthruns á vori hverju. En er norður úr sjálfum kleifunum kemur, er sniðskorið niður í urðarhlíðar Eilífsdals. Þetta er eina landleiðin innan úr byggðinni að Látrum, ófær hestum á vetrum og illfær mönnum. Um Kleifarnar kvað Látra-Björg: Látra kleifar ljótar lítast mér nær hvítar, fullar fönn að innan og frosti, er eyðir kosti. Svellur Eilífsá illa, olla skaflar óhollir. Kvöl er að Kartmannsgiljum, kórónað hefur þau snjórinn. Norðan við Elífsdal tekur við gróið undirlendi með sjónum. Fjöllin eru þar lægri og bratta-minni en sunn- ar um ströndina, grónar hlíðar og sums staðar skógi vaxnar. Þetta undirlendi nær með sjó norður að Fossár- dal, vænum og vel grónum. Allt þetta gróðurlendi á strandsléttunni og í báðum fjalldölunum var heima- land Látra, svipmilt, vítt og frítt, eins og kóngsríki út af fyrir sig, afskorið með háfjöllum og klettum með sjó, sjálfstætt og kostaríkt til lands og sjávar. Auk þess eiga Látrar alla urðarhlíðina út að Gjögratá. Þriggja stunda gangur var um allar fjörur jarðarinnr, og alls staðar mikil rekavon hvals og viða. Hér var gott undir landbú og útræði hið bezta fyrr og síðar. Svo segir jarðabókin frá 1712, að frá Látrum „hafi gengið mörg skip“. Sker eru fyrir landi, þar voru sellátrin, sem jörðin bar nafn af, en áður var altítt orð- takið: „Allt er safi hjá selveiði.“ Ljóst er það, að hér gat verið stórbýli, en mikinn Heima er bezt 13

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.