Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 24
Verið að bora i Krisuvík. Krafturinn á sjóðheitu vatninu er gifurlegur. ísland, þá getur komið til álita, hvort hin hvítu kol ís- lands, hitalindir og vatnsorka, eru ekki æðri dökkmn kolum úr dimmum námum, og svo er ótalinn sá kostur- inn, sem undursamlegastur er. Allar námur eyðast að lokum, hversu miklar auðsuppsprettur sem þær hafa verið, en verðmæti íslands, vatnsorkan og hitalindirnar, eyðast ekki, þótt af þeim sé tekið. f sambandi við þessi eilífu og óþrotlegu verðmæti íslands, dettur mér í hug það sem Steingrímur Thorsteinsson skáld segir um kossa ungmeyjunnar. Hann segir svo í stefinu Hvað munar: Hvað munar mar um dropa? Hvað munar sól um geisla? Hvað munar grund um grasstrá, og grænan skóg um laufblað? Og sumar sjálft um blómknapp, á sælum gróðrar tíma? Hvað munar þig þá meyja, þó miðla gerir kossum? Því fjáðri mundu finnast, þess fleiri sem þú gefur. Vatnsorkan og hitalindirnar eyðast ekki, þótt af þeim sé tekið. Úrkoman, regnið og snjórinn kemur að ofan og er óþrotlegt, ef náttúrulögmálin haldast óbreytt, — en regndroparnir og snjókomin, sem falla á íslandi, eru uppsprettan, sem við nefnum vatnsorku og hitalindir. 2. HEILSUBRUNNAR. - RAUÐAMELS- ÖLKELDA. Þegar ég var lítill drengur heima á Snorrastöðum, líklega 7—9 ára gamall, gisti þar einu sinni góðvinur pabba og mömmu, sem Kristján hét Jörundsson. Hann átti heima að Þverá í Eyjahreppi. Hann var hreppstjóri og mikilsmetinn bóndi. Hann var frændi mömmu og mikill vinur pabba. Ég hlakkaði alltaf til, þegar hann kom. Þegar hann gisti í þetta sinn, var kvöldið í litlu baðstofunni hátíðlegra en venjulega og margt spjallað. Ég og bræður mínir tveir á líkum aldri, hlustuðum þegjandi á tal fullorðna fólksins, því að það þóttu ekki siðprúð börn, sem gripu inn í samtal fullorðna fólksins. Ekki man ég neitt sem talað var þetta kvöld, nema sögu þá, er hér verður sögð: Kristján sagðist hafa komið fyrir mörgum árum gang- andi innan af Skógarströnd. Er þarna yfir lágan fjall- garð að fara og liggur leiðin um Flatir og Sátudal. Veð- ur var bjart, en allhart frost og rifahjarn. Kristján var kappgjarn og ákafur í ferðalögum og mun hafa farið allhratt yfir. Hann tók því mjög að þyrsta, en hvergi var vatnsdreitil að fá, en ferðamönnum var jafnan illa við að svala þorsta sínum með því að éta snjó. Þegar Kristján átti eftir um það bil klukkutíma gang heim að Þverá, lá leið hans framhjá hinni frægu Rauðamels- ölkeldu, sem sagt verður frá í þessum þætti. Vatnið í keldunni, sem stundum er kallað öl vegna kolsýru, sem í því er, er bragðgott og svalandi. Kristján hugsar nú gott til þess að fá þarna hressandi, heilnæman svaladrykk. Þá var ekkert hús yfir Rauðamelsölkeldu, en uppsprett- an kom fram undan mýrarþúfu, og var mjög lítil um sig. Þegar Kristján kom í þetta sinn að ölkeldunni, hafði hemað yfir uppsprettuna. Kristján brýtur þessa ör- þunnu skán með stafnum sínum og hnefanum, fleygir sér á grúfu við uppsprettuna og ætlaði að súpa ölið, eins og þegar hestur eða aðrar skepnur drekka úr polH eða rennandi vatni, þar sem hann hafði ekkert ílát til að sökkva ofan í uppsprettuna. En í sama bili og hann teygði andlitið ofan að uppsprettunni kom yfir hann svo mikill svimi, að honum tókst aðeins með hörku- brögðum að velta sér frá opinu og rankaði aftur við sér, er hann rak andlitið ofan í frostkalt hjarnið. Lá hann þama um stund, eins og milli svefns og vöku, en smátt og smátt bráði af honum og hann rölti heim á leið. En engan fékk hann svaladrykkinn. Þetta fannst mér merkileg saga og henni hef ég ekki getað gleymt. Nú líða nokkur ár. Arið 1907 rennur upp, og þá berst sú fregn um landið, að konungur Danmerkur og ís- lands, Friðrik VIII ætH að heimsækja ísland. Jafnan, þegar von er á þjóðhöfðingja í heimsókn, er reynt að undirbúa móttökurnar sem bezt og þá ekki sízt, þegar gesturinn er sjálfur konungur landsins. Þá var Hannes Hafstein ráðherra, einn allra glæsilegasti íslendingur síðari alda. Ekki veit ég hver hefur átt uppá- stunguna, en móttökunefndin ákvað að gæða konungi á íslenzku ölkelduvatni og til þess valið ölið úr Rauða- 20 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.