Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 12
Tungufljótsbrú (séð austur yfir). Ljósm.: Stefán Nikulásson.
nótt. Menn komu þangað á hvaða tíma sólarhrings sem
var og þáðu beina, sér og hestum sínum. Auðvitað
mæddi þetta fyrst og fremst á húsfreyju, en Vigfús lét
ekki standa uppp á sig. Og það mun lítið, sem þau, þessi
gestrisnu hjón, þáðu á móti — hverfandi lítið, segja mér
kunnugir, vandalausir, móti því sem út var látið — með
þessari líka hrífandi en hóglátu alúð. Út frá þessu gat
brugðið, ef mjög sérstaklega stóð á. Einu sinni vissi ég
til að lausamaður nokkur gisti þar, með hest, og var svo
hrakinn að þurrka varð af honum hverja spjör. Vigfúsi
datt nú í hug að nota sér för hans, næsta dag, til að
spara sér ómak, án þess að íþyngja honum svo neinu
næmi — bað hann m. ö. o. fyrir póst á örfáa bæi, sem
hann átti leið urn. Gesturinn sagðist verða að fá kaup
fyrir — vissi, að sjálfsögðu, að Vigfús var „launaður“
póstur þar í sveit. Þenna mann lét Vigfús borga fullt
fyrir sig og hestinn; á dauða sínum átti gesturinn von,
en ekki þess háttar trakteringum! Auk þess varð hann
af atvinnunni sem hann sá snöggvast blasa við sér!
Annars ljúka allir upp einum munni um, að gestrisn-
in á Flögu hafi aldrei farið í manngreinarálit, hvað alúð
snertir.
Vigfús og Sigríður urðu, á útmánuðum 1929, fyrir
því sorglega áfalli, að átján ára sonur þeirra, frábært
mannsefni, og jafnaldra fóstursonur þeirra (systurson-
ur húsfreyju og hinn efnilegasti unglingur) drukknuðu
við silungsveiði í Flögulóni. Til þess er tekið, hve vel
Vigfús bar þann harm. FTann tvöfaldaði starf sitt, þótt
roskinn væri, og ekki var við það komandi að hann
hætti búskap, eins og mörgum fannst sjálfsagt. Seint á
öðru hausti brann Flögu-húsið af eldingu, sem barst að
næturþeli, í ofsaútsynningsroki, með símanum og fór
þegar, með rafmagnsleiðslunum um gervallt húsið. Fólk-
ið, er svaf allt á efri hæð, slapp nauðulega, í náttklæð-
um flest, út á glerbrotum stráð skúrþak og varð að
stökkva niður á gaddfreðna jörðina, og hafast við í út-
húsum fram undir morgun. Engu varð bjargað nema
hrepppseignum. Nú töldu allir, að þau hjón myndu
hætta búskapnum. Nei! Þau komu sér þegar á næsta
sumri upp nýjum híbýlum, er ekki stóðu hinum fyrri
(og nýlega reistu) neitt að baki. Enginn sá þeim brugð-
ið — nema síður væri. Og búið hélt sinni stærð. Þan
bjuggu eftir þetta hér um bil í aldarfjórðung.
Ég lagði það einhverju sinni til — fyrir fimmtán árum
eða svo —, að hjón þessi yrðu, bæði, sæmd riddarakrossi
Fálka-orðunnar — fyrir mestu gestrisni, sem þekkst hefði
á íslandi, og fyrir frábæra staðfestu við sveit og bú þeg-
ar flótti var að bresta á meðal búaliðs sveitanna til kaup-
staða, og fyrirmyndarbúskap þar á ofan. Nei! Þær
dyggðir þóttu víst of þjóðlegar alþýðlegar, manneskju-
legar, fyrir viðurkenningu, sem e. t. v. er einkum hugs-
uð sem „uppfylling í eyður verðleikanna“.
BREFASKIPTI
Hjalti M. Guðröðsson, Kálfavík, Ögurhreppi, N.-ís., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 15—16 ára.
Auðbjörg Guðný Guðröðsdóttir, Kálfavík, Ögurhr., N.-ís.,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—14 ára.
Maria Sigriður Guðröðsdóltir, Kálfavík, Ögurhr., N.-ís.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 20—
25 ára. Æskilegt að mynd fvlgi.
Guðbjörg K. Karlsdóttir, Sólbergi, Eskifirði, S.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilt og stúlku á aldrinum 15—17 ára.
Guðrún E. Karlsdóttir, Sólbergi, Eskifirði, S.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilt og stúlku á aldrinum 14—16 ára.
Guðrún Gunnarsdóttir, Eyri, Ingólfsfirði, Strandasýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—
15 ára.
Kristin Jónsdóttir, Stóru-Ávík, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára.
Sveinn Sigursveinsson, Neðra-Fossi, Mýrdal, V.-Skaptafells-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum
10—12 ára.
Guðrún Guðmundsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og
Sigríður Guðmundsdóttir, allar á Húsmæðraskólanum Varma-
landi, óskum eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrin-
um 18—21 árs.
Guðbjörg Þóroddsdóttir og Hólmfriður Jóhanna Stein-
þórsdóttir, Húsmæðraskólanum Löngumýri, Skagafirði, ósk-
um eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára.
Þórstina Benediktsdóttir, Arnesi, Arneshreppi, Stranda-
sýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—18 ára.
Vigdis Guðrún Þórðardóttir, Bröttuhlíð, Húsavík, S.-Þing.,
óska eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 16—17 ára.
Petra Lára Hallmannsdóttir, Arbakka, Hvammstanga, og
Elísabet Bjarnadóttir, Bjarghúsum, Hvammstanga, óskum
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 11—13 ára.
Sigriður Markúsdóttir, Hófgerði 24, Kópavogi, óskar eftir
bréíaskiptum við pilt á aldrinum 15—18 ára. Æskilegt að
mynd fylgi.
Kjartan Sigurgeirsson, Melgerði 10, Kópavogi, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt að
mynd fylgi.
Kristin Jónsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Guðrún Eggerts-
dóttir, Guðný Jónsdóttir og Sóley Jóhannsdóttir, allar á Hér-
aðsskólanum Laugum, Reykjadal, S.-Þing., óskum eftir að
komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum 15—
17 ára.
Friðbert G. Pálsson, Hjallaveg 13, Súgandafirði, óskar eftir
bréfa- og frímerkjaskiptum við frímerkjasafnara.
8 Heima er bezt