Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 29
bauð glaðlega góðan dag, settist umsvifalaust á rúm- stokkinn hjá mér og tók á úlnlið mínum. „Ég hélt að þú værir alvarlega veik, þegar Anna færir þér kaffið í rúmið,“ sagði hann. „Eða gerir hún það að jafnaði?“ Anna stóð með krosslagðar hendur á maganum. „Henni þykir ósköp gott að lúra á morgnana, bless- aðri,“ sagði hún brosandi. „Finnst þér þú vera lasin?“ spurði Björn mig. „Nei!“ hreytti ég út úr mér og sneri mér til veggjar. „Þá er bezt að þú klæðir þig á skikkanlegum tíma á morgnana, vinkona góð, og hlífir gömlu konunni við óþarfa stiga-hlaupum. Hún er orðin gömul og þreytt. Þú ættir heldur að taka snúninga af henni, Sóley mín.“ Ég svaraði þessu engu orði, og hann hélt áfram: „En ef þú vilt heldur drekka í rúminu, skal ég færa þér kaffið eftirleiðis, um leið og ég fæ mér sopa!“ Mér hitnaði í hamsi yfir þessum lestri hans, en beit á vörina og ákvað að virða hann ekki svars. Þetta var mál, sem mér fannst óþarfi af honum að skipta sér af. Næsta morgun vakti Björn mig klukkan 7 og færði mér kaffið í rúmið. „Ég kem líklega heldur snemma,“ sagði hann auð- mjúkur í rómnum, en svipurinn var fullur af glettni. Auðvitað snerti ég ekki kaffið, en honum virtist standa á sama og drakk það sjálfur. Þetta endurtók sig nokkra morgna, en aldrei drakk ég kaffið, og ekki færði Anna mér neitt, þótt Bjöm væri farinn í sjúkrahúsið, og þó vonaðist ég alltaf eftir því, að hún kæmi. Loks ákvað ég að vera komin á fætur, áður en Björn kæmi. Það tókst, en syfjuð var ég. Það var yndislegt að skríða aftur upp í hlýtt bólið og sofna vært. Það lá við, að það borgaði sig að fara svona snemma á fætur bara bara til að njóta þess að skríða uppí aftur. Ég vaknaði við vondan draum einn daginn um ellefu- leytið við það, að einhver blístraði hástöfum inni í her- berginu mínu. Ég reis upp og góndi forviða á langa og mjóa mannveru í alltof stuttum og víðum rósóttum slopp og með klút um höfuðið. Þetta var Bjöm og leit út eins og fuglahræða. Hann þurrkaði af í ákafa og lézt ekki taka eftir, að ég var vöknuð. Loks gat ég ekki varizt hlátri. Ég hló og hló, unz tárin streymdu niður kinnarnar á mér. Fyrst var Björn grafalvarlegur, en brátt fóru að koma kippir í andlit hans, og að lokum hló hann ekki minna en ég. Loks skreið ég aftur undir sængina til að reyna að jafna mig, en tísti þó alllengi enn. Þegar ég áræddi að rísa upp aft- ur undan sænginni, var Björn farinn, en skopleg mynd hans stóð mér svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, að enn greip mig óstöðvandi hláturshviða. Ég gat með naumindum varizt hlátri við hádegisborð- ið, og verst var að Björn sá, hvað mér leið. Ofurlítið bros læddist út í annað munnvik hans, og augum glömp- uðu glettin bak við gleraugun. Þessi morgunræsting Björns varð til þess, að ég fór að hugsa um herbergið mitt sjálf, jafnvel þvoði upp með Önnu, þegar vel lá á mér. Ekki gat ég annað en játað með sjálfri mér, að lífið varð ólíkt skemmtilegra, og hver dagurinn fljótari að líða, þegar ég hafði eitthvert verk að vinna. Matreiðslutækni mín náði í fyrstu ekki lengra en að hella á nokkurn veginn ódrekkandi kaffi, en mér fór þó töluvert fram. En svo dvínaði áhuginn aftur. Mér leiddist að gera þessi sömu verk upp aftur og aftur. Anna brosti bara að óþolinmæði minni og lét þess get- ið, að mikið mætti vera, ef minn verkahringur ætti samt ekki eftir að verða í eldhúsi og búri eins og flestra kyn- systra minna. Ég fylltist skelfingu af þeirri tilhugsun einni saman. Eina ráðið væri, að ég næði mér í ríkan mann, svo að ég gæti haft eldabusku. Anna var ekki á sama máli. Hún sagði að aldrei skyldi ég láta þá glópsku henda mig að gifta mig til fjár. Þeir hlekkir sem ég legði á mig með því, gætu orðið of þungir, svo að mér gæti reynst erf- itt að bera þá, þótt gylltir væru. Við rökræddum þetta fram og til baka, en gátum ómögulega orðið sammála. Vitanlega hafði ég á réttu að standa! Anna var bara gömul rómantísk piparmey, sem trúði statt og stöðugt á hina einu sönnu ást, sem þreifst bezt í hreysum fátækra. En ég vildi verða rík, ferðast og njóta lífsins, ef ég gæti þá einhvern tíma orð- ið glöð og áhyggjulaus aftur. Ég fann að viðhorf mitt var að breytast. Söknuðurinn var ekki eins sár. Stund- um fannst mér, að mörg ár hlytu að vera liðin, síðan ég kom í Alftafjörð. Einn daginn þegar ég var í óvenju þungu skapi og stóð út við gluggann og horfði út á fjörðinn, kom Björn inn til mín. Hann sagði ekki neitt í fyrstu, staðnæmd- ist aðeins við hlið mína og horfði líka út um gluggann. Svo tók hann um hendina á mér, og ég fann ylinn af handtaki hans ylja mér inn að hjartarótum. Ég hafði verið að hugsa um Hans, og þráin eftir honum orðið svo sterk, að ég varð að skæla ofurlítið. Björn lézt ekki taka eftir því, bara stóð og raulaði fyrir munni sér gamla vorvísu. Loks jafnaði ég mig, dró að mér hendina og gekk frá glugganum. Björn stóð enn kyrr um stund og sneri baki í mig, svo sagði hann: „Sóley, mig langar til að þú hjálpir mér dálítið í dag. Geturðu það?“ „Hvað er það?“ sagði ég og reyndi að vera hressileg í málróminum, en tókst það þó ekki sem bezt. „Hjálpa mér að hafa ofan af fyrir litlum snáða, sem er fótbrotinn. Honum leiðist dálítið. Viltu koma með mér og lesa fyrir hann eða tala við hann?“ Björn var svo biðjandi í málrómnum, að ég gat varla sagt nei, en sagði þó að ég gæti víst lítið skemmt bömum og hefði ekkert lag á þeim. „Þú reynir,“ sagði Björn. „Ég hef svo lítinn tíma í dag, en var búinn að lofa honum einni sögu, ef hann væri þægur.“ Það varð úr, að ég fór eftir kaffið með honum inn á sjúkrahúsið. Við gengum hlið við hlið hratt eftir fros- Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.