Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 34
Gvendur skildi hvorki upp né niður við hvað hann átti. Hann skildi ekki séra Ingimund. Hann var hlessa á því, að prófasturinn, þessi góði maður sem hann hafði jafnan reynzt, skyldi ekki segja brosandi og formála- laust: „Hvenær á ég að lýsa?“ Og því var það, að Gvendur sagði eftir nokkra þögn án frekari umhugs- unar: „Heldur prófasturinn, að hann muni ekki geta lýst í fyrsta sinn á sunnudaginn? “ „Ef Margrét getur fullvissað mig um, að hún sé raun- verulega ekkja, ætti ekki neitt að vera til fyrirstöðu með það; annars býst ég ekki við, að það verði hægt.“ En Gvendur gerði eina tilraun enn: „Er þetta nauð- synlegt, er allt þetta umstang nauðsynlegt, er ekki hægt að gifta okkur Möngu án þess? Eg hef aldrei heyrt neinn efast um, að Palli sé dauður.“ „En ef hann lifir nú samt,“ sagði séra Ingimundur, „ef hann lifir nú samt,“ endurtók hann og bætti við: „Segjum svo, að ég gifti ykkur — og Palli birtist svo allt í einu ljóslifandi, í sumar eða í haust, kæmi kannske í brúðkaupið." „Heldur prófasturinn í alvöru, að önnur eins skelf- ing geti komið fyrir?“ varð Gvendi að orði og var nú svo hávær, að til hans heyrðist fram í bæ. Svo sagði hann ekkert, sat álútur, horfði í gaupnir sér. Svitinn bogaði af honum. Að stundu liðinni sagði prófastur góðlátlega: „Þér skuluð nú fá yður hressingu inni hjá fólkinu. Svo skul- uð þér fara heim og tala um þetta mál við hana Mar- gréti. Ef hún er ekki eins viss og hún hélt sig vera, þá skal ég skrifa biskupi fyrir ukkur, skýra málið fyrir honum og biðja hann um leyfi til að gefa ukkur sam- an.“ Svo stóð prófastur upp og Gvendur líka. Þó var Gvendur naumast búinn að átta sig á, að þessu samtali væri hérmeð lokið. Séra Ingimundur sá það. Varð hann hugsi um stund og virtist hika við að segja það, sem honum hafði dottið í hug. Að lokum sagði hann þó: „Mér er kunnugt um, að þér hafið verið að byggja yður bæ í vor. Mér skilst, að þér hafið ætlað að fara að búa þar í sumar. Að sjálfsögðu getið þér það. Og eng- inn getur bannað yður að fá yður þá bústýru, sem til yðar vill fara, jafnt Margréti sem aðra. Og verið þér nú sælir.“ Hann rétti Gvendi hendina. — Svo fór Gvendur út, utan við sig. Hann vissi ekki fyrr til en hann var kom- inn á bak þeim jarpa og á leið heim að Bökkunum. XII. Það er ekki alltaf víst, að lífið sé viðburðalítið á af- skekktum bæ einhversstaðar úti á landshorni í fámennu landi. Héma á Bökkunum til að mynda gerist svo mik- ið, að enginn maður annar því, að tína það allt til. Fyrir utan það, sem nú hefur verið á minnzt viðvíkjandi Gvendi og Möngu, bættist það við meðal annars, að sjálf húsmóðirin var komin á steypinn. Hún gat lagzt þá og þá. Guðrún sagði það, og þá var ekki nokkur vafi á því. Enda kom það á daginn. Hún lagðist upp úr hádeginu. Til allrar lukku var ekki langt að fara eftir yfirsetu- konunni. Hún stóð þarna við rúmstokkinn. Enda gekk fæðingin vel. Um nón fæddist drengur. Um miðaftan annar. Svo hittist á, að fátt manna var heima þá um daginn. Daginn áður hafði verið fært frá. Húsbóndinn og Steini höfðu farið um kvöldið upp á heiðar með lömbin og eitthvað af geldfé, er enn hafði verið eftir í heimahög- um. Þeirra var ekki von heim aftur fyrr en í fyrsta lagi daginn eftir, því að spekja þurfti lömbin, er þau voru komin upp á heiðarnar. Það mátti því segja, að Sveinki væri eini karlmaðurinn heima, ef karlmann skyldi kalla. Raunar myndi hann hafa verið notaður í neyð til þess að sækja yfirsetukonuna, ef þess hefði þurft. Nú var hann látinn gæta kvíánna, og þar var hann í essinu sínu. Gvendur aftur á móti var þessa dagana að flytja bú- ferlum. Að vísu var það nú ekki margra daga verk. En þó var ýmislegt, sem olli því, að Gvendur var alla jafna með annan fótinn á Bökkunum en hinn suður á Bakka- koti, sem nú var farið að kalla býlið hans Gvendar. Bar margt til þess, að Gvendur þurfti oft að bregða sér upp að Bökkunum, og skal nokkuð á það drepið. Meðan á flutningum stóð, sótti hann venjulega einn og einn hlut í einu og bar hann í fanginu. Þá hafði hann og verið upp frá að hjálpa til við fráfærurnar. Hann hafði fært frá átta ám sjálfur og Brynjólfur rekið lömb- in fyrir hann með sínum lömbum upp á heiðar. í stað- inn hafði Gvendur lofað Brynjólfi að hugsa um ullina fyrir hann, Ijúka við að þurrka hana og láta hana svo í poka, svo að Brynjólfur þyrfti ekki að tefja sig á því, er hann kæmi heim, því þá stóð til að fara tafarlaust í kaupstaðinn. Ekki veitti af, ef byrja átti slátt á venju- legum tíma. Að lokum kom það upp úr dúmum, að illt var að fela eld í eldhúsinu hjá Möngu. Ekki vissu menn, hverju það sætti. Sumir voru svo illgjarnir að segja blátt áfram, að Manga hefði ekki lag á að fela eldinn. Svo mildð var víst, að fyrst til að byrja með birtist Gvendur venju- lega á hverjum morgni á Bökkunum til þess að sækja eld. Og það sem verra var: fyrir kom, að eldurinn drapst hjá honum á leiðinni suður eftir, svo að hann var ekki fyrr kominn heim, en Manga rak hann af stað öfugan aftur, og bað hann að láta sér nú takast betur. Vildi þetta verða tafsamt hjá Gvendi, en Guðrúnu fannst nóg um. Þótti henni búskapurinn byrja ekki meira en svo björgulega hjá þeim hjónaleysunum. Þrátt fyrir allt og allt var Gvendur ekki óánægður með tilvemna. Þegar frá leið hafði hann sætt sig nokk- urn veginn við það að fá ekki að giftast Möngu fyrst um sinn. Þetta kæmi. Eitt var til dæmis mikil bót í máli, en það var, að nú þurfti hann ekki að borga sveitar- skuld Möngu. Fyrir bragðið hafði hann getað keypt kvígu. Þá hafði honum bætzt annað húsdýr, en það var 30 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.