Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 16
ari öld. Byggðarlögin fjögur eru öll aðgreind af há-
fjöllum, sem teygja ógenga hamra í sæ fram.
Hér fara á eftir svipmyndir frá þessum eyðiströnd-
um:
LÁTRASTRÖND
Kaldbakur er konungur eyfirzkra fjalla, sá Herkúles,
sem virðist bera himininn á herðum sér, innan úr firði
að sjá. Að sunnan er hann ávalur, bjartur og mildur á
svipinn og býður þar fönnum fangið. En að norðan eru
brattir og svartir klettar í hnakka hans, og festir þar
aldrei snjó. Þar gengur inn í fjöllin hrikalegur hamra-
dalur og nefnist Svínárdalur. Svínárhnjúkur heitir
norðan dalsins, og er litlu lægri Kaldbaknum, um 1100
m. Svíná kemur úr dalnum. Hún hefur hlaðið með
framburði bunguvaxið sléttlendi undir fjöllum, þar
teygist lítið nes í sjó fram, og myndast sunnan undir
nesinu góð lending. Svínárnes nefnist bær, sem þar
stendur.
Svínárnes1) er enn í byggð þegar þetta er ritað og
útvörður byggðar austan Eyjafjarðar. Þetta er gamalt
höfuðból, og bar margt til. Landjörðin er góð og all-
víð um breitt sléttlendi. Þar er gott og jafnlent tún-
stæði. En mestur var þó vegur Svínárness vegna útræðis.
Eftir miðja 19. öld var mikill uppgangur stórbrotinna
athafnamanna í Grýtubakkahreppi. Sveitin hafði þá
forystu Norðlendinga um nýtízku útgerð. Þaðan gengu
mörg þilskip, auk stórra opinna báta. Arðsamastar voru
hákarlaveiðarnar síðari hluta vetrar. Eigi var óalgengt,
að þrefalt vinnumannskaup fengist á þrem—fjórum
mánuðum, — eða þrjú kýrverð. Þetta voru óheyrð upp-
grip fjár í þá daga. Miklu meiri var þó fengur skip-
eigenda og skipstjóra. Þetta setti höfðingsbrag á búnað
allan og jók stórhug. Á það má minna, að Höfðhverf-
ingar þrír urðu höfuðhöldar í atvinnuframsókn á síð-
ari hluta 19. aldar: Einar Ásmundsson í Nesi, Tryggvi
Gunnarsson og Þórhallur biskup Bjarnarson. Allir þess-
ir námu stórhug til framsóknar af athafnaorkunni í
Höfðahverfi um miðja öldina.
Frá 1808—1844 býr í Grenivík Jóhannes Árnason.
Móðir hans var Sigríður Sörensdóttir frá Ljósavatni,
af Vallanessætt. Kona Jóhannesar var afasystir Tryggva
Gunnarssonar. Frá þeim hjónum er talin Grenivíkur-
ætt. Er þar skemmst af að segja, að niðjar þeirra og
náið frændfólk og tengdafólk ættarinnar bar uppi hina
miklu reisn sveitarinnar á 19. öld.
Um miðja öldina búa í Hvammi í Höfðahverfi Jónas
Oddsson og Elín Jóhannesdóttir frá Grenivík, bláfá-
tæk með fjölda barna. Þrír sona þeirra urðu ríkir út-
gerðarmenn og skipstjórar. Hinn fjórði var Gísli Jón-
asson, er festi bú á Svínámesi 1865. Hann var skipa-
smiður og smíðaði þilskip. Hitt er þó meira vert, að
honum var eignaður sterkur þáttur í því, hve útgerð
Höfðhverfinga varð farsæl, þar sem hann annaðist við-
hald skipanna. Auk skipasmíðanna átti Gísli gott bú og
1) Svínárnes fór í eyði vorið 1959.
var sægarpur á opnum bátum og aflasæll heima, en fór
ekki í hákarlalegur.
Þorsteinn Gíslason tók við búi föður síns og bjó á
Svínárnesi fram til 1924.
Eg heyrði mikið talað um Svínárnessheimili í æsku
minni, vegna þess, að faðir minn fór þangað á hausti
hverju fyrri búskaparár sín til skreiðarkaupa. Þeir Þor-
steinn töldu til frændsemi sín á milli, voru fjórmenn-
ingar, og tókst með þeim alúðar vinátta. Eg hitti Þor-
stein á Svínárnesi eitt sinn á Akureyri, þegar hann var
gamall orðinn, en ég í æsku. Hann tók mér sem faðir
syni og bauð mér inn á veitingahús og sagði mér ýms-
ar sögur af sjómennsku. Mér er enn minnistæður mað-
urinn. Hann stendur fyrir mér sem gömul íslenzk sjó-
hetja, en í fari hans var einnig fyrirmennska og háttvísi.
Slíkir voru margir frændur hans af Grenivíkurætt, sem
gerðu fræga garða sína á þeim ströndum, sem nú eru
í auðn.
Svínárnes er ekkert höfuðsetur lengur, en þó er þar
enn gott bú. Bæjarstæðið er hlýlegt og gróðurvænlegt
nær að líta, en stórhrikaleg eru fjöllin að bæjarbaki, og
norðan fjarðarins blasir við í útnorður Ólafsfjarðarmúli
og Hvanndalabjarg.
Norður frá Svínárnesi mjókkar jafnt og þétt lág-
lendisræman með sjó, en yfir rísa snarbrött fjöll með
hömrum og urðarhlíðum og giljum, er teygjast upp á
milli tindanna, sem eru 1000—1100 metra háir. Fjöll
þessi gnapa beint á móti norðvestri. Úrkoman verður
því ógurleg uppi í þessum tindastóli í norðvestanátt,
hvort sem vatn er eða snjór, og veðurhæðin að sama
skapi. En fjallrisarnir hrinda frá sér. Niður um gilin
falla þráfaldlega skriður á sumrum og snjóflóð á vetr-
um.
Á láglendisræmunni norður frá Svínárnesi voru fjór-
ar jarðir fornar, sem allar eru nú í auðn fallnar, og skal
þeirra nú að nokkru getið.
Steindyr. Frá Svínárnesi sést norður með sjónum í
bæjarrústir og grænt tún, nálægt hálftíma leið frá bæn-
um. Þetta eru hinar fornu Steindyr, gömul jörð, og
voru þar með vissu ágætir bændur og vel fastar ættir
á 19. öld. Steindyr þóttu „fín heyskaparjörð“ um 1800,
en brigzlað var þó bónda þar um að vanrækja heyafl-
ann vegna sjósóknar líkt og Hrafna-Flóka forðum.
Á Steindyrum bjó Sigfús Þorkelsson frá Móðuharð-
indum og fram til 1824, og hélzt jörðin í ætt hans fram
yfir 1860. Frá Sigfúsi á Steindyrum er mikill fjöldi
mætra manna, þar á meðal Brettingsstaðaætt á Flateyj-
ardal. Guðmundur frá Hvammi, bróðir Gísla á Svínár-
nesi, gerðist síðan fyrirvinna Guðfinnu Sigfúsdóttur á
Steindyrum og tók jörðina. Hann varð einn aflasælasti
hákarlaskipstjóri við Eyjafjörð og eigandi þilskipa,
einn með hæstu gjaldendum Grýtubakkahrepps á stór-
veldisöld þeirra, þilskipatímanum. En ekki varð þó ætt-
in þar föst í ábúð, eftir að Guðmundur fór þaðan.
Jörðin fór í eyði 1930. Síðasti ábúandi var Sigurður
Benediktsson frá Jarlsstöðum í Höfðahverfi.
Allar jarðirnar norður frá Svínárnesi voru í miklum
12 Heima er bezt