Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 27
en mér var ómögulegt að rífa mig upp úr þessum kalda klakahjúp, sem mér fannst umlykja mig. Eg kvaddi þá vini og kunningja, sem komnir voru, án þess að finna til nokkurs saknaðar. Mér var sama um allt. Höfuðið á mér var blýþungt. Og mér leið allri illa. Eflaust var ég að fá þessa slæmu flensu, sem var að ganga um héraðið. Bíllinn rann af stað, og við ókum upp úr þorpinu. Læknirinn setti miðstöðina á. „Það hlýnar fljótt,“ sagði hann og leit á mig. Ég svaraði engu, bara hnipraði mig saman í sætinu. Mér fannst hræðilega kalt. „Ertu lasin, þú ert svo föl og guggin?“ hélt hann áfram og lagði hönd sína á mína og þrýsti laust. Mig langaði til að sofna, bara sofa og gleyma öllu, svefninn var bezti vinurinn, sem ég átti. Ég lokaði aug- unum og hallaði höfðinu að sætisbakinu. Vélardynur- inn og rödd læknisins, sem raulaði lágt fyrir munni sér, höfðu svæfandi áhrif á mig. — Þá kom bíllinn allt í einu æðandi á móti mér. Ég hrópaði á hjálp, svo hvolfd- ist hann yfir mig með braki og brestum. Ég æpti, jafn- vel eftir að ég vissi, að þetta var bara martröð, og gróf andlitið niður að sætisbakinu. „Hvað dreymir þig, Sóley?“ spurði þessi róandi rödd, og svalandi hönd strauk rennvott ennið á mér. Læknirinn var svo einlægur og samúðarfullur, að stam- andi sagði ég honum frá skelfingunni, sem gripi mig, þegar bíllinn kæmi æðandi á móti mér eins og ófreskja, og ég stæði eins og negld niður og gæti mig ekki hreyft. Hann lofaði mér að skæla upp við öxlina á sér, og þegar því var lokið, náði hann í töflur og gaf mér, breiddi frakkann sinn yfir mig og ók af stað án þess að segja eitt einasta orð. Þegar þíllinn var kominn á næga ferð, svo hann gæti sldpt í þriðja gír, sleppti hann annarri hendi af stýrinu og tók um hendur mínar þétt og innilega. Mér fór að líða vel, og eftir örskamma stund umlukti mig hlýtt og mjúkt myrkur. Mér fannst ég heyra rödd mína tauta: „Hans, gamli góði Hans,“ en röddin var svo drafandi, að ég þekkti hana varla. Svo varð allt hljótt. II. Þegar ég vaknaði, tók það mig langan tíma að átta mig. Ég hafði dynjandi höfuðverk og var öll eldheit og hræðilega þyrst. Ég lá í rúmi í snotru herbergi. Hlýlegur grænn litur þess verkaði vel á mig. Gluggatjöldin, mjallahvít og stífuð, bærðust aðeins fyrir golunni inn um gluggann. Hver hafði borið mig hingað inn? Ég reyndi að ein- beita huganum, en gat ekkert munað. Sennilega hafði ég sofið svo fast af töflunum, að læknirinn hafði orðið að bera mig inn. Einhver drap létt á dyrnar og gekk inn, án þess að bíða eftir að ég svaraði. Gamli læknirinn bauð mér brosandi góðan daginn og bauð mig velkomna á heimili sitt. Hann var hávaxinn og magur. Sonur hans var mjög líkur honum, það sá ég nú. „Nú er komið hádegi, og okltur langar til, að þú komir niður og borðir með okkur, ef þú treystir þér til jress,“ sagði hann. Ég fór fram úr og tók þá eftir, að ég var í heljar- miklum náttkjól, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég fok- reiddist. Hafði þessi læknir notað tækifærið og afklætt mig líka! Það gekk feti of langt, fannst mér. Herbergið tók að snúast, og gólfið hallaðist ískyggi- lega. Ég greip í stól, en það var sama. Allt fór á fleygi- ferð. „Hvað er nú þetta!“ sagði Páll og greip mig um leið og ég datt. Ég vildi bara komast í rúmið, og þangað bar hann mig. Ég varð vör við, að sonur hans kom inn, og þeir tóku tal saman: „Hún borðar lítið sem ekkert og sefur sennilega illa. Sara var mjög áhyggjufull út af því, að hún hefði aldrei grátið, svo hún vissi til, síðan þetta kom fyrir.“ „Ekki er það gott,“ heyrði ég Pál tauta. En svo var Hans allt í einu kominn brosandi og kátur. Ég rétti hendurnar, en þá hvarf hann, og ég sá læknana tvo aft- ur. Hvað voru þeir alltaf að ræða um mig, ekki vissu þeir hvernig mér leið. Aftur var Hans kominn, og ég hrópaði hástöfum á hann. — Næstu dagar liðu, án þess ég yrði þeirra vör, nema hvað ég man óljóst eftir hvítklæddum manni, sem alltaf virtist standa við fótagaflinn á rúminu mínu. Ég sveif á gráu skýi og leið vel, á milli þess sem ég sökk ofan í dýpstu gjána, sem á leið minni varð, og þær voru stund- um óteljandi. Ég hrópaði á Hans, sem stóð á gjáarbarm- inum og skellihló. Ég var alltaf á ferðalagi alein. Eng- inn vildi slást í för með mér eða hjálpa mér á nokkurn hátt. í hvert sinn sem ég skynjaði manninn í hvíta sloppnum, greip ég dauðahaldi í hendur hans, sem alltaf voru til taks, og sefandi röddin talaði til mín í lágum hljóðum eitthvað, sem ég heyrði þó aldrei hvað var. Allt í einu rofaði til. Ég opnaði augun og leit í kringum mig. Mér leið eins og ég væri komin í hvíta- logn eftir æðisgengið ofviðri. Maðurinn í hvíta sloppn- um sat í stól við rúmið með hendurnar fyrir andlitinu, og olnbogana hvílandi á hnjánum. Hve oft átti ég ekki eftir seinna að sjá hann í þeim stellingum, þegar hann var þreyttur eða á einhvern hátt miður sín. Ég hreyfði mig ofurlítið, og hann leit upp. Augun voru rauð, og baugar neðan við þau. Hann greip gler- augun á borðinu og setti þau á sig. Síðan brosti hann ofurlítið stríðnislga til mín og sagði: „Jæja, góðan daginn, þetta er nú búinn að vera meiri svefninn í þér!“ Langir grannir fingur hans strukust gegnum hárið á mér. Svo stóð hann upp og gekk til dyra, ofurlítið reikull í spori. Eftir örstutta stund kom Páll inn. Hann horfði bros- andi á hitaspjaldið, sem hékk á fótagaflinum og sagði hressilega: „Þú fórst heldur illa með okkur, við vorum orðin Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.