Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 22
Geysir, efst í Biskupstungum.
ast sumar rifur og hveragangar, en aðrar gliðna í sund-
ur,“ segir Þorvaldur Thoroddsen í Islands lýsingu sinni.
Og enn segir hann: „Vötnin fá þá aðra framrás. Sumir
hverir hverfa þá, en aðrir nýir koma upp. Við alla mikla
jarðskjálfta á íslandi hafa breytingar orðið á hverum
og laugum. Hverirnir kringum Geysi hafa t. d. oft
breytzt."
Hveravatn kemur djúpt neðan úr iðrum jarðar og
var jafnvel áður haldið, að það ætti ekkert skylt við
yfirborðsvatn. Nú mun þó talið víst, að vatnið í venju-
legum hverum og laugum sé yfirborðsvatn, sem sigið
hafi niður í jörðina um sprungur og glufur í undir-
stöðuberginu, en orðið þar fyrir áhrifum af brennheit-
um lofttegundum, sem hita vatnið og valda uppstreymi
þess, ýmist sem gufu eða heitu vatni með mismunandi
hitastigi, t. d. allt frá 25 stiga heitu upp í 99 stiga við
yfirborðið. Lengra niður í jörðinni er hitastig vatnsins
langt yfir suðumark. Sézt það bezt, þegar djúpt er bor-
að eftir heitu vatni.
Enginn hefur mælt það feikna magn af gufu og heitu
vatni, sem streymir og gýs upp á yfirborð jarðar, ýmist
sem gos úr sjóðheitum hverum eða mismunandi heitt
vatn í uppsprettum, sem nefndar eru laugar.
Hitalindirnar eru dreifðar um mestallt ísland. Þær finn-
ast upp á öræfum, upp við rætur jökla, á víðlendum
heiðum, í dölum og á láglendi, út um eyjar og annes og
undir sjávarmáli. I Breiðafjarðareyjum eru víða heitar
uppsprettur, eins og t. d. í Drápsskeri við Hergilsey og
Oddbjarnarskeri. í Oddbjarnarskeri er hverinn undir
sjávarmáli og kemur aðeins upp um fjöru. Var hverinn
fyrr á árum aðalvatnsból vermanna, er þeir dvöldu þar
á vordögum. Urðu þeir að taka frá vatn og geyma í
ílátum yfir flóðið, ef þeir vildu ekki verða vatnslausir.
Þar sem hverir og mjög heitar laugar voru í byggð
nærri bæjum, voru stundum matvæh soðin í hvernum
og rúgbrauð bökuð í glóðheitum sandinum nálægt
honum. Þetta er ef til vill gert ennþá á einstöku stað.
Geysir í Haukadal, efst í Biskupstungum, er einn fræg-
asti hver jarðarinnar og þó eru sumir hverir, t. d. í
Yellowstone Park í Bandaríkjunum vatnsmeiri og kraft-
meiri en Geysir. Frægð Geysis er komin til af því, að
hann var fyrr þekktur í menningarlöndum, en hinir
miklu hverir, t. d. í Vesturálfu heims. Allir goshverir
jarðar eru því í nafni sínu kenndir við hinn íslenzka
konung goshveranna.
Enginn hefur mælt eða áætlað hvílíkt feikna magn
af gufu og heitu vatni streymir upp úr jarðvegi íslands
árlega, en margar einstakar hitalindir hafa verið mældar,
bæði vatnsmagn og hitastig. Vatnsmagnið er þá mælt í
sekúndulítrum. Mælt hve margir lítrar streyma upp á
einni sekúndu.
Árið 1789 mældi enskur jarðfræðingur, sir John Stan-
ley, vatnsmagn í Litla-Geysi í Ölfusi og taldi, að hann
gysi 2300 lítrum á mínútu. Ef þessu er breytt í sekúndu-
lítra þarf ekki annað en deila með 60 í þessa tölu og
Grýta — eða Grýla i Ölfusi. Hún gýs oft á dag.
18 Heima er bezt