Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 33
venja, að ekkjur gangi með vottorð upp á vasann um að þær séu ekkjur?“ „Sei-sei nei,“ svaraði hreppstjóri, „ekki, ef maður þeirra hefur dáið skikkanlega í rúmi sínu og verið jarð- aður eins og venja er til. Ef til dæmis að taka hann Páll hefði dáið hér í sókninni og séra Ingimundur hefði jarðað hann, þá myndi enginn hafa minnzt á neitt vottorð. En nú horfir málið öðruvísi við. Þess vegna er ég smeykur um, að svo kunni að fara, að séra Ingimundur sjái sér ekki fært að gefa ukkur saman, nema ef Margrét getur afhent honum dánarvott- orð....“ Gvendi var um megn að hlusta á þetta lengur. Hann var staðinn upp, kvaddi hreppstjóra og var farinn áður en yfirvaldinu vannst tími til að ljúka við setninguna. Gvendur var svo ruglaður, að hann var kominn af stað út að Efri-Völlum áður en hann áttaði sig á því, hvert hann var að fara. Sneri hann þá við sömu leið og þurfti nú að ríða aftur um hlaðið á Melum. Enda þótt lítil huggun væri í þessum mistökum, varð það þó til þess, að Gvendur kom þá heldur til sjálfs sín. Já, við illu hafði hann búizt, þegar Brynjólfur minnt- ist á það við hann að fara til hreppstjórans, en að fá öll þessi ósköp yfir sig ekki á lengri tíma, það hafði hann ekki órað fyrir. Fyrst nú það, að þurfa að borga alla hreppsskuldina hennar Möngu. Fyrst nú það, og aðallega það. Því hinu anzaði hann ekki: Að séra Ingi- mundur færi að spyrja um eitthvert vottorð! Bölvuð fari úr honum vitleysan alltaf, hreppstjóranum! Upp á öllu gat hann fundið. Það var þó lán í óláni, að hann var ekki prestur hér eða prófastur. Nei, svo var Guði fyrir að þakka, að hér var annar maður prófastur. — En að þurfa að borga alla þessa skuld! Hvað átti hann að gera? Selja alla geldingana og gemsana? Það yrði nóg með þessu litla, sem hann átti af spesíum, kannske? Já, hvað gat það nú gert mikið? Hann var búinn að gleyma því, sem hann var að reikna og telja saman hjá hreppstjóranum áðan. Nú hóf hann á ný að virða eig- ur sínar í spesíum. Það var farið að minnka þetta sem hann átti í peningum. Hann hafði þurft að taka af því upp á síðkastið. Hann hafði ekki vilja knífa neitt með- lagið til Brynjólfs og það borgaði hann í reiðu fé. Ekki var fjáreignin of mikil fyrir mann, sem ætlaði að fara að búa. Svo hafði náttúrlega bæjarbyggingin kostað nokkra skildinga, þótt hún þætti ekki merkileg, kannske. Eitthvað lítilsháttar hafði hann reitt í Möngu, ekki varð hjá því komizt. Allt þetta dró sig saman. Eitthvað þurfti hann svo að kaupa til búsins, botél og fleira. Þá kostaði það skildinginn. Og svo var það veizl- an. Eitthvað myndi hún kosta! — Gvendur var farinn að svitna, og var þó ekki talinn svitagjarn. Það var langt frá því, að hann væri búinn að jafna sig, er hann reið í hlað á Laugum. Hvað um það, nú skyldi talað við séra Ingimund; til einskis var að draga það. Hann gerði boð fyrir prófastinn. Hann var þá stadd- ur í stofu og var Gvendi vísað þangað. Um leið og Gvendur gekk þangað inn, rifjuðust upp fyrir honum gamlar og rniður ljúfar endurminningar. Stuðluðu þær sízt að því að gera hann bjartsýnan eða létta honum í skapi. Séra Ingimundur tók á móti komumanni brosandi og bauð honum að fá sér sæti. Sátu svo báðir nokkra stund þegjandi, Gvendur horfði í gaupnir sér, en pró- fastur starfi á þennan fyrrverandi vinnumann sinn og reyndi að lesa úr andliti hans, hvað nú væri á seyði, því það duldist engum, að það var eitthvað. Það var séra Ingimundur, sem rauf þögnina. „Eitthvað mun yður vera á höndum, Guðmundur minn,“ sagði hann góðlátlega. Guðmundur kipptist við. Séra Ingimundur var eini maðurinn, sem kallaði Gvend fullu nafni, svo það lá við, að Gvendi fyndist eitthvað annarlegt við það, að vera kallaður Guðmundur. Lá nú við, að hann yrði enn þá ruglaðri en hann var fyrir. Hann leit á prófast og sagði: „Erindið var að biðja prófastinn að lýsa ....“ Séra Ingimundur hélt áfram að brosa. „Ætlið þér kannske að fara að láta gifta yður?“ sagði hann. Svo spurði hann, eins og hreppstjórinn áður, hvert konu- efnið væri. Gvendur sagði sem var. Þá hætti séra Ingi- mundur að brosa og sat þegjandi um hríð. Svo sagði hann: „Ég gaf þau saman fyrir nokkrum árum, hana og hann Pál hérna, sem hjá mér var. Er hún búin að missa Pál?“ „Já,“ sagði Gvendur. „Úr hverju skyldi hann hafa andazt?“ sagði pró- fastur. „Úr hverju andazt?“ át Gvendur eftir. „Ég — ég veit það ekki. Hann hljóp frá henni Möngu. Þetta var aldrei neinn maður.“ „En er hann þá áreiðanlega dáinn?“ spurði séra Ingi- mundur. „Hefur Margrét vissu sína fyrir því?“ „Já,“ sagði Gvendur, „hann er áreiðanlega dauður. Ekki í eitt skipti hefur hún Manga minnzt á það einu orði, að það geti skeð að hann Palli sé lifandi. Okkur hefur ekki einu sinni dottið slíkt í hug.“ í sannleika sagt höfðu bæði forðast að minnast á Pál. Það var eins og þegjandi samkomulag þeirra á milli. Ef ekki varð hjá því komist að minnast á Pál, þá kölluðu þau hann aldrei með nafni, heldur aðeins hann. Gvend- ur hafði ekki nefnt nafn hans upphátt í háa tíð fyrr en nú, þennan eftirminnilega dag. Þau kölluðu ekki einu sinni litlu strákana Pála, eins og þeir hétu, annar eftir afa sínum, hinn eftir — eða í höfuðið á föður sínum. Sín á milli kölluðu þau þá alltaf litla Páa og stóra Páa, einskonar gælunafni, sem þau bjuggu til sjálf. „Vitið þér,“ tók nú prófastur aftur til máls, „vitið þér, hvort Margréti hefur verið tilkynnt lát hans, segj- um formlega?“ Nei, Gvendur vissi það ekki. Ef svo er ekki,“ hélt séra Ingimundur áfram, „þá býst ég við, að ég verði neyddur til að leita mér nánari upp- Iýsinga.“ Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.