Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 14
brennisteinshverimir við Krísuvík, en þó umfram allt
Krísuvíkurbjarg, fuglabjargið, sem morar af lunda, fýl,
langvíu, skörfum og fleiri fuglum. Einkum þóttu mér
lundarnir ánægjulegir, en sennilega er það vegna hinna
merkilegu svipbrigða þeirra. Eins og flest hraun í hin-
um votviðrasamari sveitum landsins, er Krísuvíkur-
hraun algróið þykkri mosabreiðu, og þótti mér það
furðuleg sjón og þá ekki síður að ganga í mosanum.
Gróðurhúsin í Hveragerði eru merkilegt dæmi þess,
hversu menn geta hagnýtt sér jarðhitann. Og hver
skyldi trúa því, að hann mundi fyrir hitta bananaplönt-
ur og vínviði hlaðna þungum berjaklösum, hér norður
á íslandi.
En þó að mér þætti mikið koma til Suðurlands og
náttúrufegurðar þess, náði hrifning mín þó fyrst há-
marki, er ég kom til Norðurlandsins. Ég dvaldist á Ak-
ureyri og nágrenni og fór til Mývatns í hinum ágætasta
félagsskap. Og síðan ég kom heim er mér það sífellt
ánægjuefni að horfa á kortið yfir þenna landshluta og
rifja upp staði og atburði, og allt sem ég sá og heyrði.
Athafnabærinn Akureyri, jökulrispurnar á klöppunum
rétt utan við bæinn, gamli verzlunarstaðurinn að Gás-'
um, þar sem enn sjást húsatóttir frá Söguöldinni, en um-
hverfis þær einkennilegt landslag með sandrifjum, lón-
um og leirum, vöxnum sérkennilegum gróðri, torfvegg-
irnir í heyhlöðunni á Hlöðum og síðast en ekki sízt út-
sýnið yfir Eyjafjörð bæði úr austri og vestri, heimilið
á Tjörn í Svarfaðardal, Dalvík, Vaglaskógur, Ljósa-
vatn, allt svífur þetta fyrir hugskotssjónum mínum eins
og kvikmynd á tjaldi.
Mývatn og sveitin umhverfis vatnið er þó eitt hið
allra fegursta, sem ég hef séð ekki einungis á lslandi,
heldur hvar sem ég hef lagt leiðir mínar. Ég dvaldist
þar vikutíma og fór allvíða um, eftir því sem komizt
varð á „hestum postulanna“. Eitt síðasta kvöldið, sem
ég var þar gekk ég upp í Hlíðarhæðir. Þar sat ég um
hríð í skjóli birkikjarrsins og naut útsýnis yfir vatnið
og hinar ótölulegu eyjar þess, en umhverfis lykur fjalla-
hringurinn, furðutindar eins og Vindbelgur og Hlíðar-
fjall, Námafjall grágult á litinn, stapafjöllin, Búrfell,
Bláfjall og Sellandafjall og síðast hið furðulega Hver-
fjall. Hvar í heimi ætli að menn fái notið svo stórkost-
legs útsýnis?
Höfuðviðburður ferðalagsins var þó tveggja daga
ferð til Öskju í hópi 40 íslendinga, og með hinni ágæt-
ustu leiðsögn. Flokkurinn fór frá Akureyri, en ég slóst
í hópinn í Reykjahlíð við Mývatn. Leiðin lá um Náma-
skarð, með hvæsandi gufuhverum og brennisteini. Síð-
an liggur leiðin um auðnir og öræfi, þakin hraunum og
sundurtætt af gjám, með gígaröðum hingað og þangað.
Gist var í tvær nætur í sæluhúsi við rætur hinnar fögru
fjalladrottningar, Herðubreiðar. Mér er fullljóst, að
margir hafa þegar lýst leiðinni upp í Öskju með
hrauninu, sem enn var heitt og sendi upp reykjarstróka
á ýmsum stöðum. En hins mun ekki getið hvílíka ein-
dæma vinsæmd allt ferðafólkið sýndi mér, dönskum
manni, sem af hendingu slóst í för með því. Ég fann til
þessarar hlýju stundarkorni eftir að ég kom upp í bíl-
inn. Þar var sungið að íslenzkri venju. Fyrst nokkrir ís-
lenzkir söngvar, en svo kvað allt í einu við: „Det var en
lördag aften“, „Flyv fugl, flyv“, „Dengang jeg drog af
sted“, og fjölmargir aðrir gamalkunnir, danskir söngv-
ar. Og það var ekki nóg með að menn syngju fyrstu
vísurnar, nei, þeir virtust kunna kvæðin til enda og
sungu af hjartans lyst. Ég tók þetta sem einskonar vel-
komanda kveðju til mín, enda var það svo.
Á leiðinni upp í Öskju fannst mér mikið til koma,
hvílíkan þrótt og þol bæði konur og karlar sýndu. Ekki
var að sjá að nokkur þreytumerki á fólkinu, og allir
voru í góðu skapi, vingjarnlegir og hjálpsamir, svo að
ég hef aldrei kynnzt slíku samferðafólki. Síðasta spöl-
inn upp að Víti skall á okkur ofsarok. Ég átti satt að
segja fullt í fangi með að brjótast gegn veðrinu og var
að dragast aftur úr hópnum. En þá kemur allt í einu
ungur gamansamur náungi frá Akureyri og tekur í
aðra hönd mér, og ljómandi falleg hjúkrunarkona í
hina, og þá var ekki að sökum að spyrja, með aðstoð
þeirra gekk allt greiðlega, og við náðum aðalhópnum
innan skamms.
Ég hef gert það með vilja, að nefna engin nöfn í þess-
ari stuttu grein. Það eru svo margir íslendingar, sem ég
stend í þakkarskuld við fyrir gestrisni þeirra og vin-
semd. En ef einhver þeirra, sem ég kynntist meira eða
minna les þessar línur, þá flytja þær honum mínar hjart-
anlegustu kveðjur.
Höfundur greinar þessarar, Thöger Aastrup, er yfirkenn-
ari við menntaskóla í Aarhus, náttúrufræðingur að mennt.
Greinina sendi hann mér í bréfi, með ósk um að henni yrði
komið á prent sem kveðjusendingu til þeirra, er hann hitti í
ferðalaginu. Var mér það ljúft verk að snara þessari hlýlegu
grein á íslenzku og láta Heima er bezt flytja hana. St. Std.
BRÉFASKIPTI
Kamilla Axelsdóttir, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 19—27 ára.
Olga Axelsdóttir, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—20 ára.
Fríða Guðjónsdóttir, Kjörvogi, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára.
Kristín Guðjónsdóttir, Kjörvogi, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára.
Birna Torfadóttir, Stórhól, Víðidal, pr. Hvammstanga, V.-
Hún., óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 10—12
ára.
Þórhallur Aðalsteinsson, Höfðavegi 5, Húsavík, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Bjarney Njálsdóttir, Hringbraut 11, Húsavík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára.
Áslaug Elsa Björnsdóttir, Hringbraut 7, Húsavík, óskar eft-
ir bréfaskiptum við stúlku eða pilt á aldrinum 17—18 ára.
Kristin Þórarinsdótiir, Hnausum, A.-Hún., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—19 ára. Mynd
fylgi.
Björn Magnússon, Hnausum, A.-Hún., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15 ára. Mynd fylgi.
10 Heima er bezt