Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 36
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Pierre Rousseau: Framtíð manns og heims. Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið. Eins og nafnið bendir til er það ekkert smáræðisviðfangsefni, sem höfundur tekst á hendur að skýra frá í bók þessari. En um leið og hugað er að framtíðinni, verður hann að hverfa óralangt aftur í tímann, því að á þróun hins liðna hvílir á framtíðin. Þetta er mjög menntandi bók. Hún skýrir frá fjölda staðreynda, sem hver nútímamaður á að bera kennsl á, og höf. leitast við á rök- vísan hátt að spá fram í tímann, hver örlög bíði okkar gömlu jarð- ar og mannkynsins. Og í sannleika sagt, er framtíðarspá hans eng- an veginn glæsileg og fjarri allri óskhyggju. Hann bendir og á þá alvarlegu hættu, sem fólgin er í því, með hve miklu gáleysi vér menn umgöngumst náttúruna og eyðum verðmætum hennar og gröfum um leið vora eigin gröf. Höfundur setur mál sitt fram á ljósan hátt, og styður kenningar sínar föstum rökum, sem erfitt er fyrir oss fákæna leikmenn að andmæla. En vér skulum samt mintt- ast þess, að forspám vísindamanna getur skeikað, þótt snjallir séu. Og þó að vér kunnum að draga sumar kenningar höfundar í efa, og að þær séu bölsýnar og þrungnar efnishyggju, haggar það ekki þeirri staðreynd, að hér er merkileg bók, sem vekur mann til um- hugsunar og knýr fram ótal spurningar, sem krefjast svars. Slíkt eru góðar bækur og menntandi. Dr. Broddi Jóhannesson hefur þýtt bókina á létt og lifandi mál, og er það þrekvirki. Kristján Eldjám: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962. Menningarsjóður. 1 byrjun þessa árs verður Þjóðminjasafn vort 100 ára. í tilefni þess er bók þessi tekin saman og gefin út. Höfundur rekur þar í inngangi sögu safnsins á óvenju skýran og gagnorðan hátt, og gef- ur um leið yfirlit um það. Síðan lýsir hann hundrað munum úr safninu og fylgir hverjum mynd. Slíkum lýsingum hættir oft til að verða þurrum og engan veginn skemmtilestur, en í höndum Kristjáns Eldjárns fá hlutirnir líf og liti. Það er sama við hverju hann snertir, hvort það er fornmanns kuml, kirkjugripur, tré- skurður, útsaumur, söðulreiði eða hvað sem er, allt verður það máli og lífi gætt í höndum hans. Og þegar svo ágætar myndir eru af hverjum hlut, verður bókin í senn skemmtun og fróðleikur. Og hafi einhver efast um það, hvílíka fjársjóði Þjóðminjasafn vort geymir, þá getur hann það ekki lengur. Ytri búnaður bókarinnar er með þeim ágætum að fátítt er hér á landi, og er harm vitnis- burður þess, hvert vér getum komizt í bókagerð, ef vilji er fyrir hendi. Stanley Melax: Gunnar helmingur. Akureyri 1962. Bókaforlag Odds Björnssonar. Eftir langa þögn lætur nú síra Stanley Melax nýja skáldsögu frá sér fara, og kemur hann þar fram líkari ungum rithöfundi en rosknum presti. Má segja að í sögu þessari sameini höf. frískleika æskunnar og reynslu hins roskna manns. Sagan er fjörlega skrifuð, stíll höfundar er í senn sérkennilegur, svipmikill og skemmtilegur. Margar persónurnar eru skírt dregnar, og þótt sumt í atburðarás- inni sé með nokkrum ólíkindum, mun það flest hafa getað staðizt á þeim tíma, sem sagan gerist. Og víst er að engum leiðist meðan hann les sögu Gunnars helmings, og höfundi mun óhætt að halda áfram sagnasmíð, ef hann á fleira í fórum sínum jafngott og þessa siigu. Hnattferð í mynd og máli. Akureyri 1962. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Þetta er í senn sérkennileg og skemmtileg landafræði. Höfund- urinn fer með lesandann um flest lönd jarðar. í stuttorðum lýs- ingum eru dregnar upp myndir þess, sem mest einkennir hvert land, og þótt lýsingar séu stuttar eru þær hvarvetna skýrar og lif- andi, flytja þær furðumikinn aðgengilegan fróðleik í stuttu máli, og einmitt um það sem máli skiptir. En þó er meira vert um myndirnar. Alls eru þar 47 heilsíðumyndir í litum, hver annarri fegurri, og yfir 200 aðrar myndir, sem allar eru hinar ágætustu og segja ekki síður mikla sögu en lesmálið. Myndirnar eru gerðar í Þýzkalandi, en annars er bókin prentuð í Prentverki Odds Björns- sonar, og er öll bókin hin fegursta að frágangi. Síra Björn O. Björnsson hefur þýtt textann og samið sums staðar og lagað fyrir islenzka lesendur, og hefur það vel tekizt og er þó ekkert áhlaupa- verk að hnitmiða þýðinguna eins og nauðsyn krafði vegna mynd- anna. Bók þessi er í senn fróðleg og augnayndi. Því gleymi ég aldrei. Akureyri 1962. Kvöldvökuútgáfan. Síðastliðinn vetur efndi Ríkisútvarpið til verðlaunakeppni um frásagnir af minnisstæðum atburðum. Mun sú keppni hafa gefið tilefni til þessarar bókar, sem flytur 21 minningaþátt. Af þeim eru fimm úr verðlaunasamkeppni útvarpsins. Er það skemmst að segja, að allir eru þættimir hinir læsilegustu og sumir með ágæt- um. Gaman er að athuga hvað það er, sem höfundunum verður minnisstæðast. Flestir munu festa sig við háskasamlega atburði á ferðalögum á sjó og landi. Sumir eru tengdir við dularfullar aðvar- anir eða leiðbeiningar. En annars er efnið furðu fjölbreytilegt, og raunar engir tveir þættir líkir, þótt oft sé um svipaða lífsreynslu að ræða, en höfundarnir líta á viðburðina hver með sínum augutn og gæða frásögnina persónuleika sínum. Og ekki verður sagt að nokkur höfundanna falli í þá freistni að vefja of miklu utan um atburðina sjálfa. Sérkennilegur og svipmikill er þáttur Davíðs Stefánssonar um Frostaveturinn 1918. En einstökum atburðum þykja mér þeir lýsa bezt Kristján Jónsson og Jochum Eggertsson, en annars er erfitt að gera upp milli einstakra þátta. Sú mun ætlunin að halda safni þessu áfram, og er það vel farið. Þorbjöm Bjömsson frá Geitaskarði: Að kvöldi. Reykjavík 1962. Isafoldarprentsmiðja. í bók þessa er safnað saman minningaþáttum, hugleiðingum um daginn og veginn og dómum um rit og bækur o. fl. Þorbjörn er stílisti. Frásögn hans er myndrík og orðaval gott, og hann er ómyrkur í máli, hvort sem honum líkar betur eða verr. Þess vegna lesa menn bók hans sér til ánægju. Bezt tekst honum, er hann lýsir samskiptum sínum við dýrin, þar verður svo mikil og ynni- leg hlýja í frásögninni. Höfundi verður alltíðrætt um aldur sinn. En þótt árin séu tekið að fjölga er enginn ellibragur á frásögn eða hugsun. St. Std. 32 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.