Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 39
136. Allt í einu dettur mér í hug, að
Mikki var líka að krafsa á dálítið öðrum
stað, rétt utan við skútann, sem ég opn-
aði! Nú man ég þetta greinilega! En ef
þarna væri nú annar felustaður ....
139. Hvað á nú til bragðs að taka? Hér
þarf að bregðast snöggt við, áður en
Flökku-Jói kemur til skjalanna og getur
leitað um allan hólmann .... Eg laurn-
ast gætilega umhverfis tjörnina. Mér hef-
ur dottið í hug, að synda út í hólmann!
142. Ég þríf hakann, sem enn liggur á
sama stað, og fer að grafa á blettinum,
þar sem Mikki hafði verið að krafsa. Og
ekki líður á löngu, áður en ég heyri, að
ég kem niður á eitthvað hart .... Hjart-
að berst ákaft í brjósti mér.
137. Jæja, nú dugir ekki að hika: Ég
verð að snúa við og athuga þetta, hvort
Mikki hefur raunverulega fundið annan
stað. Þegar ég kem aftur að „Steinun-
um“, skipa ég Mikka að steinþegja.
140. Þegar ég hef smeygt mér úr fötun-
um, smokrum við Mikki okkur ofan í
vatnið. Þetta er háskalegt uppátæki! . ..
Til þess að varast að sökkva of djúpt í
leðjuna, ýti ég allstórum trékubb með
mér til þess að fleyta mér á.
143. Hvað skyldi nú þetta vera? Dálít-
ill málmkassi! Ég opna lokið, og niðri í
hylkinu er lítið skrín .... Ég opna það
og sé þá, að það er troðfullt af stórum
peningaseðlum! .... Ég er þá búinn að
finna fjársjóðinn hans Borgs gamla!
138. Ég laumast fram að vatnsbakkan-
um og gægist eftir trjástofninum, sem
liggur út í hólmann. Stofninn liggur
kyrr þarna, en á honum stendur kump-
áni Flökku-Jóa á verði.
141. Þetta heppnast allt ágætlega. Án
þess að varðmaðurinn verði þess var,
komumst við heilir á húfi yfir í hólm-
ann. Aftur skipa ég Mikka að halda sig
þegjandi í skefjum, og síðan læðist ég
áleiðis til skútans.
144. Allt í einu fer Mikki að gelta
grimmilega. Ég lít upp úr skríninu og
hrekk við. Rétt fyrir framan mig rís
ægileg mannskepna upp. Varðmaðurinn!
Hann er þá búinn að hafa upp á okkur!
En hefur samt ekki náð okkur enn!