Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 9
IJtsýn frá vesturbrún Utanfljótsheiða yfir norðurhluta Mýrdalssands til jökulsins. Ljósm.: Stefán Nikulásson. árin hafa gömlu hjónin verið í skjóli sonarsonar — eins af fósturbörnunum —, er tekið hefur við búi þeirra. Yngsti sonurinn fékk hins vegar hálfa Flögu til nýbýlis, og á bæ að gamla hlaðinu, en börn beggja eru hinum öldnu hjónum til yndis í ellinni. Oll hafa þau, börn Vig- fúsar og Sigríðar, staðfest ráð sitt og eignast börn, og sum einnig barnabörn, sem öll hugsa ástúðlega til gömlu Flögu-hjön með yngsta barn sitt. hjónanna á Flögu og heimsækja þau hvenær sem færi gefst. Vigfús á Flögu hefur alla tíð verið mesta karlmenni, þótt hinir miklu líkamsburðir hans séu nú auðvitað farnir veg allrar veraldar, enda hefur hann, á efri ár- um, hlotið hvert líkamsáfallið af öðru, af veikindum og meiðslum, en allt af rétt sig aftur svo, að furðu gegnir. Glæsimenni var hann lengi fram eftir aldri, og enn er hann tilkomumikill. Stilling hans er áreiðanlega með fá- dæmum, og prúðmennska hans og háttvísi hafa jafnan vakið athygli. Vigfús er með stærri mönnum vexti og vel á sig kominn, virðulegur en látlaus í framgöngu, léttur og hlýr á svip að jafnaði, en stundum líkt og dá- lítið fjarlægur; augun blá og stór, snör og furðu fögur — en gat þó gert þau líkt og í gaddfreðinni ýsu væru! Mín skoðun hefur verið sú, að stærð Vigfúsar væri slík, að helzt minnti á flókið samsettan miðaldakóng, en þeir sem þekkja hann bezt fullyrða, að hann sé bara einfalt samsett íslenzkt þrekmenni — að vísu beztur smælingj- um; unglingarnir dýrkuðu hann, er hann var í blóma lífsins. Flann var djarfur, jafnt til orðs og athafna, en um leið gætinn og hygginn; orðvar og fáorður, hvers- dagslega, víðsýnn og vægur í dómum. Hins vegar átti hann það til, að vera meinstríðinn, hverjum sem var en helzt þeim er litu sjálfir stórt á sig, — þegar hann var Heima er bezt 5

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.