Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 23
Borhola i Reykjadal í Hveragerði.
kemur þá í ljós, að vatnsmagnið er rúmlega 38 sekúndu-
lítrar, þ. e. að á hverri sekúndu spýtir hverinn um 38
lítrum upp á yfirborðið. Þetta heita vatn dygði vafa-
laust til að hita upp allstórt kauptún.
Eins og öllum er kunnugt býr mikill hluti Reykjavík-
ur við hitaveitu. — í stórum dráttum er það þannig, að
heitt vatn úr uppsprettum uppi í Mosfellssveit, blandað
enn heitara vatni úr borholum í Reykjavík, rennur um
borgina í þar til gerðum leiðslum og inn í hvert hús á
því svæði, sem hitaveitan nær til. Heita vatnið rennur
síðan út í frárennsliskerfi borgarinnar og út í hafið. —
Þannig var hitakerfið lagt á fyrstu árum hitaveitunnar,
en hin síðari ár er aðferðin önnur. 1 nýlagðri hitaveitu
í Hlíðarhverfinu og Teigunum, fer vatnið hringrás og
er hitað upp á leið sinni, annað hvort með sjóðheitu
vatni úr nýjum borholum í Reykjavík, eða frá Topp-
stöðinni. En Toppstöðin er geysimikil kyndistöð, þar
sem hitaveituvatnið er hitað, ef það gerist of kalt.
Hitalagnirnar um Reykjavík eru geysilega langar, ef
við hugsum okkur þær tengdar í eina lengju. Ekki vil
ég fullyrða að þær nái til tunglsins, þótt mörgum finn-
ist nú sú leið aðeins stuttur spölur. Vafalaust væri hægt
að reikna út, hve margir kílómetrar hitakerfið er nú
orðið, en það liggur eins og net um mestalla borgina,
en þær tölur hef ég ekki við höndina. En eitt get ég
sagt, samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum hita-
veitunnar, að í vetur, þegar kalt er í veðri notar Reykja-
víkurborg á sjötta hundrað sekúndulítra. Það þyrfti
mikla olíu eða mikil kol, til að hita allt það vatnsmagn
upp í sama hitastig. Sparast þarna mikið fé við minnk-
andi innflutning olíu og kola.
Fyrir nokkrum árum fór ég allvíða um Svíþjóð, og
þar á meðal um Norður-Svíþjóð, alla leið til Lapplands.
I einum heimavistarskóla þar, lenti ég í smá-samkvæmi.
Var þar fólk á öllum aldri úr skólanum og nágrenninu.
Þar var meðal annars rætt um hitaveituna í Reykjavík.
Eg held að allar húsfreyjurnar í þessu samkvæmi hafi
haldið að ég væri að raupa, — væri eins konar Vel-Iýgni-
Bjarni, þegar ég sagði, að í Reykjavík rynni heitt vatn
inn í húsin á hitaveitusvæðinu, fyllti þar alla ofna og
hitaði húsið og streymdi svo áfram út í frárennslis-
leiðslur, sem leiddu vatnið út í hafið. Ég held að þessar
ágætu frúr hefðu talið sig hólpnar, ef þær hefðu getað
náð þessu vatni, sem rann í Reykjavík út í götuleiðsl-
urnar, inn á sína miðstöðvarofna, því að veturinn er
kaldur og húsin hitafrek í Norður-Svíþjóð.
Nær því í hverjum barnaskóla, sem ég heimsótti, vissu
elztu krakkarnir eitthvað um ísland. Þau þekktu Heklu
og Geysi, og vissu eitthvað um togaraútgerð og síld-
veiðar, en mesta undrið var hitaveitan í Reykjavík. Eg
held að þessi ágætu ungmenni í Svíþjóð hafi öfundað
jafnaldra sína í Reykjavík og aðra íslenzka unglinga,
sem bjuggu við hitaveitu.
Ég sagði fyrr í þessum þætti, að ísland væri fátækt að
auðugum námum og olíulindum, en ef við lítum á þau
feikna auðæfi, sem falin eru í hitalindum víðs vegar um
Borhola i Reykjadal i Hveragerði.
Heima er bezt 19