Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 13
THOGER AASTRUP:
Draumurinn um Island rætist
r
Island var draumaheimur minn, þegar í bernsku minni
á Vestur-Jótlandi, og ein af heitustu óskum mínum
í þá daga, var að komast þangað. Mér þótti allt, sem
við lærðum um Island í skólanum, furðulega merki-
legt, bæði landið sjálft, náttúra þess og þjóðin, sem
byggði það. Faðir minn var kaupmaður, og við áttum
heima lítinn, gráan, íslenzkan hest, sem Leifur hét. Hann
var notaður jöfnum höndum til skemmtiaksturs og að
aka heim vörum frá járnbrautarstöðinni. Þá voru bílarnir
naumast komnir til Danmerkur. Leifur var indæl skepna.
Hann var dálítið þrár, eða ættum við ekki heldur að
kalla það viljastyrk. Hann var fæddur úti á íslandi, og
var markaður á báðum eyrum. Ég hirti Leif í 3 ár, frá
1919—1922, eða þangað til ég fór að heiman í mennta-
skólann í Rípum. En mörg ár eftir það naut ég ánægj-
unnar af honum, þegar ég var heima í skólafríum.
Þegar ég á drengjaárum mínum reið á Leifi, og hafði
á höfðinu matrósahúfu, sem Hekla stóð á, lét ég mig
oft dreyma, að nú væri ég kominn til íslands, og fram
undan mér risu eldfjöll og jöklar eða hraunaflákar og
sjóðandi hverir væru á næsta leiti.
Það var ekki nema eðlilegt, að áhugi minn á íslandi
ykist á háskólaárum mínum, þar sem námsgreinar mín-
ar voru landafræði og náttúrufræði, og auk þess voru
tveir íslendingar í hópi skólabræðra minna góðvinir
mínir. Ég var ekki laus við öfund, þegar ég las um það
1930, að stór hópur danskra stúdenta fór til íslands, til
þess að taka þátt í þúsundára hátíð Alþingis, en þá hafði
ég ekki ástæður til að takast þá ferð á hendur.
En sumarið 1962 rættist loks bernskudraumur minn.
En þá hlaut ég ferðastyrk til námsferðar til íslands og
dvaldist þar frá 24. júní til 11. júlí. Það sem mig einkum
fýsti að skoða var jarðfræði landsins og þær minjar um
hamfarir náttúruaflanna, sem skráðar eru í jarðlög þess,
en mig fýsti einnig að skoða dýr og plöntur og síðast
en ekki sízt langaði mig til að kynnast fólkinu, lífi þess
og viðhorfum. Og hvílíkt ævintýri — stórbrotið og
ógleymanlegt.
Hér heima í Danmörku er allt land ræktað að kalla
má. Naumast verður sagt, að hér verði náttúran fundin
hrein og ósnortin nokkurs staðar. Jafnvel skógar og
sandhólar bera merki um mannlegar aðgerðir. Oss verð-
ur skiljanlegt að íslendingar, sem hér dveljast langdvöl-
um, þjáist af heimþrá og henni oft næstum ólæknandi.
Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að lýsa náttúru ís-
lands til hlítar, til þess er tunga mín of snauð í saman-
burði við þá orðgnótt, sem flestum íslendingum liggur
á tungu um það viðfangsefni. En ég vil reyna að draga
fram nokkur atriði úr náttúru landsins, sem einkum
orkuðu á huga minn.
Fyrsta ferð mín út fyrir Reykjavík var til Þingvalla.
Almannagjá, Vatnið og Vellirnir eiga enga sína líka í
fegurð. Veðrið var dásamlegt, og ég fékk notið um-
hverfisins næstum því í einveru, því að þar var enn fátt
um ferðamenn. Flið auðuga fuglalíf á Islandi var mér
alla ferðina ríkuleg uppspretta ánægju og fróðleiks. En
þegar á fyrsta degi ferðarinnar veitti ég því athygli,
hversu gæfir fuglarnir voru. Orsökin getur naumast
verið önnur en sú, að fuglarnir hafa fundið það, að
einskis ills er að vænta af mönnunum.
Af fossunum á íslandi held ég Skógafoss sé fegurst-
ur. Ég gat naumlega slitið mig frá honum, og enn sé
ég hann fyrir mér. En hann hreif mig þó miklu fremur
með yndisþokka sínum en afli. Efst uppi í klettunum
við fossinn lágu fýlar á eggjum en aðrir svifu með
fögrum vængjaburði yfir fossinum. Neðar eru klett-
arnir sívotir af fossúðanum, og þar er gróðurinn, fagur-
grænn skreyttur blómstrandi sóleyjum, en á sandauðn-
inni fyrir neðan fossinn spígsporuðu tjaldar. Og ég sá
einnig „brúðarslæðuna“ yfir fossinum, þennan dásam-
lega leik allra regnbogans lita, sem kemur fram, þegar
sólargeislarnir brotna í úða fossins.
Þegar ég fór yfir hið víðáttumikla sléttlendi Suður-
lands, sem að verulegu leyti er myndað af framburði
jökulsánna, stóð myndun heiðasléttunnar józku á Jök-
ultímanum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Þá
var ég ekki síður minntur á fsöld Danmerkur, og hvern-
ig danskt landslag hefur mótazt, er ég stóð við Sól-
heimajökul og virti fyrir mér hinn mikla skriðjökul,
sem er svartur af jökulaur, og umkringdur af jökulurð-
um. Smáatvik frá því, er ég skoðaði mig um þar í jök-
ulöldunum, verður mér minnisstætt. Tveir kjóar réð-
ust þar að mér, sennilega hef ég verið kominn nær
hreiðri þeirra en góðu hófi gegndi, þótt ég ekki gæti
fundið það. En áleitnari fugla hef ég aldrei fyrir hitt,
og hef ég þó oft átt í höggi við kríurnar heima á strönd
Jótlands.
Þá er Reykjanesskaginn ekki síður ævintýralegur. Frá
ferð minni þangað er mér margt minnisstætt, en ekkert
þó fremur en Kleifarvatn, sem virðist lífvana með öllu,
Heima er bezt 9