Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 35
hvolpur, sem Brynjólfur hafði gefið honum. Hafði tík- in á Bökkunum verið svo hugulsöm að gjóta einmitt upp úr því, að Gvendur ákvað að staðfesta ráð sitt. Þótti Gvendi nú bera vel í veiði og sagði sem svo við hús- bóndann, að sér væri hin mesta nauðsyn að eignast hund. Jú, Brynjólfur gat ekki mótmælt því. Gaf hann Gvendi leyfi til að velja úr þann hvolpinn, er honum litist bezt á. Gerði Gvendur það. Dafnaði hvolpurinn vel og var hinn sperrtasti og kærði sig kollóttan, þótt eigandi hans væri ekki talinn meðal mestu virðingarmanna hrepps- ins. Enda fannst Gvendi svo mikið til hvolpsins koma, að hann gaf honum nafn og kallaði hann Signor. Gegndi hann því nafni æ síðan. Nú brá svo við, að þótt hvolpurinn væri annars elsk- ur að Gvendi, þá vildi hann ekki tolla sem bezt í kot- inu eftir flutningana. Vildi hann sækja á fornar slóðir, sem von var, en engu að síður var það bagalegt fyrir Gvend. Vildi hann venja hvolpinn sem fyrst við smala- mennsku, en þegar til átti að taka, var hann allur á bak og burt, alveg sama, hvað Gvendur rembdist við að kalla, ekki kom hvolpkvikindið, anzaði ekki einu sinni. Svo að Gvendur mátti hlaupa á stað, annað hvort hvolp- laus til ánna, eða þá að elta hvolpinn eitthvað út í buslc- ann. Og var þetta enn ein ástæðan fyrir því, að Gvend- ur var tíður gestur á Bökkunum fyrst eftir að hann flutti. ^ Það var galli á kvígunni, að hún mjólkaði heldur lít- ið. Þetta var bölvuð óhemja, toldi ekki heima, setti upp rassinn eins og tryppi og var komin upp að Bökkunum um leið og búið var að strepta hana — til kúnna þar. Þangað þurfti maður að sækja hana á hverju kvöldi. Það var eins og þetta væru samantekin ráð hjá hvolpinum og kvígunni. Það var eins og þau vildu gera þá kröfu að mega umgangast sína líka á Bökkunum, lílct og roll- urnar hans Gvendar, sem runnu alltaf saman við kví- æmar þar. En þetta stóð allt til bóta. Kvígan myndi spekjast með aldrinum, og svo gæti eldri Páinn sótt hana, já, lík- lega helzt bara næsta ár, heldurðu það ekki, Manga? Jú, Manga bjóst við því, að minnsta kosti, ef hún Illa-Kelda væri ekki. Manga var satt að segja alltaf með lífið í lúkunum, vegna þess að hún bjóst við því statt og stöðugt, að strákarnir fæm á höfuðið ofan í Illu- Keldu. Það var hálfþreytandi að heyra hana alltaf vera að stagast á því. Raunar var Illa-Kelda afleit, enginn neitaði því. Og núna til að mynda um hásumarið varla hægt að átta sig á, hvar hún var og hvar ekki. Stóð þannig á því, að holbakkar vom miklir á henni, sums- staðar grónir saman yfir henni — og þar hvarf hún al- veg. Annarsstaðar vora bakkarnir svo nálægt hvor öðr- um, að bili milli þeirra sást varla, því grasið huldi það að mestu. Þar gátu óvitar, og jafnvel fullorðnir álpast ofan í, ef menn voru ókunnugir, og þá var ekki að sökum að spyrja, því að undir var hyldýpi. Það var því ekki alveg að ástæðulausu, að Manga væri hrædd um syni sína, því ef þeir færa ofan í á svona stað, myndu þeir lenda undir holbakkana og áreiðanlega ekki finn- ast lifandi, og jafnvel ekki dauðir, fyrr en seint og síð- ar meir. „Nú, en á vaðinu er ekkert að óttast, mann- eskja. Og ekki annað en brýna fyrir strákunum að fara aldrei upp með keldunni og vera aldrei að óskapast þar. Þeir gátu verið allsstaðar annarsstaðar, kannske.“ Enda tók nú Gvendur sig til einn góðan veðurdag og gekk með strákana upp með allri Illu-Keldu og sýndi þeim, hver voði væri þar fyrir dyrum. Stappaði hann hjá holbökkunum svo jörðin skalf og sagði: Sko! Sko! Strákarnir stöppuðu líka, litu á Gvend og hvor á annan og sögðu: Sko! Sko! Síðan reif Gvendur upp stóra mosaþúfu og kastaði henni af afli miklu ofan í glufu milli tveggja bakka, er rétt námu saman og kallaði um leið: „Sokkið, t)mt, ljótt í pyttinum, ljótt í Illu-Keldu!“ Strákamir horfðu á þessar aðfarir með skelfingu. All- ir þessir tilburðir Gvendar og aðrir fleiri, er hann við- hafði á þessu ferðalagi, gerðu það að verkum, að Möngu-synir fengu dularfullan viðbjóð á UIu-Keldu. Þar við bættist, að mamma þeirra hræddi þá með henni, er hún réði ekki við þá. Taldi hún þar eiga heima alls- konar óvætti, er sæktu alla, er vondir væru og óþægir — o. s. frv. Enda sannfærðist Manga brátt um það, að synir hennar forðuðust jafnvel að leika sér norðanundir bænum, svo mikil ógn stóð þeim nú af náttúruundri því, sem Gvendur hafði valið fyrir landamæri milli sín og Brynjólfs. Það stóð mikið til á Bökkunum sunnudaginn í 14. viku sumars. Það átti að skíra tvíburana. Það var alveg ótrúlegt, hvað það kostaði mikið umstang, fannst hon- um Gvendi á Bakkakoti. Og í öllu umstanginu þurfti að taka ákvörðun um það, hverjir skyldu reiða hvít- voðungana til kirkju, því í messunni átti að skíra þá eins og lög gera ráð fyrir. Það þurfti að taka til ná- kvæmrar athugunar, hvaða hestum viðkomandi skyldu ríða. í fljótu bragði virtist einfaldast, að foreldrarnir reiddu börnin, sitt hvort, og riðu sínum eigin hestum. (Framhald.) Frá Norðurhjara Frarnhald. af bls. 16. --------------------------- fólki næsta fardagaár 1936—1937, en þá fluttist margt af því brott. Axel bjó þó á Látrum fardagaárið 1938— 1939 í sambýli við Hólmgeir Árnason frá Eyri á Flat- eyjardal (Knarrareyri). Þá fer jörðin í eyði, er Axel fluttist að Svæði í Höfðahverfi. Vorið 1941 fluttust þó þrír Akureyringar að Látrum og hófu þar búskap: Marinó Sigurðsson, Kristinn Sig- urðsson og Sveinbjörn Einarsson. Sá búskapur varaði þó aðeins tvö ár. Vorið 1943 fór jörðin að fullu í auðn. Meira er sagt hér frá Látram en öðram býlum. Það er tekið sem dæmi þess mikla hlutverks, sem einangruð stórbýli gátu haft á þjóðlíf liðinna tíma. Ritað í janúar 1958. Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.