Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 19
Af öllu hjarta eg það kýs, að þér lukkan blási. Silungs-aflinn sé þér vís sjálfum Nikulási. Svo vel veiddi Nikulás, að hann bauð Björgu mán- aðardvöl. Margar eru fleiri sögur af blessunarorðum Bjargar og eigi færri af bölbænum. En hér skulu að- eins tilfærð skipti hennar við Jón sýslumann í Rauðu- skriðu. Þar hafði verið höfðingjasetur, lögmanna eða sýslumanna, frá því fyrir siðasldpti, og tók Jón jörðina eftir Benedikt lögmann föður sinn. Þeir feðgar létu reisa þar kirkju og fengu vígða og húsuðu þar bæ höfðinglegar en dæmi voru til þá. Jón sýslumaður var harðdrægur og lögfylginn og eigi miskunnsamur við aumingja. Hann vildi hefta flakk Bjargar og láta hana vinna eið að því að setjast að um kyrrt. Björg kveður og lætur bölbænirnar hrynja yfir dómarann í hörðu rími, sem brimfossar brjóti klettana á Látraströnd: Beiði ég þann, er drýgir dáð og deyð á hörðum krossi leið, að sneyða þig af nægt og náð, ef neyðirðu mig að vinna eið. En Jón sýslumaður lætur svipu dómsins ríða. Björg kveður: Dómarinn Jón, þú dæmir mig, dómurinn sá er skæður. Dómarinn sá mun dæma þig, sem dómunum öllum ræður. Skönunu síðar tók sýslumaður krankleika mikinn, meðal annars óbærilegan fótakulda. Lét hann jafnan þrjá hunda liggja ofan á fótum sér í rúminu. Dró þessi krankleiki hann til bana. Ymis óhöpp hölluðu svo fjár- hag hans, að rífa varð kirkju hans og hinn viðamikla bæ og selja viði til lúkningar skuldum dánarbúsins. En Rauðaskriða varð eigi lengur valdamannssetur. Björg var harla stórvaxin og tröllsleg ásýndum, og fólk notaði hana sem Grýlu á börn. Að því lýtur þessi vísa hennar: Getið er ég sé Grýlan barna af guði sköpt í mannalíki. A mig starir unginn þarna eins og tröll á himnaríki. Aldrei var Björg við karlmann kennd. En barngóð þótti hún og hefur kennt sárt til að vera höfð að barna- grýlu. Björg andaðist á vergangi sínum eftir Móðu- harðindin, árið 1785, úti á Upsaströnd; — útnesjakona frá vöggu til grafar. Öld Bjargar var tími mestu eymd- ar og niðurlægingar íslenzkrar þjóðar. Útnesjakonan Látra-Björg er tilvalinn fulltrúi þess andlega kraftar og hughreysti, er bjargaði þjóðinni gegnum allar þreng- ingar. Á 19. öld hefst stórveldistími Látra, hundrað ára ríki sömu ættar, þriggja langfeðga, sem allir voru stórbænd- ur, skipaeigendur og miklir útgerðarmenn. Jón Jónsson flyzt að Látrum 1822. Kona hans var dóttir Jóhannes- ar í Grenivík. Jónas sonur þeirra fer að búa þar eftir miðja öldina. Hann virðist hafa verið stórbrotnastur þeirra Látrabænda. Hann var systrungur við þá Guð- mund á Steindyrum og Gísla á Svínárnesi. Um 1860 byrja þilskipaveiðar frá Látrum. En 1858 ganga þaðan tveir stórir bátar á hákarlaveiðar. í „Norðra“ það ár er skýrsla um hákarlalifrar-aflann við Eyjafjörð. Látra- bátunum eru þá taldar 100 tunnur lifrar alls í hlut, en hver lifrartunna var virt á 27 ríkisdali; það er nálægt því að vera vinnumannskaup, eða eitt kýrverð fyrir tunnuna. Bátarnir voru að mestu mannaðir heimamönn- um, og gekk lítið út úr búinu til kostnaðar. Auk þess var svo þorskaflinn og afurðir af stóru landbúi, og sést, að allar tekjur búsins hafa verið stórfelldar. Meira varð þó umleikis á þilskipaöldinni. Auk mikils fólksfjölda þar heima var á vertíðum margt aðkomuskipa, er reru þaðan og höfðu verbúðir í landi. Gestanauð var hin mesta af sæfarendum. Afurðir hins stóra landbús voru allar heima étnar. Jónas á Látrum var mikill höfðingi í lund og forsjáll. Hann átti jafnan ærnar birgðir matar, bæði heima- fengnar — af sjó og landi — og einnig kornvöru. Þegar að þrengdi á vorin, var þangað straumur fátækra að leita bjargar. Oft mun Jónas hafa sent þessum mönn- um fé í fóður í staðinn. Stórbokkar gátu þeir verið, stórlaxarnir á hákarla- öldinni, og héldu veizlur stórar, og var þá ekki vínið sparað. í einni slíkri var Jón alþingismaður á Gautlönd- um og sat við hlið Jónasar á Látrum. Voru þeir hreifir og fóru að metast um afreksverk. Sagði þá Gauti: „Lítið yrði úr þér, Jónas, að stýra umræðum á Al- þingi.“ „En hvað yrði úr þér, sauðnum af heiðinni, að stýra þilskipi utan frá Kolbeinsey í stórhríðargarði? Ætli þú hafnaðir þig annars staðar en í Helvíti með allan mann- skapinn!“ Sagt er að Jóni hafi þótt svarið gott, og þeir treystu með sér vináttu. Tryggvi Jónasson tók við búi föður síns á Látrum. Hann var mikill sægarpur svo sem faðir hans. En tím- arnir breyttust smátt og smátt. Útgerðin dróst frá ein- stökum býlum að þorpum við hafnir. Með komu vél- skipa skipti nálægð við miðin minna, hitt meira að geta Ieitað góðrar hafnar. Þorp uxu á Grenivík og Ólafs- firði, Hrísey og víðar, en útgerð hætti frá einstökum stórbýlum. Margbreyttar urðu þarfir fyrir aðkeypta vöru, minna unnið heima. Einangrun heimila varð óbærilegri og ekki hægt lengur að búa með mörgu vinnufólki. Látraheimilið þraukaði þó í lengstu lög. Þrír ættliðir sátu jörðina með óvenju mikilli risnu, alls í 105 ár. En árið 1927 flytur Tryggvi Jónasson og niðj- ar hans alfarnir á brott. En nýi tíminn átti þó viðkomu á þessu forna setri. Feðgarnir, sem urðu að flýja undan snjóflóðinu á Skeri, Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.