Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 25
melsölkeldu í aðalveizlunni á Þingvöllum. Var nú undir-
búningur hafinn með það að flytja ölið til Reykjavíkur
og þaðan til Þingvalla. Áætlunarbátur gekk þá milli
Borgarness og Reykjavíkur, eins og nú, en aðalerfið-
leikarnir voru þeir að koma ölinu frá Rauðamelsölkeldu
suður í Borgarnes. Leiðin eftir þjóðveginum er rúmir
50 km, en þá var akvegur ekki kominn úr Borgarnesi
alla leið vestur að Rauðamel og allra sízt inn að Rauða-
melsölkeldu og varð því að flytja ölið á hestum.
Frá því verður síðar sagt, hve vandgert er að flytja
ölið, hversu vel sem um það er búið, þá missir það
bragðið. Er líkt og kolsýran, sem bragðinu veldur
hverfi úr ölinu, hve vel sem um er búið.
Líklega hefur undirbúningsnefnd konungsveizlunnar
ekki trúað þessu, því að hún ákvað að ölið úr Rauða-
melsölkeldu skyldi verða hátíðadrykkur á Þingvöllum.
Voru nú menn ráðnir til að sjá um að fylla á flöskur
og flytja þær til Borgarness. Voru flöskumar með sér-
staklega vel útbúnum töppum. Var glertappi í hverri
flösku, og gúmmíþéttir um tappana, en flöskunum Iok-
að með sterkum stálvírsklemmum. Nú átti ölið ekki að
bregðast. En öll þessi mikla fyrirhöfn varð gagnslaus.
Þegar til Þingvalla kom og leið að veizludeginum, var
ölið orðið bragðlaust og fúlt og datt engum í hug að
bera slíkan drykk fyrir konung. Ekki veit ég neina skýr-
ingu á því, hvers vegna öll kolsýra og aðrar loftteg-
undir rjúka úr vatninu við geymsluna, því að öl sem
virðist innihalda svipuð loftkennd efni geymist lengi
óskemmt í svona útbúnum flöskum. Framhald.
Gleðilegt nýjár!
Jómfrú í Norðurlandi, sem sendir þættinum þiisund
kossa, biður um ijóðið Minning. Nokkrir fleiri hafa
beðið um ljóð með þessu nafni. Mér er ekki alveg ljóst,
hvaða Ijóð er átt við, en ég býst við að átt sé við ljóð
eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson, sem heitir þessu
nafni. Og þótt þetta fagra Ijóð sé ekkert dægurljóð, þá
langar mig til að verða við þessari beiðni, þótt ljóðmæli
Davíðs Stefánssonar séu í eigu fjölmargra íslendinga.
Þetta ljóð hefur nokkrum sinnum verið sungið í útvarp
af ágætum söngvurum. Lagið er að ég held eftir Markús
Kristjánsson:
MINNING.
Þú varst minn vetrareldur.
Þú varst mín hvíta lilja,
bæn af mínum bænum
og brot af mínum vilja.
Við elskuðum hvort annað,
en urðum þó að skilja.
Ég geymi gjafir þínar
sem gamla helgidóma.
Af orðum þínum öllum
var ilmur víns og blóma.
Af öllum fundum okkar
slær ævintýraljóma.
Og þó mér auðnist aldrei
neinn óskastein að finna,
þá verða ástir okkar
og eldur brjósta þinna
ljós á vegum mínum
og lampi fóta minna.
íslenzka kvikmyndin „19 af stöðinni“ hefur verið
sýnd víða um land. Höfundur sögunnar, Indriði G. Þor-
steinsson, hefur samið lítið ljóð í sambandi við þessa
kvikmyndasýningu, sem nú er á hvers manns vörum.
Lagið við þetta litla Ijóð hefur gert Jón Sigurðsson
hljóðfæraleikari og dægurlagahöfundur. Hann hefur
líka samið tónlistina við kvikmyndina. — Og hér birtist
þá ljóðið:
VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA.
Vegir liggja til allra átta,
enginn ræður för;
hugur leitar hljóðra nátta,
er hlógu orð á vör,
og laufsins græna’ á garðsins trjám
og gleðiþyts í blænum.
Þá voru hjörtun heit og ör
og hamingja í okkar bænum.
Vegir liggja til allra átta,
á þeim verða skil;
margra’ er þrautin þungra nátta
að þjást og finna til,
og bíða þess að birti á ný
og bleikur morgun rísi.
Nú strýkur blærinn stafn og þil
stynjandi’ í garðsins hrísi.
Þetta verður síðasta ljóðið í þessum þætti, en ennþá
liggja hjá mér bréf, þar sem beðið er um Ijóð til birt-
ingar, sérstaklega ljóð og gamankvæði, sem vinsæl voru
fyrir nokkrum áratugum.
Ég býst við að þau komi í leitirnar, þótt síðar verði.
Stefán Jómsson, Skeiðarvogi 135.
LEIÐRÉTTING.
Þessi leiðrétting hefur hlaðinu borizt: „Myndirnar af Dyr-
fjöllunum í næstsíðasta tölublaði HEB (nóvember) eru skakkt
staðsettar. Sú mynd, sem er sagt að sé tekin af Fljótsheiði,
er tekin Borgarfjarðarmegin. Ég, sem alin er upp við rætur
Dyrfjalla, kann illa við þessa staðsetningu og vil hér benda á
þessa misprentun. — Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Sléttu, Reyð-
arfirði.
Heima er bezt 21