Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 15
JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI:
Frá Noréurnjara
i.
eginslagæð ferðamannastraumsins er nú um
aðalþjóðleið bílanna, austan af Síðu, vestur,
norður og austur um landið, allt til Aust-
fjarða. Gróandi sveitir blasa við. Túnin eru
að teygjast saman, sums staðar um langar bæjarleiðir
á sléttum og í dölum. Hvítar steinbyggingar rísa, mikl-
ar um völl, og skarta vel við grænkuna. Lágu burstabæ-
irnir hverfa. Hér er nýtt landnám á ferðinni um öll
megin-héruð. Allt er umbreytt og ólíkt því, sem til
foma var um aldaraðir.
Önnur þjóðleið liggur hringinn í kringum landið.
Um aldamótin og á fyrstu tugum þessarar aldar ferð-
uðust flestir, sem leið áttu milli landsfjórðunga, á
strandferðaskipum. Okkur hinum rosknu er þessi leið
eigi síður minnistæð.
Þegar frá eru dregnir krókar til hafna, er landsýnin
lengstum hamrar og hengiflug við sjó og snæhettur á
kollum fjalla. Stöku vinjar sjást, grænar víkur, girtar
urðarhlíðum, smá firðir og láglendisræmur undir klett-
um, stöku burstabæir i túnkraga.
Við siglum norður frá höfuðborginni, undir Svörtu-
loft, sjáum „Jökulinrí1, heyrum nefndar Helgrindur og
Hreggnasa. Stefnt er enn norðar. Fyrir stafni Stálfjall,
Skorarhlíðar og Bjargtangar. Hamramúlarnir milli
Vestfjarða opna og loka iandsýn einn af öðrum, dimm-
ir og svartir. Siglt er fram hjá Stigahlíð og Jökulfjörð-
um, beygt fyrir flugabjörg Hornstranda; farið síðan
austur, djúpt fyrir Ketubjörg á Skaga. Óspart gefur á
fyrir Ahnenningsnöf og Dalatá. Fyrir opnum Eyjafirði
er bent í tröllabyggðir í Hvanndalabjargi og Ólafs-
fjarðarmúla. Þá er fyrir stafni Gjögrafjall, og síðan
birtast hamrafjöll við Skjálfanda, Bjarnarfjall, Hágöng
og Ógöngufjall.
Lágir eru sævarklettar víðast um Tjörnes og Mel-
rakkasléttu, en „Fonturinrí1 á Langanesi bendir svört-
um hamrafingri útnorður í haf. Við Vopnafjörð hefj-
ast aftur hamramúlarnir og haldast órofnir, einn af öðr-
um, í baug um Austfirði. En er þeim sleppir, taka við
sandarnir syðra „kirkjugarður skipanna“, og benda
okkur frá landinu, lágir og faldir undir háum brimöld-
um. Jökulbungur sjást í fjarska, en nær skipaleið að-
eins einstakir klettar: Ingólfshöfði, Hjörleifshöfði,
Reynisfjall og Reynisdrangar, unz kemur að hinni
miklu og glæstu hamraborg Vestmannaeyja, sem virð-
ist af hafi að sjá líkari höllum bergrisakonungs en bú-
stað friðsamra manna. Og loks beygjum við fyrir
Reykjanes. Ekki er þar byggileg landsýn, þar sem stór-
brimið bryður svarta hraunhamrana.
Þessa landsýn alla hefur skáldið eflaust haft í huga,
sem orti þjóðsöguna um sendingu konungsins, er land-
vættirnir stugguðu brott austanlands, sunnan, vestan og
norðan. Ágirndaraugun erlendu mættu aðeins svörtum
hömrum, er tóku á sig ægilegar kynjamyndir.
En allt um það hafa þessir hamraskagar og útverðir
íslands verið byggðir í meira en þúsund ár, byggðir
mennskum íslendingum. Þar hefur gerzt merkur hluti
þjóðarsögunnar, þar hafa alizt upp sterkar ættir, sem
síðan hafa náð fótfestu og jafnvel völdum inni í „góð-
sveitunum“. — „Þeir skulu lýðir löndum ráða, sem út-
skaga áður of byggðu.“
En tækni nútímans hefur farið fram hjá þessum
byggðum, og þær lagzt í auðn að mestu leyti, meðan
nýtt landnám var hafið í innsveitum. Auðn er nú að
mestu vestan undir Jökli, þar sem áður var ein mesta
verstöð landsins. Enginn brýnir báti í vör í Dritvík.
Mosavaxin eru nú steintökin, „Amlóði“, „Hálfdrætting-
ur“ og „Fullsterkur“. Útskagavíkurnar á Vestförðum
leggjast í eyði sunnan frá Látrabjargi og norður til
Hornstranda, jafnvel heilir hreppar. Horfnir eru bænd-
ur út Úlfsdölum vestan Siglufjarðar og úr Héðinsfirði.
Allur hinn mikli hamraskagi milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda er í auðn fallinn síðustu tvo áratugina, svo
er og um smáfirði og víkur á útskögum Austfjarða.
Ég hygg, að ekki sé úr vegi, að við, sem nú erum
að nema innsveitirnar nýju landnámi, samtímis því sem
útskagarnir fara í eyði, felum pappír og prentsvertu til
geymslu nokkrar svipmyndir frá eyðibyggðunum og af
lífinu þar, áður en gleymskan breiðir sína gráu móðu
yfir.
Þegar rituð var héraðslýsing Þingeyjarsýslu, barst
mér margt efni, sem ekki var rúm fyrir í ramma þeim,
sem bókinni varð að setja. Drýgstir og fúsastir til hjálp-
ar voru brottviknir íbúar eyðibyggðanna. Það hefur
alltaf flögrað að mér síðan að vinna betur úr þessu.
Strandlengjan frá Svínárnesi á Látraströnd að Björg-
um í Kinn mun vera 75 km lína dregin utan nesja. Þar
hafa fjögur byggðarlög farið í eyði: Látraströnd, Firð-
ir, Flateyjardalur og Náttfaravíkur, alls 24 bæir á þess-
Heitna er bezt 11