Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 32
hafði ekki dottið í hug, að hann þyrfti að tala við hreppstjórann, þótt hann loksins ætlaði nú að fara að kvænast. Manga varð líka alveg hlessa. Það kom eins og beygur í bæði, er minnzt var á hreppstjórann. Hann var þeirra sameiginlegi óvinur. Að lokum ákvað Gvendur þó að setja í sig kjark. Ætlaði hann að fara snemma af stað á fimmtudag og beina leið út að Melum. Á heimleiðinni ætlaði hann svo að koma við hjá séra Ingimundi. Þessi fimmtudagur rann upp eins og aðrir dagar. Gvendur var kominn af stað stundu fyrir miðjan morgun, enda lá við, að hann næði hreppstjóra í rúmið. Hreppstjóri spurði Gvend fremur þurrlega, hvaða erindi hann ætti við sig. Gvendur ætlaði ekki að ná upp úr sér orði. Hann vissi ekki, hvernig hann ætti að byrja á erindinu. Loks stundi hann upp: „Eg ætla að fara að gifta mig og ég ætla að nefna það við hreppstjórann....“ Nú leit hreppstjórinn á Gvend. Hann sat þarna á kistuendanum með opinn munninn og horfði í gaupnir sér. Hann komst ekki lengra með erindið. Hreppstjórinn var eins og yfirvald á að vera, alvöru- maður, og hló ekki að jafnaði. I þessum svifum hefði þó kunnugur getað séð votta fyrir brosi á þessu annars alvörugefna andliti. Sá hreppstjóri sér ekki annað fært en koma Gvendi til hjálpar, svo að botninn kæmist í erindið, enda grunaði nú hreppstjóra, hvað Gvendur vildi fara. „Og af hverju eruð þér að tilkynna mér þessa ætlun yðar?“ spurði hreppstjóri. „Af því að Brynjólfur ráðlagði mér að gera það,“ svaraði Gvendur. „Hvert er konuefnið?“ spurði hreppstjóri. „Nú, hún Manga,“ svaraði Gvendur, rétt eins og honum fyndist, að hreppstjóri hefði getað sagt sér það sjálfur. „Já, hún Margrét Magnúsdóttir, sagði hreppstjóri og var nú bæði alvarlegur og djúpt hugsandi. Eftir nokkra þögn bætti hann við: „Hún skuldar hreppnum mikið fé. Það verður ekki hægt að leyfa henni að ganga í hjónaband nema það fé sé greitt.“ Það var hvort tveggja, að Gvendur skildi ekki til fulls, hvað hreppstjórinn var að fara, enda varð hann svo hlessa, að hann átti engin orð til. En þegar hann fór að átta sig og renna grun í, við hvað yfirvaldið átti, tók hann til máls: „A hreppstjórinn við það, að hún Manga fái ekki að gifta sig, vegna þess að krakkarnir hennar hafa verið á sveitinni?“ „Ég á við það,“ svaraði hreppstjóri, „að Margrét skuldar hreppnum eins og ég sagði áðan stórfé. Það fé verður að greiða, ef hún á að fá leyfi til að ganga í hjónaband. Þegar það hefur verið greitt hreppnum, mun ég ekki fyrir mitt leyti standa á móti giftingu hennar. Þá kemur til kasta prestsins að segja sitt orð um það.“ „Og hvað er það mikið, sem hún skuldar?“ spurði Gvendur. „Ég man það nú ekki upp á víst,“ svaraði hreppstjóri. Eftir nokkra umhugsun nefndi hann þó fjárupphæð, er var svo há, að Gvendur gat ekki ákveðið þá þegar með sjálfum sér, hvort hann ætti til í eigu sinni það, sem því nam. Hann var að reikna þetta saman í huganum og telja á fingrum sér, er hreppstjóri tók til máls allt í einu. Gvendur hrökk við, því hann hafði sem snöggv- ast gleymt stund og stað, svo niðursokkinn var hann við að reikna út eigur sínar. „Annars er ég ekki viss um,“ sagði hreppstjórinn, „að til þess komi.“ „Að til þess komi?“ át Gvendur eftir, án þess að skilja. „Jæja, svo að hreppstjórinn heldur, að Manga þurfi ekki að borga þetta?“ »Ég er ekki viss um að til þess komi,“ endurtók hreppstjóri, „því ég er ekki viss um, að séra Ingimund- ur treysti sér til að gefa ukkur saman.“ Nú fyrst datt Gvendi allur ketill í eld. Hann hafði aldrei búizt við neinu góðu hjá hreppstjóra, enda hafði þetta ferðalag að Melum ekki lagzt vel í hann. En að fá annað eins og þetta framan í sig! Var ekki hitt reið- arslagið nóg? Var það ekki nóg að þurfa að fórna hálfri eigu sinni eða kannske aleigunni til þess að fá leyfi hreppstjóra til að giftast Möngu, þó að séra Ingi- mundur kæmi ekki á eftir? Enda myndi aldrei til þess koma! Séra Ingimundur var allt öðruvísi innrættur en yfirvaldið. Hann myndi gifta þau með glöðu geði. Um hvað var hreppstjórinn eiginlega að tala? Var hann að stríða honum? Ætlaði hann að hafa gaman af að gera mann reiðan? Eða hvað? Og er Gvendur hafði velt þessu fyrir sér góða stund, rétti hann úr sér, leit á yfirvaldið og sagði þó dálítið hvatskeytlega: „Og því ætti hann ekki að treysta sér til að gefa okkur saman? Heldur hreppstjórinn, að það sé svo erfitt? “ „Ég veit ekki betur en að Margrét sé gift,“ sagði hreppstjórinn. „Séra Ingimundur gifti hana fyrir fá- um árum; ef til vill rekur yður minni til þess.“ Ó-jú! Ekki gat nú Gvendur neitað því. Én hvað kom það eiginlega þessu máli við? Margur hefur gift sig oftar en einu sinni og hefur hvorki prestur né aðrir fett fingur út í það. „Rétt er það,“ svaraði hreppstjóri. „En til þess að fá að gifta sig í annað sinn, þarf viðkomandi að vera annað hvort ekkill eða ekkja.“ „Nú jæja,“ sagði Gvendur, „er hún Manga ekki ekkja, kannske?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hreppstjórinn. „En það veit ég,“ svaraði Gvendur, „og ég hélt satt að segja, að það vissu allir.“ „Hvernig vitið þér það? Hefur Margrét vottorð upp á það?“ „Vottorð!“ hrópaði Gvendur og var alveg að missa taumhaldið á sjálfum sér. „Vottorð, þó-þó! Er það 28 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.