Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 26
Skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum HOLD OG HJARTA ANNAR HLUTI Bara að ég hefði gert, eins og Hans vildi í sumar. Hann vildi að við giftum okkur á laun, strykjum burt og létum engan vita neitt, fyrr en allt væri um garð gengið! En ég hafði hikað. Einhvem veginn var ég ekki viss um, að ég elskaði Hans, og stundum Iá við, að ég hataði hann. Ég hafði aldrei þorað að tala um það við neinn, en mér fannst endilega, að ástin væri svo undursamleg, að þegar hún væri á ferðinni, væri auðvelt að þekkja hana. Mér líkaði oft vel við Hans. Kæti hans og fjör smituðu mig, en í þetta eina skipti sem hann hafði fengið að vera næturlangt hjá mér, hafði ég orðið fyrir óttalegum vonbrigðum, og þegar ég vaknaði og sá hann liggjandi þarna með opinn munn- inn og hrjóta ógurlega, vakti ég hann full andúðar og skipaði honum að hypja sig burt sem fyrst! Hann var Ijótur, þegar hann svaf, allir drættir í andlitinu slappir og heimskulegir. Eftir það hafði ég aldrei hleypt hon- um inn í herbergið mitt að nóttu til. En nú var ég svo einmana, og Hans var svo langt burtu. „Þau geta ekkert sagt, þegar við erum gift!“ hafði hann sagt ákafur. Já, ég vissi vel, að þessi „þau“ kærðu sig ekki um Hans sem tengdason. „Ég kæri mig ekkert um að gera það, sem þeim er á móti skapi,“ svaraði ég. Þá hló Hans, og það var von, svo oft hafði ég kom- ið mömmu til að óska, að ég hefði heldur verið strák- ur, þá hefði hún haft minni áhyggjur af mér. Og núna, þegar ég hugsa um þessi heimskupör mín, verð ég að játa, að það var Hans, sem kom mér til að framkvæma þau flest. Hann æsti mig upp í að fara á bak við pabba og mömmu, hrósaði mér og sagði, að ég væri fjandans ári sniðug og svöl stelpa! Samt vildi hann giftast mér, þó hann vissi manna bezt, hvílík óhemja ég var, þess vegna hlaut honum að þykja mjög vænt um mig. En mér hafði ekki fundizt liggja neitt á, ég átti eftir að skemmta mér og njóta lífsins lengi enn. Svo líkaði mér heldur ekki, hve ráð- ríkur Hans var. Hann vildi ráðskast með mig, eins og ég væri hlutur, sem væri hans einkaeign. En ég ætlaði mér að ráða mér sjálf í framtíðinni. Ég var þrárri en nokkur asni, eftir því sem Hans sagði, og er þeim þó við brugðið. Svo gat Hans orðið svo reiður, að hárin bókstaflega risu á höfði hans. Ég hafði gaman af að æsa hann, en þótti samt stundum nóg um ofsa hans, tryllingsleg augu og illmannlega svipinn, sem ger- breytti honum, svo að hann leit út eins og sá, sem til alls er vís. En nú fannst mér, að ég hefði ekki alltaf komið vel fram við hann. Ég hafði ert hann og espað, eins og ég gat. Bara að hann væri nú kominn í stað þessa háa hor- aða læknis, sem ég var strax búin að móðga, þótt óvilj- andi væri. Ég virti hann fyrir mér, svo lítið bar á. Hann var með brúnt, hrokkið og stuttklippt hár. And- litið var ófrítt, en einkennileg mildi og heiðríkja yfir svipnum, að minnsta kosti þessa stundina. Ég átti eftir að sjá, að hann gat verið hörkulegur og hvass á brún- ina. Augun voru hulin bak við þykk gleraugu. Ég fengi eflaust nógu fljótt tækifæri til að sjá, hvernig þau litu út, enda var mér alveg sama. Þessum manni hafði ég engan áhuga á. Hann ók þögull alveg heim að húsdyr- unum. Þar stöðvaði hann bílinn og leit á mig. „Ef þér er sama og ekkert að vanbúnaði, Sóley, vildi ég helzt leggja af stað eins fljótt og ég get. Það er langur vegur fyrir höndum, og spáð snjókomu til fjalla. Heiðin getur orðið ófær á nokkrum klukku- stundum.“ „Ég er til hvenær sem er,“ svaraði ég, og við fórum þegar að koma farangrinum fyrir í bílnum, sem var sendiferðabíll og rúmaði því vel allt mitt dót, sem þó var töluvert að vöxtum. Sara gamla átti enn til tár að úthella ríkulega, þegar hún kvaddi mig. Ég gat ekki annað en undrazt stór- lega, hvílík ósköp tárakirtlar hennar gátu framleitt! Hún kyssti mig og bað fyrir mér, blessuð gamla kon- an. Henni hefur eflaust fundizt ég köld og vanþakklát, 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.