Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.01.1963, Blaðsíða 31
EIRÍKUR SIGURBERGSSON: Eftir Eld ELLEFTI HLUTI „Farðu bara,“ sagði hann og bætti svo við: „En held- urðu ekki, að þú ættir að tala við hreppstjórann fyrst?“ „Vill hreppstjóri skýra fyrir okkur, hvað hann veit í þessu máli?“ sagði Guðmundur. „Það er velkomið," svaraði hreppstjórinn. „Það eru ekki nema fáir dagar síðan ég fékk nokkuð um það að vita. Það er ekki verið að leita minna ráða um svona mál; þess þykir ekki við þurfa. Allt það sem ég veit er þetta, að Brynki kemur til mín á þriðjudag og til- kynnir mér, að hann sé búinn að taka húsmann. Um leið dregur hann upp úr vasanum bréf og sýnir mér. Og hvaðan haldið þið að það bréf hafi verið?“ „Ætli það hafi ekki verið frá kónginum sjálfum?“ sagði Jón og hló. „Eða kannske Amtinu?“ bætti Guðmundur við. Og er það upplýstist, að svo hafði verið, setti alla hljóða í stofunni. Lauk þessum fundi með því, að hreppstjóri lofaði að skrifa umboðsmanni mótmæla- bréf. Var það bréf sent út af örkinni nokkrum dögum síðar. Og er umboðsmaður hafði fengið það í sínar hendur og kynnt sér innihald þess, varð honum svo mikið um, að hann settist niður og skrifaði í Aintið harðort bréf. Sagði hann meðal annars, að ef þessu ætti að fara fram eftirleiðis, að Amtsyfirvöldin færu á bak við hann eða hunzuðu með öllu hans tillögur, myndi hann beiðast lausnar frá embættinu og ekki taka í mál að gegna því að nafninu til. Afrit af þessu bréfi sendi umboðsmaður hreppsyfirvaldinu í Mikla- hrepp, og þar sáu þeir Uppbæjar-bændur það, er þeir komu að heimsækja hreppstjóra næst á eftir. Af öllu þessu er hægt að sjá, að afleiðingarnar af bú- skaparbrölti Gvendar ætluðu þegar í upphafi að verða sögulegri en búast hefði mátt við í fljótu bragði. En ábyrgðina á öllu þessu bar auðvitað Kjartan á Syðri- Völlum og enginn annar. Hann hafði með fláttskap og undirhyggju komið öllum þessum umbrotum af stað, með því að fá Brynka til að hefja búskap fyrir sunnan Brunann og styrkja hann til þess með ráðum og dáð. Það var auðvitað. Um það var Skarðs-bóndinn ekki í neinum vafa. Þau voru ákveðin að gifta sig ellefta sunnudag í sumri. Þá stóð bezt á að gifta sig. Og það var svo skrít- ið, að öllum var jafnheimilt að gifta sig þá, og ekki einum fremur en öðrum. Og þó ekki væri hægt að líkja þeirra giftingu við brúðkaup þeirra Brynjólfs og Kristínar í fyrra, þá gátu þau engu að síður notað elleftu helgina fyrir brúðkaupsdag. Baðstofan og bæjardyrnar voru komnar langleiðina um hvítasunnu, ekki stóð á því. Steini var greiðugur og hafði hjálpað Gvendi um helgar. Brynjólfur hafði hjálpað honum að reisa og innrétta. Innréttingar voru hvorki miklar né margbrotnar. Baðstofukytran var þó þiljuð innan, en með sléttri súð. Annars staðar voru ekki þiljur innanhúss. Ekkert þil var á bæjardyrum, en hálfþil á baðstofu. Svo Brynjólfur hafði ekki verið býsna lengi að inna af hendi nauðsynlega trésmíði, þegar þess er gætt, að hann var bezti smiður og af- kastamaður mikill. „Og nú er ekki seinna vænna að fara að tala við pró- fastinn og biðja hann að lýsa, Manga,“ sagði Gvendur í vikunni eftir hvítasunnu. Jú, Manga féllst á það. Bezt að skreppa upp eftir og tala við séra Ingimund á fimmtudag. Gvendur minntist á þetta við Brynjólf. Brynjólfur horfði á Gvend og kírndi. Nú rak Gvendur upp stór augu. „Tala við hreppstjórann? Er það nauðsynlegt?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Brynjólfur, „það kann að vera vissara.“ Það lá við, að Gvendur hætti við að fara. Honum Heima er bezt 27

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.