Heima er bezt - 01.08.1963, Page 26

Heima er bezt - 01.08.1963, Page 26
Sá ótti var þó ástæðulaus. Ég hafði ekki fyrr numið staðar, er hann var kominn. „Færðu þig í hitt sætið, það er betra að ég aki, — er það ekki?“ „Ertu að láta mig aka alla leið hingað til þess eins að fá að aka heim sjálfur?" spurði ég. „Hvað er þetta áríð- andi erindi, sem þú átt við mig?“ „Það færð þú að heyra á leiðinni. Nú er bezt að hafa hraðann á, svo við mætum ekki „þeim gamla“ á leið- inni. Ég hef grun um, að honum sé engin þægð í sam- fylgd minni.“ Hann stakk lítilli öskju í lófa minn. „Einn lítinn koss, því ég lagði mikið á mig að ná í þær fyrir þig,“ sagði hann lágt. Einn koss skipti mig engu máli, þegar ég hafði eign- azt þvílíkan fjársjóð. Þær lágu þarna hlið við hlið, hvít- ar og freistandi! í ofboði stakk ég öskjunni í vasann, þegar Hans rétti út höndina, en hann hló og sagðist ekki hafa hugsað sér að taka þær aftur. Hann gaf mér gosblöndu úr pela til að skola þeim niður. Bragðið af blöndunni var viðbjóðslegt, en ég varð að Ijúka við hana. „Fannstu myndina?“ spurði Hans. Ég játaði því. „Trúirðu mér nú, að þú hafir haft mig fyrir rangri sök?“ Ég kinnkaði kolli. Tungan í mér lét ekki að stjórn, og þungur niður var í höfðinu á mér. Mér fannst ein- hver segja: „Er hún sofnuð?“ Síðan runnu tvær þrjár raddir saman í eina, sem rann saman við bílhljóðið. Ég reyndi að rífa mig upp úr þessu ástandi, en árangurslaust. Þegar ég vaknaði, lá ég í aftursætinu með þykkt teppi breitt ofan á mig. Það var enn myrkur úti. Ég lá grafkyrr og reyndi að átta mig. Við Hans vorum ör- ugglega tvö í bílnum, ég sá óglöggt vangasvip hans. En við hvern hafði hann verið að tala þama á Hafralæk, — eða var þetta allt draumur? Hvers vegna sofnaði ég svona fljótt? Mig hafði verið að dreyma pabba. Hann hafði verið reiður við mig og verið að sýna mér á stóra landabréfi, hvar ég hefði farið út af veginum og inn á öfugan veg, sem lá í ótal krákustígum gegnum þéttan skóg. Var ég á villigötum? Nú sá ég eftir að hafa ekki sagt Birni all- an sannleikann í stað þess að láta fljótfærnina hlaupa með mig í gönur. Það leyndi sér eklti, að Hans var taugaóstyrkur. Hann leit við og við aftur í til mín, en ég bærði ekki á mér. Hann reykti hvern vindlinginn á fætur öðrum og taut- aði af og til blótsyrði fyrir munni sér. Það var senni- lega vegurinn, sem fór svona illa í skapið á honum, sí- fellt mátti hann hægja ferðina, og stundum lá við, að hann sæti fastur í drullupollunum. Allt í einu rann upp fyrir mér, að við værum alls ekki á leið til Álftafjarðar. Við vorum stödd uppi í fjallaskarði. Það var enginn fjallvegur á leiðinni að Hafralæk! Hans kallaði nú lágt til mín, og áður en ég hafði átt- að mig, var ég búin að svara honum. Hann drap á bíln- um, fór út og opnaði hurðina afturí. „Komdu framí,“ sagði hann skipandi. Ég hlýddi þegj- andi. „Veiztu hvert við erum að fara, mín kæra?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði ég. „Og ertu ekkert forvitin?“ „Nei.“ „Ég er að nema þig á brott, eins og riddaramir gerðu í gamla daga.“ ,,Jæja.“ Ég hafði alltaf þótzt hafa ofurlitla leikara hæfileika, ef ég vildi við hafa. Nú ætlaði ég að notfæra mér það. Það var sama hverju Hans fann upp á að segja mér, ég lézt engan áhuga hafa, lá með hálflokuð augun, eins og mér kæmi þetta ferðalag ekkert við. Eiginlega var ég ekki mjög hrædd. Hvað hann ætlaði sér að hafa upp úr því að ræna mér, var mér hulin ráðgáta. Nokkru seinna komum við að sæluhúsi. Þar nam Hans staðar og sagði glottandi: „Vel gekk nú fyrsti áfanginn, kelli mín!“ Svo snaraðist hann út. Það var farið að birta, og hrollkalt morgunloftið tært og svalandi. „Hér finnur okkur enginn,“ sagði Hans kampakátur eins og strákur í útilegu. Ég svaraði engu. Það var bezt að reita hann ekki til reiði að óþörfu. Nú varð ég að treysta á sjálfa mig og finna ráð til að komast heim aftur. Dagurinn leið, án þess að neitt gerðist. Hans hitaði kaffi og tók upp niðursoðinn mat, sem hann borðaði, en ekki sýndist mér hann vera lvstargóður. Ég gat engu komið niður nema kaffinu. Hér hafði Hans auðsjáanlega mælt sér mót við ein- hvern, því eftir hádegið tók hann að ókyrrast og leit á úrið á fárra mínútna fresti. Ég spurði einskis, og hann virtist í of miklu uppnámi til að hugsa um mig. Loks klukkan fjögur skipaði hann mér aftur út í bíl- inn og ók nú eins hratt og hann gat, sömu leið til baka. Eftir langa stund komum við aftur á aðalveginn, en ekki gat ég áttað mig á, hvar við værum stödd. Aldrei mættum við bíl, en loks kom að því, að einn dró okkur UPPÍ- Hans sótbölvaði og hélt sig á miðjum veginum, eins lengi og hann gat, en það hefði hann ekki átt að gera. Loks þegar bíllinn komst fram tir, var bílstjórinn ösku- vondur og steytti hnefann í átt til okkar. Ég sá hvernig svitinn rann niður andlitið á Hans, og varirnar titruðu, þegar hann reyndi að brosa og sagði: „Sá var nú reiður!“ Sennilega hefur verið svefnlyf saman við kaffið í hitabrúsanum, því ég steinsofnaði strax á eftir að hafa drukkið það og vaknaði ekki, fyrr en við vorum kom- in heim á sveitabæ, þar sem Hans spurði til vegar, en sá sig um hönd, er hann heyrði, að maðurinn væri einn, og baðst gistingar. Hann sagði að konan sín væri lasin og þurfandi fyrir hvíld. 286 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.