Heima er bezt - 01.08.1963, Síða 34

Heima er bezt - 01.08.1963, Síða 34
og fyrirgefið eftir það sem á undan er gengið! Mikið erkifífl get ég verið.“ Þannig voru hugsanir hans er hann reið niður dal- inn. Skammt frá Borg mætti hann kirkjufólki á heimleið, þar á meðal fólkinu frá Heiði. Erlendi brá er hann sá að Agnar kom ofan úr dal. Hann grunaði hvert hann hefði farið. Hann reið í veg fyrir Agnar, stöðvaði hann og sagði hvasst: „Hvaðan ber þig að, Agnar?“ „Komdu sæll Erlendur og gleðilega hátíð,“ sagði Agnar þreytulega. „Ég kem frá Heiði.“ „Hvaða erindi áttir þú þangað? Ég hélt að þú hefðir skilið svo við Jórunni í haust, að þú myndir ekki dirf- ast að láta sjá þig á Heiði framar. Ég vona að þú hafir fengið þær viðtökur þar, sem þú áttir skilið.“ Afrnar leit beint framan í Erlend o" sagði með rauna- legri rödd: „Jórunn sagði mér, að vonirnar sínar hefðu dáið í haust. Mínar dóu rétt áðan.“ Síðan vék hann hestinum til hliðar og reið hægt leið- ar sinnar. Það var engin reisn eða glæsibragur yfir ferð hans nú. Það var eins og hann hefði elzt um mörg ár þessa síðustu klukkutíma. Erlendur horfði á eftir honum. „Já, eins og þér sáið, munuð þér uppskera,11 sagði hann við sjálfan sig og hélt áfram heimleiðis. Þegar fólkið á Heiði kom heim frá kirkjunni, kom Jórunn út og heilsaði glaðlega. Hún brosti — en hvers konar bros var það? Var það bros þess, sem hefur unnið mikinn sigur — eða var það bros þess, sem hefur fært mikla fóm? Ef til vill hvort tveggja. VI. UPPGJÖRIÐ. Þegar Agnar kom heim í herbergi sitt, var orðið álið- ið dags. Hann settist við borðið, studdi olnbogunum á það og lét höfuðið hvíla í lófum sínum. í sál hans var brimrót sársauka og sjálfsásökunar. Minningamar stigu fram í huga hans ein eftir aðra, umvafðar sólskini lið- inna daga og angandi af ilmi blóma, sem nú voru dáin og lifnuðu aldrei meir. Nei, þau myndu aldrei anga framar fyrir hann, yndislegustu blómin sem orðið höfðu á leið hans, blóm ástar, sakleysis og fegurðar Jórunnar á Heiði. En gegnum allt sem rifjaðist upp í huga hans þrengdi sér mynd hennar eins og hún var nú í dag, — já, þar sem hún stóð á dyrahellunni á Heiði í brúðar- kjólnum sínum. „Þannig hefur hún verið á að sjá í haust, daginn sem ég átti að giftast henni,“ hugsaði hann. „Guð minn góður! Allt þetta hef ég misst fyrir minn eigin ræfilshátt. Nú er hún mér töpuð fyrir fullt og allt.“ Hann mundi greinilega hvert orð, sem hún hafði sagt. „Hana myrtir þú á brúðkaupsdaginn okkar, sem átti að verða.“ „Þegar einhver hefur misst þetta — hvað er þá eftir?“ „Lífið er eins og ferðalag í grárri hráslagakaldri þoku, þar sem maður eygir ekkert takmark, engan hvíldarstað. Já, þannig er það, Agnar, að vera dauður, þó að lifandi eigi að heita.“ „Það eru mistök hjá Guði að skapa menn eins og þig, Agnar, — menn sem hægt er að kaupa frá loforðum sínum og skyldum.“ En hvað þetta var allt satt og rétt. Líf hans hafði ver- ið ríkt af'mistökum. Jórunn var ekki eina stúlkan, sem hann hafði farið illa með. Þær voru orðnar noklcuð margar, sem áttu um sárt að binda af hans völdum. Hann hafði aldrei hugsað út í það fyrr, heldur gengið sína beinu braut án tillits til annarra, — já, leikið sér að fegurstu blómunum, sem hann hafði fundið, þangað til ilmur þeirra og yndi svöluðu honum ekki meir. Þá kastaði hann þeim frá sér án þess að hugsa um von- brigðin og tárin, sem hann skildi eftir í sporum sínum. En nú, þegar sársaukinn hitti hann sjálfan, þá skildi hann hvað hann hafði gert, — sá líf sitt alveg í nýju ljósi. „Já, hvílík skelfileg mistök,“ hugsaði hann. Én hvað var það er gerði það að verkum að hann hafði valdið svo miklum sárindum á leið sinni? Var hanti raunverulega illmenni, er einskis mat annarra tilfinn- ingar? Hann varð að finna rætur meinsins — kryfja líf sitt til mergjar, til að fá það fram hvar veilan lægi. Án þess gæti hann aldrei breytt um stefnu. Þetta var bara allt svo skelfilega erfitt. Agnar reis á fætur og gekk um gólf. Hann gat ekki verið kyrr, sárindin innra með honum gáfu honum eng- an frið. „Bara að pabbi hefði lifað lengur! Þá hefði allt verið öðruvísi nú,“ hugsaði hann. Minningin um föður hans var óljós og þokukennd. Einhvers staðar innst inni í afkimum hjartans geymdi Agnar mynd af stórum, dökkhærðum manni, sem hafði haldið á honum og gælt við hann, en þessi minning var eins og að horfa á hlut í órafjarlægð. Hann var aðeins fimm ára, þegar faðir hans dó. Þar af leiðandi þekkti hann föður sinn aðeins af afspum. Móðir hans hafði svo oft sagt við hann: „Þú verður lifandi eftirmynd föð- ur þíns, drengur minn,“ og hreyknin í rómnum leyndi sér ekki. Þegar hann vitkaðist meir, skildi hann að móðir hans hafði elskað og dáð föður hans, og þegar hann hvarf henni sjónum, vafðist öll hennar ást og umhyggja um drenginn, sem var hfandi eftirmynd mannsins, sem hún hafði unnað svo heitt, — drenginn, sem var hið eina, sem hún átti. Foreldrar Agnars höfðu verið dável fjáð, er faðir hans dó, og með dugnaði og hagsýni hafði móðir hans komizt áfram og verið fær um að veita honum mennt- un, falleg föt og flest, sem hugur hans girntist. „Þú berð af hvar sem þú ert, sonur minn, og verður að vera klæddur eins og glæsileik þínum hæfir,“ hafði hún oft sagt. (Framhald.) 294 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.