Heima er bezt - 01.10.1976, Qupperneq 5
Sigurðssyni, sem reyndist Gísla alveg listavel í alla
staði. Hjörtur var bóndi á Hrafnabjörgum þar til hann
lést árið 1922. Finndís lést 9. júlí, 1943, 78 ára að aldri.
Alsystkini Gísla eru Finnur bóndi á Ytri-Hrafna-
björgum 1929—1955, nú búsettur í Keflavík, og syst-
irin Arndís sem býr í Litlu-Gröf í Borgarhreppi. Hálf-
bróðir er Einar bóndi á Bjarmalandi (sem áður hét
Geitastekkur).
Gísli Þorsteinsson segist ekki muna eftir hörðum
lífsbaráttuárum í sínum uppvexti, enda var heimilið á
Ytri-Hrafnabjörgum talið ágætlega vel stætt heimili.
Á sínum tíma var hann svo fermdur í Snóksdalskirkju
af séra Jóhannesi Lynge Jóhannessyni á Kvennabrekku.
Næstu ár eftir fermingu heldur hann sig heima á Ytri-
Hrafnabjörgum við búskapinn.
Eins og títt var um menn á aldur við Gísla, var sltóla-
ganga heldur lítil. Skólinn var farskóli sem bæði var
heima hjá honum á Hrafnabjörgum og á næsta bæ við,
Hóli. Gísli naut tveggja vetra kennslu, átta vikur sam-
tals.
Greinarhöfundur dregur það ekki í “fa að þessi litla
skólaganga hafi reynst Gísla traust vegarnesti, svo sem
sjá má á lífsferli hans. En það var svolítið annað sem
fangað hafði hug hins unga sveins og hann mat meira
en skólaskræðurnar. f stofu Gísla bónda var orgel og
nótnastafli ofan á því.
— Hver spilar á orgel hér?
— Það geri ég, segir Gísli. Og það kemur á daginn
að þessi bóndi telur músíkina eiginlega sitt hálfa líf.
Hann segir frá því að raunverulega hafi sig aldrei lang-
að til að læra neitt annað en til hljóðfæraleiks. Ungur
konr hann sér til náms í orgelleik til Hákonar á Ketils-
stöðum, en áður hafði hann reynt að fikta við þetta af
sjálfsdáðum. Tuttugu og þriggja ára heldur svo Gísli
suður til Reykjavíkur og sækir þar spilatíma til hins
Geirshlíð 1.
Geirshlíð II.
kunna orgelleikara og tónskálds, Sigfúsar Einarssonar.
Þetta var veturinn 1919—1920. För þessi var farin að
áeggjan fósturföður hans, Hjartar, sem var sóknar-
nefndarformaður, og sá að músíkhæfileikar hins unga
manns myndu vel nýtast við helgistundir í Snóksdals-
kirkju. Og Gísli Þorsteinsson hóf svo orgelleikaraferil
sinn í þeirri kirkju á jóladag árið 1920, og þar spilaði
hann þangað til fyrir nokkrum árum. í Kvennabrekku-
kirkju spilar hann aftur á móti enn þann dag í dag. Það
rennur upp fyrir mér að við ferðafélagar höfum þrifið
hann frá orgelæfingu vegna einhverrar helgistundar í
þessari kirkju hans.
— En hvernig gastu nú gefið þér tíma til að stunda
músíkina, jafnhliða erilsömum búskapar- og oddvita-
störfum?
— Ja, þegar maður hefur áhuga á einhverjum málum
er alltaf hægt að veita sér einhverjar stundir, t. d. í
staðinn fyrir að leggja sig á kvöldin. Ég á margar góð-
ar stundir frá músíkstarfinu sem ég vildi ekki hafa far-
ið á mis við. Músík og söngur er víða iðkað hér í Döl-
um. Oft tókst mér að koma hér upp kórum, karlakór-
um og biönduðum kórum, og svo spilaði ég oft í ná-
grannakirkjunum. Karlakór hafði ég um tíma sem ekk-
ert nafn hafði. Við komum bara saman og sungum.
Þessi kór var tvöfaldur kvartett (8 menn) og hann var
við lýði í tvo vetur, en þá féll þessi söngur niður vegna
þess að margir kórfélaganna fluttust burtu. Þegar séra
Eggert Ólafsson var prestur hérna, æfði ég oft söng
hjá kirkjukórnum þrisvar í viku. Ég á margar skemmti-
legar minningar frá þessu söngstarfi sem ég fer nú ekki
að segja þér frá, því að það yrði svo langt mál. En
mikið gaman hafði ég af því hérna í gamla daga þegar
þeir Hallgrímur frá Ljárskógum og Kristján Jóhannes-
son læknir komu hingað og sungu einsöng og tvísöng
og ég spilaði undir.
Heima er bezt 329