Heima er bezt - 01.10.1976, Side 13

Heima er bezt - 01.10.1976, Side 13
segir enskt skáld. Sú var tíð að við heyrðum fullmikið um ætt- jarðarást, því sumt af þeirri mælgi var tízkuglamur, kom ekki frá hjartanu og fól í sér enga merkingu. Nú er ættjarðarást ekki lengur nefnd og má vel vera að fágæt sé hún orðin. Sé svo, þá er okkur illa farið. En þar sem hún er til, hljóta rætur hennar að liggja langt niður i fortíðina. Þangað sækir hún næringu sína. Ast Craigie’s á íslandi átti sér rætur djúpt niðri í fortíð og skilningur hans á henni var frjóvgaður heitri tilfinningu. Hann var maður hógvær í orðum, en borið gat það við, að nokkurrar beiskju kenndi í orðum hans er hann minntist á það, sem honum þótti bera vott um skort á þjóðrækni og ættjarðarást hjá íslenzku fólki nútíðarinnar. Og það ætla ég, að einhvern þeirra, er lesa þetta erindi hans um rimurnar, hitti það beinast í hjartastað, að lesa orð þessa erlenda manns þar sem það ltemur fram, að í raun- inni þykir honum vænst um þær fyrir þá sök, hvað þær voru þjóðinni í örbirgð hennar og einangrun. Það sem frá hjartanu kemur, hittir hjartað, segja Þjóðverjar. Craigie vann mildð afreksverk er hann tók saman hina miklu Sýnisbók íslenzkra rímna.1 En sú bók, þrjú stór bindi, hefði með engu móti getað orðið til ef ekki hefði verið fyrir þann mikla stuðning sem þáverandi landsbókavörður, Finnur Sigmundsson, veitti honum stöðugt öll þau ár, er hann vann að bókinni. Og á hinn bóginn höfum við Finns Sigmundssonar eigin orð fyrir því, að vart mundi hann hafa haldið út við hið ágæta Rínmatal sitt, ef Craigie hefði ekki stöðugt brýnt hann og hvatt eins og hann gerði. Svona hefir það verið um mörg ágæt verk, að undir þau hafa runnið margar stoðir. En mikla naum hafði Craigie af þessu starfi sínu. Haustið 1947, þegar hann var á fyrsta ári um áttrætt, dvaldi ég hjá honum réttan hálfan mánuð, og vinnutími okkar við bókina jafnaðist þá þrettán klukku- stundir á dag, vitanlega jafnt helga daga sem virka. En afkasta- maður var hann með fádæmum, eins og margir hafa vitnað. Alveg gekk það yfir mig að finna þá sí og æ hve þeltking hans á efninu var alhliða og víðtæk. Og svo var hitt, hvað hann naut þess, er skáldin höfðu vel gert, og sömuleiðis auðlegðar og feg- urðar skáldamálsins. Það for ekki fram hjá honum ef vel og skáldlega var með farið. „Konan yrkir“, mundi hann hafa sagt að væri góður vitnisburður, en líka fundið hve miklu stórfeng- legri þessi sami vitnisburður var ef hann var klæddur í þann búning sem húnvetnska konan færði hann í: Geðs í bekkjar inni Ljóma brekltu japa jörð Jólnis drekkur minni. Það er ekki sama hvort sagt er „enn er ort“ eða „Sigtýs kvaka álftir enn út á Sónar straumi“. En þessi munur er nú að týnast þjóðinni. Nú er sagt: „Húsfreyja hallar undir flatt, sperrir litla fingur fyrir munn, leggur aðra hönd á háls“. Og þetta er okkur tjáð að sé skáldsltapur. Tímarnir breytast. Þó að Sir William Craigie hefði ekkert unnið Islandi til nytja annað en að leggja fyrstur manna traustan grundvöll að erlendri 1 Sýnisbókin er fyrir löngu uppseld, og með því að erlendis hafa það væntanlega nær eingöngu verið bókasöfn, er keyptu, mun það verða fátítt að hún komi í fombókaverzlanir, og það sem þangað kann að slæðast, fer vitanlega einnig inn á söfnin, því stöðugt fjölgar háskólunum. En á íslandi keyptu hana nokkrir fræðimenn, og þegar þeir falla frá, þyrftu bókasöfnin að vera vel á verði og tryggja sér eintök þeirra. Gera má ráð fyrir að einhvemtíma verði hún endurprenmð (ljósprentuð), en enginn þarf að ætla að það verði gert að sinni. þekkingu á sérstæðustu bókmenntagrein okkar, hefði samt orðið að telja hann á meðal þeirra manna erlendra, er Island hefir komizt í mesta þakkarskuld við. En vitanlega vann hann svo margt annað fyrir okkur, merkilegt og mikilsvert. Það bíður enn einhvers menntamanns að gera fulla grein fyrir öllu því, er hann vann í þágu íslenzkra bókmennta. íslandi var það efalaust lán að Craigie skyldi gera þá Valtý Guðmundsson og Þorstein Erlingsson að sínum mestu alúðar- vinum er hann dvaldi við nám í Kaupmannahöfn og einkum læra íslenzkuna af þeim, því báðir vom þeir rímnamenn. Og einu skal hér enn við bætt: Ef sá er nokkur, er gera vildi eitt- hvað það, er við vitum með öruggri vissu að Craigie hefði verið kært að gert væri, þá er vandalaust að benda þeim hinum sama á leiðina: að styðja Rímnafélagið sem drengilegast. Hann var stofnandi þess, þó að sökum fjarlægðar gæti hann eigi sótt stofn- fundinn, og honum var alla tíð ákaflega annt um hag þess. Og þjóðræknisverk er allur stuðningur við það félag svo lengi sem það rækir skyldur sínar af manndómi og trúmennsltu. Smebjöm Jónsson. „Alþýðlegur skáldskapur á Islandi“, mundi hafa verið alveg jafn-réttmætt heiti á erindi þessu, en lýsingarorð- ið alþýðlegur mundi hafa orkað þannig á hugi manna, að leiðrétta hefði þurft þegar í byrjun. Þegar við minnumst á alþýðlegan skáldskap, hugsum við okkur hann venjulegast einfaldan bæði að formi og máli. Það er í rauninni þessi sjálfsagði einfaldleiki sem einkennir hann og á iðulega sinn þátt í að gera hann hugðnæman. Alveg gagnstætt þessu er því háttað um það, sem um nálega fimm alda skeið var alþýðlegur skáldskapur á ís- landi. Hann var í hvorugu atriðinu einfaldur. Að því er formið varðar, einkenna hann fjölmargir dýrir hætt- ir, og málfarinu er þannig háttað, að orðavalið er harla sérstætt og framsetningin flókin. Af þessum sökum hefi ég talið það heppilegra að tákna hin tíðkuðu yrkisefni með því að nefna þau rómantisk; því þau eru yfirgnæf- andi sótt í rómantiskar sögur, í bundnu máli eða óbundnu, innlendar og erlendar. Þessa skáldskapargrein nefna íslendingar rímur. Orðið er fleirtöluorð, og að uppruna þess og merkingu mun ég víkja síðar. Frá því á landnámstíð, fyrir og eftir aldamótin 900, hafði sú gerð skáldskapar aðallega tíðkast á íslandi, er talað er um sem forna hætti. Að yrkja í þessari grein var íþrótt, áunninn lærdómur, og krafðist nákvæmrar þekkingar á bragreglum og strangrar aðgæzlu að fvlgja þeim í hverri línu og hverri vísu.' Þessar reglur héldust óbreyttar og án nokkurrar samkeppni alt fram á fimt- ándu öld. En þá höfðu þær lifað sitt fegursta, enda þótt að forminu til væri haldið áfram að fylgja þeim, og með nokkrum frávikum er þeim fylgt enn í dag. Þegar kom fram á þrettándu öld, höfðu íslendingar þó kynnzt miklu einfaldari skáldskap í dönsku þjóðkvæðunum. En um elztu sögu þeirra ritaði Ker prófessor oftar en einu sinni af sinni alkunnu fræðimennsku og uppörvandi lærdómi. Ölíklegt er að þjóðkvæðastíllinn mundi út af fyrir sig hafa haft djúp áhrif á íslenzku sltáldin, en samofin þeim var nýr þáttur sem dró til sín hugi fólks- ins, því þeim fylgdi dans, og upphaflega voru þessi kvæði nefnd dansar. Fyrsta dæmið sem við höfum um Heima er bezt 337

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.