Heima er bezt - 01.10.1976, Síða 19

Heima er bezt - 01.10.1976, Síða 19
Jón þekkti einnig þessa hlið á vatninu sínu. Hann komst oft í hann krappann þar og tvisvar munaði minnstu að vatnið tæki hann alveg til sín. I fyrra skiptið var það haustið 1910. Hann var á leið í vetrarveiðistöð sína á Hreindýraeyju á skipinu MIKA- DO. Það skall á þá ofsa norðaustan stórviðri og skipið komst með naumindum í höfn eða skipalægi, en svo illa vildi til að þar steytti það á grynningum og strandaði. Það var von á öðru skipi, WOLFERINE, á þessar slóð- ir, en það fór fyrir.því eins og MIKADO að það lenti líka í óveðri, komst með naumindum inn í sömu hafn- arnefnuna og strandaði þar einnig á grynningunum. Þarna lágu svo bæði skipin frosin inni allan veturinn. Jón og 3 menn aðrir fóru á smábáti að athuga um vet- ursetu þar skammt frá, en á leiðinni til baka skellur enn á þá ofsaveður svo þeir reka undan veðri. Þá rek- ast þeir á 2 björgunarbáta frá MIKADO og á öðrum þeirra tókst þeim að komast að WOLFERINE. Þar náðu þeir í kaðal frá skipinu og var náð inn um op á skutnum, einum og einum í senn. Jón var næstsíðasti maður um borð, en þegar hann er á leiðinni tekur skip- ið dýfu, kaðallinn slitnar og Jón steypist í jökulkalt vatnið. Hann barst aftur með bátnum, sem einn maður var enn eftir í og náði að kalla til hans „réttu mér ár!“, hvað maðurinn gerði, en það mátti ekki tæpara standa að Jón næði taki á árinni. Maðurinn dró hann hægt til sín í bátinn og var þeim svo báðum náð um borð í skipið. Jón var drifinn úr blautum fötunum og niður í hlýtt rúm og gefið romm að drekka. Hann soínaði vel og svaf lengi og kenndi sér einskis meins er hann vakn- aði. í annað sinn var það á nóvember morgni 1921 að Jón, ásamt vetrarmanni sínum, fóru að hyggja að netum sínum og gengu á þunnum ísi. Þeir drógu hvor sinn sleða. Jón hafði brugðið reipislykkju um öxl sér og undir handlegginn og dró þannig sleða sinn. Þeir höfðu næstum náð til netanna þegar ísinn brast og Jón féll í vatnið. Hann reyndi að ná taki á ísbrúninni en hún brotnaði jafnharðan og þungur straumurinn dró hann undir ísinn. Félagi hans, Valdi Hall, féll einnig gegnum ísinn, en þar var ísinn samt það traustari, að honum tókst að hefja sig upp á skörina. Hann sá Jón hvergi, en sleði hans flaut í vökinni. Honum verður það fyrst fyrir að draga sleðann til sín og kemur Jón þá undan ísnum með reipið um öxl sér. Það sem bjargaði honum var að sleðataugin hafði ekki orðið viðskila við hann. Ekki segir sagan hvernig þeir félagar komust til kofans og inn í hlýjuna, en það segir sig sjálft, að þannig ásig- komnir í hörkugaddi vetrarins hefur það verið mesta þrekraunin að komast þessa leið án þess að frjósa í hel. Veiðum á Winnipegvatni er skipt í þrjár vertíðir ár- lega: Sumarvertíð 1. júní til 15. ágúst, haustvertíð 1. sept. til 31. október og vetrarvertíð 15. nóvember til 15. marz. Eftir að veiðitakmarkanir komu til sögunnar þurfti ekki alltaf svo langan tíma til að afla það, sem leyfilegt var og var þá hætt. Þetta gerði það að verkum að fiskimennirnir gátu verið heima hjá sér vissa tíma ársins og annaðhvort hvílt sig eða stundað önnur störf. Lagt af stað til hvitfiskveiða. Dráttarbáturinn „Goldfield“ dregur bátaflotann norður á vatnið til fengsælla fiskimiða. Það virðist auðsætt, að Jón hafi ekki setið auðum hönd- um þá er hann var heima, því svo var hann mikill fél- agshyggjumaður að hann lét sig varða flestöll þau mál- efni, er til hags og heilla voru fyrir byggðarlag hans. Varði hann til þess bæði miklum tíma og fjármunum. En þessum málum og einnig búskap sínum gat hann ekki sinnt nema þegar hann var í landi. Ekki er mér kunnugt um menntunarmöguleika hans, en af störfum hans fyrir samfélagið mætti ætla að hann hafi verið gagnmenntaður maður. Vafalaust hefur hann fengið barnaskólamenntun, sem þá var títt og barnaskól- arnir í íslenzku byggðunum um aldamótin voru góðir skólar. Sannar það Iiinn mikli fjöldi mikilhæfra náms- manna, er þar fengu sína fyrstu þekkingu, er varð upp- haf hinna víðfrægu námsafreka íslenzka kynstofnsins vestanhafs. En Jón hafði þá menntun til að bera, sem kannski hefur að miklu leyti verið sjálfsnám, að hann gat verið í fararbroddi síns samfélags á mörgum svið- um félagslegra, menningarlegra og þjóðræknislegra mál- efna og fjármálamaður var hann svo góður, að hann stjórnaði lengi mikilli fiskverkun og útgerð af miklum skörungsskap, stundum einsamall, stundum í félagi við aðra. Áður er getið um hin tvö félög fiskiiðnaðarins er hann stofnaði og stjórnaði lcngi. En hann og þau hjón- in bæði, komu víðar við, þrátt fyrir miklar búsannir bæði á landi og vatni. Þau störfuðu bæði mikið að safn- aðarmálum kirkju sinnar, ísl. lúthersku kirkjunnar á Gimli, hún í kvenfélagi kirkjunnar, hann í safnaðar- stjórn. Þau studdu einnig söfnuðinn ríflega fjárhags- lega og kirkjubyggingu hans. í öllum félagasamtökum ísl. þjóðarbrotsins á Gimli störfuðu þau mjög mikið. íslenzka Lestrarfélagið á Gimli naut forystu Jóns mjög lengi og einnig þjóðræknisfélagsdeildin þar. Var hann bæði einn af stofnendum þeirra beggja og annaðhvort forseti eða varaforseti þeirra um langan aldur. Hann var mikill stuðningsmaður blaðsins LÖGBERG— HEIMSKRINGLA og um skeið í útgáfustjóm þess. Elliheimilið á BETEL var ein af þeim stofnunum, sem þau hjónin tóku ástfóstri við og studdu með ráðum og dáð og þegar starfsþrekið var þrotið áttu þau þar frið- sæla daga að síðustu. í ýmsum öðrum félögum á Gimli starfaði Jón mikið og lengi og var á seinni árum orð- inn heiðursfélagi þeirra margra. Er því auðsætt að hinn störfum hlaðni atorkumaður kom víða við í þágu síns Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.