Heima er bezt - 01.11.1984, Síða 9

Heima er bezt - 01.11.1984, Síða 9
GUNNAR GUÐMUNDSSON á Hofi: Huldufólkið á Rein Ég hef gaman af að mála eftir huldufólkssögum og allri þjóðtrú. Áður fyrr trúði ég statt og stöðugt á huldufólk, og vil ekki afneita neinu í þeim efnum. Ég þekki að vísu ekki marga sem segjast hafa séð það, en bæði vitnisburður fólks sem ég treysti að öllu leyti, og ýmislegt sem við hefur borið, hefur mér þótt þess eðlis að hér sé eitthvað dulið, sem ekki er hægt að afgreiða með því einu, að það sé ótrúlegt. Ég skal nefna eitt dæmi um það. Ungur var ég smali á Rein, sem er bær nálægt Akranesi. Þar var álagablettur sem ekki mátti slá, og við lá, að bóndinn myndi missa bestu kúna sína, ef út af væri brugðið. Björn bóndi Guðmundsson, sem var hinn vænsti maður og reyndist mér í alla staði vel, lét slá þennan blett annað sumarið sem ég var þar smali (1910 og 1911). Þarna er dálítill klettur, sem auðvelt er að stíga út á úr brekkunni, en þverhnípt fram af. Við vorum öll úti við, og sáum hverju fram fór og þótti undarlegt, þegar kýrnar byrjuðu að feta sig út á klettínn. Skyndilega kom að þeim einhver órói, og kvíga á fyrsta kálfi hrapaði fram af klettinum og slasaðist, svo varð að aflífa hana. Viðbrögð Björns voru þau að hann lét raða steinum kringum álagablettinn, auðkenna hann betur, stækka heldur. Á Rein bar það líka við, að fólk sá 3 eða 4 mann- eskjur eða verur leiða flekkótta kú nærri bænum. Þeg- ar farið var að spyrjast fyrir um þetta síðar, kom í ljós að engin slík kýr var í grenndinni, né kannaðist nokk- ur við að hún hefði verið leidd milli bæja eða héraða. GUNNAR SVERRISSON Kveðja Múkki berðu kveðju, stystu leið til vina, er hressir búa í landi, og ekki vita afmér, hér í svölum sœnum, sem ólgar mér um vanga, ég veit að lífið sigrar, með guðs og gcefu hjálp. . . . Múkki berðu kveðju, og allir þínir líkir, er sveima frjálsir yfir, mér í sjávarleik, þó sundið, mér ei leikur, napurt, þungt og erfitt, þá finn að mér mun heppnast, komast til nœsta lands, því guð í öllu, öllum, styrkir mig og styður, því lífið oft vill sigra, með miklum glœsibrag. . . en báturinn er horfinn, í djúpið œgis mikla, og lífið heldur áfram, hjá döprum vinadeyð. Múkki berðu kveðju, og allir þínir líkir, svo og þessa sögu, um illan hildar leik, ég mun seinna launa, ykkur lítilrœðið, því greiði móti greiða, er guði þóknanlegt. . . . Kveikjan að ljóði þessu er sundafrek Guð- laugs Friðþórssonar í Vestmannaeyjum er hann bjargaðist á undraverðan hátt úr sjóslysi. Guðlaugur sagðist m.a. hafa drepið tímann með að spjalla við múkka. Heima er bezl 329

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.