Heima er bezt - 01.11.1984, Page 12

Heima er bezt - 01.11.1984, Page 12
Það var keltnesk hefð að álíta að drúídar byggju yfir þeim töframætti að geta breytt trjám í hermenn og sent þá í bardaga. Hinar stórsnjöllu teiknimyndasögur af Ástríki (Asterix) og félögum eftir þá Goscinny og Ud- erzo eru að ýmsu leyti byggðar á staðreyndum, svo langt sem þær ná. Þessar snilldarlega gerðu sögur eru því hinar fróðlegustu um leið og þær skemmta rýnandanum með frásögum af viðureign rómverska hersins (Cæs- ars)og Galla (Kelta í Gallíu) á sinum tíma. Tré koma þar líka við sögu eins og í mörgum fornum ljóðum. Eitt mikilvægasta atriðið varðandi trjádýrkun Kelta var það að elsta írska stafrófið varð til úr upphafsstöfum nafna trjáa. Þetta stafróf er því þekkt sem trjáastafrófið. í því eru þrettán samhljóðar og fimm sérhljóðar. Ár drúída var byggt á gangi tungls og þannig var hver samhljóði og hvert tré helgað einum mánuði. Þannig gegndu trjáanöfn því tvíþætta hlutverki að vera um leið stafróf og mánaðatal. B Beth (birki):................................ 24. des. - 21. jan. L Luis (reynir):................................ 22. jan. - 18. febr. N Nion (askur):................................. 19. febr. - 18. mars F Fearn (elri):................................. 19. mars - 15. apríl S Saille (víðir):.............................. 16. apríl - 13. maí H Huath (þyrnir):.............................. 14. maí - 10. júní D Dair(eik):................................... 11. júní - 8. júlí T Tinne (húilfur):............................. 9. júlí - 5. ágúst C CoII (hesli):................................ 6. ágúst - 2. sept. M Muin (vínviður):............................. 3. sept. - 30. sept. G Gort (bergflétta):........................... 1. okt. - 28. okt. P Pethboc (rauðyllir):......................... 29. okt. - 25. nóv. R Ruis (dúnyllir):............................. 26. nóv. - 22. des. Umgjarðirnar margftéttuðu sem fylgja þessari grein eru fengnar að láni úr írsku bókinni ,,The Book of Conquests“ eftir Jim Fitzpa- trick. Þœreru ígömlum, keltneskum stíl.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.