Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 18
BALDUR PÁLMASON:
ÞRÍR
DAGAR
í LENÍNGRAÐ
1964
Tvær konur gerzkar —
og aðrar tvœr úr öðrum heimi
Baldur Pálmason út-
varpsmaður var staddur
í Sovétríkjunum, þegar
Nikita Krústjof var velt
af stóli fyrir réttum 20
árum, og valdatími
Brésnefs hófst. Minn-
ingar Baldurs um þessa
heimsókn snúast þó ekki
um stjórnmál, heldur
ljúfari þætti í ásýnd
hinnar rússnesku þjóð-
ar.
Næturlestin er senn á förum. Komið
kvöld og dimma í Moskvuborg um
miðjan október 1964. Veður stillt,
hlýtt miðað við árstíma, segja heima-
menn. Talsverður ys á brautarstöð-
inni en þó enginn hamagangur. I
hópinn bætast þrír ferðalangar af ís-
landi og leiðsögumaður þeirra inn-
lendur. Hann er í opinberri þjónustu
og hefur fengið það verkefni um
tveggja vikna skeið að vera þremenn-
ingunum innan handar sem túlkur og
tengiliður við samfélagið. Hann er á
miðjum þrítugsaldri, hæglátur maður
og skynugur vel, ekki snoppufríður en
viðkunnanlegur og vinnur á við
kynni. Hann er kvæntur og á barn en
getur lítið sinnt fjölskyldunni þessar
vikur. Langferðamennirnir íslenzku
sjá fyrir því. Þeir kalla hann ævinlega
skímarnafni að sínum sið — Dimitrí.
En hverjir eru þessir þrír, og hvert
eru þeir að halda? Tveir eru lögfræð-
ingar, fyrirliðinn Sigurður Baldursson
hrl. og Halldór Þorbjörnsson þáv.
sakadómari, núv. hæstaréttardómari,
og hinn þriðji sá, sem þessar línur
krotar, þá útvarpsmaður. Við vorum
þama einskonar menningarfulltrúar,
tilnefndir af MÍR-menningartengsl-
um Islands og Ráðstjórnarríkjanna.
Slíkar þriggja manna sendinefndir —
og jafnvel fjölmennari — höfðu þá
farið héðan þangað austur um all-
langt skeið, og munu nefndarmenn
fæstir hverjir hafa verið félagar í
samtökunum. Sigurður og Halldór
höfðu lengi verið góðkunningjar fyrir
þessa ferð, en ég gekk í þetta þrí-
hymda félag allsendis ókunnugur
þeim báðum, nema hvað ég hafði haft
af þeim spurnir — góðar spurnir, sem
ekki reyndust markleysa. Betri föru-
nautar munu vandfundnir. Allir vor-
um við á líku reki, framan til á fimm-
tugsaldri.
Um brautarstöðina í Moskvu legg-
ur margur leið sína. Og í þyrpingunni
á pallinum rekst Sigurður fararstjóri
okkar á rússneskan hljómlistarmann,
sem verið hafði tvisvar á íslandi. Þar
höfðu þeir hitzt á vegum MÍR og
Tónlistarfélagsins i Reykjavík og orð-
ið málvinir góðir. Þessi maður var þá
þegar orðinn heimskunnur fyrir list
sína og hefur orðið það enn frekara
síðar, ekki sízt eftir að hann hvarf á
brott úr heimalandi sínu. Mstislav
Rostropovitsj hefur síðan verið á
þönum um lönd og álfur, leikið á
knéfiðluna sína og stjórnað hljóm-
sveitum. Svo hefur hann oftlega leikið
á slaghörpu undir söng konu sinnar,
Galínu Visnevskaju, sem er vel metin
á því sviði. Þau voru bæði hjónin
komin þarna á brautarstöðina í
Moskvu, til þess að taka næturlestina
til Leníngrað. Hann hafði heitið að
leika þar á tónleikum einleikshlut-
verkið í sellósinfóníunni, sem enska
tónskáldið Benjamín Britten samdi þá
árið áður og tileinkaði honum bein-
línis.
Eftir skamma stund blés eimpípan,
og lestin lagði af stað norðvestur til
Leníngrað, meira en 700 km leið. Hér
var aðallega um að ræða runu af
svefnvögnum, og hafði Dimitrí tryggt
okkur fjórum umráð yfir tveimur
klefum í einum þeirra. Við settumst
niður inni í öðrum klefanum okkar
338 Heimaerbezt