Heima er bezt - 01.11.1984, Side 19
F. v.: Dimitrítúlkur, Sonja Zúbareva, Baldur Pálmason ogSigurSur Baldursson, fararstjórinn.
Myndin er tekin á bakka Nevufljóts, skammt frá þeim stað sem beitiskipið , ,Aróra“ hefur legið við akkeri síðan 1917, er fallbyssur
þess boðuðu upphaf októberbyltingarinnar.
drykklanga stund og röbbuðum sam-
an fyrir háttinn. Við ætluðum í kynn-
isferð til Leníngrað. Talið var að lestin
mundi skila okkur til áfangastaðar
fyrir morgunsárið. Hraðinn yrði
u.þ.b. 100 km á klukkustund.
Og það stóð heima. Lestin rann inn á
stöðina í Leníngrað skömmu eftir ris-
mál, og vorum við norðurhjaramenn
þá tæpast vaknaðir, hvað þá klæddir,
en við vorum fljótir að bæta úr því.
Komin var á vettvang ung og þekkileg
stúlka, ljóshærð meira að segja. Hún
hét Zínaída Bajkova og var send út af
menningartengslaörkinni, til þess að
vísa okkur til gististaðar. Ekki var
hann valinn af verri endanum. Gost-
initsa Evropejskaja — Hótel Evrópa
— er reisuleg bygging í hefðbundnum
hótelstíl á vestræna vísu, þ.e.a.s. með
gamla laginu. Þar er ekki mikið um
íburð en fremur lögð áherzla á við-
kunnanlegan heimilisblæ.
Ekki þurftum við félagar að kvarta
yfir kytrulegum herbergjum, nema þá
hvað helzt Sigurður fararstjóri, sem
fékk eitthvað minni íbúð en við Hall-
dór. Vistarverur okkar töldust u.þ.b.
70 fermetrar að meðtalinni innri for-
stofu og baðherbergi. Allt var þar
snyrtilegt og jafnvel með nokkrum
viðhafnarbrag, því að pallur var undir
tvíbreiðu rúminu og sængurhiminn
yfir til höfða. Á veggjum var ljóst
fóður með mildum litum, skreytt
blómsveigum og sporöskjulöguðum
smámyndum þar inn í milli. A mynd-
um þessum mátti greina karl og konu í
ástríkum fangbrögðum, enda var gal-
gopinn Amor þar nærstaddur með
örvamæli sinn og boga.
Þegar á hótelið kom var hafizt
handa við raksttrr og aðra snyrtingu,
en hvíldarstund var stutt, því að við
áttum að þiggja árbít og fara síðan í
hringferð um borgina. Þá kom til
sögunnar önnur stúlka, fríð og föngu-
leg, Sonja Zúbareva að nafni, send á
vegum ferðaskrifstofu ríkisins, Intúr-
ist, og hafði til umráða nýlegan og
vandaðan bíl. Ókum við í hartnær
tvær klukkustundir um þessa merku
og geðþekku borg, er Pétur mikli
Rússakeisari lét reisa í byrjun 18. ald-
ar og hafði sem líkasta borgum Vest-
urlanda, en þar hafði hann dvalið
langdvölum ungur maður. Borgina
nefndi hann eftir nafna sínum
Sankti-Pétri og gerði að höfuðborg
rússneska keisaradæmisins. Þeim sessi
hélt hún í rúmar tvær aldir, allt til
1918. Við andlát Leníns árið 1924 var
nafni hennar breytt til heiðurs minn-
ingu hans, en þá hafði hún um 10 ára
skeið borið nafnið Petrógrað, fremur
til vegsemdar stofnanda sínum heldur
en Sankti-Pétri. Þykir mér misráðið í
meira lagi að þurrka þannig af borg-
inni nafn þess manns, sem lagði að
henni grunninn með því að láta púkka
upp mýrlendið kringum Nevuósa og
hlaða þar á ofan jafn myndarlegum
byggingum og sjá má enn. Lengi var
Sankti-Pétursborg talin ein glæstasta
borg í Evrópu.
Við komum í Smolní-höll, sem var
aðsetur Leníns byltingarveturinn
1917-18. Þarna bjó hann með konu
sinni, Nadezhdu Krupskaju, í litlum
afkima hallarinnar, og má enn sjá þar
í herbergjunum fátæklega innan-
stokksmuni þeirra hjóna. Við ókum
um Nevubakka, framhjá rómaðri
Vetrarhöll keisaranna og einnig um
mesta breiðstræti borgarinnar, Nevskí
Prospekt. Og við staðnæmdumst á
mikilfenglegum íþróttaleikvangi, sem
þar er.
Eftir hádegið skoðuðum við minja-
og myndasafn, sem er órækur vitnis-
burður um hina hetjulegu vörn borg-
arbúa á stríðsárunum, þegar Þjóð-
verjar héldu þeim í herkví talsvert á
þriðja ár, frá haustdögum 1941 fram í
ársbyrjun 1944, alls í 900 daga, en
tókst aldrei að hertaka borgina. Um
þessa ofurmannlegu þrautseigju
Leníngraðbúa má lesa á íslenzku í
ritröð Almenna bókafélagsins um
heimsstyrjöldina síðari. Þetta bindi
ber heitið Innrás í Sovétríkin, og er
þar einnig að finna myndir, sem
greina skýrt frá yfirgengilegum hörm-
ungum, er við var að glíma. A göngu
okkar um safnið í fylgd safnvarðar,
gerði ég mér fyrst verulega grein fyrir
þessum sérstæða frægðarkafla í sögu
borgarinnar.
Um kvöldið hresstum við hinsvegar
upp á hláturtaugarnar, þegar við
Heimaerbezt 339