Heima er bezt - 01.11.1984, Síða 24
frá Benedikt Gröndal
P
L
Pað voru lög fyrrum, að menn urðu að fá sér ferða bréf hjá yfirvaldi
til þess að geta ferðast frjálsir inn í annað lögsagnarumdæmi. Slík vega-
bréf eru enn í góðu gengi á Rússlandi, en munu nú víðast horfin annars
staðar um hinn svo nefnda siðaða heim. Þetta vegabréf eða passa gaf
Ben. Gröndal vinnukonu sinni, sem fer vistferlum frá honum, og orðar
hann auðvitað á sína vísu. Afskrift af passa þessum mun vera í fárra
manna höndum, en eftirsjá að hann glatist, svo einkennilegur sem hann
er og líkur Gröndal. Því er hann skrifaður hér og hljóðar svo:
,,Hér með kunngerist, að stúlkan
Vilborg Sigurðardóttir ætlar nú
vistferlum héðan úr bænum og norð-
ur í Húnavatnssýslu, og er hún til
þess fullkomlega frjáls, hvort hún
vill heldur fara norður, vestur, aust-
ur eða suður og eftir öllum strikum
kompássins, hvort hún heldur vill
ganga eða hlaupa, stökkva, klifra,
skríða, fara á handahlaupum, sigla
eða fljúga, áminnist hér með allir
karlmenn um, að fikta ekkert við
Borgu, fremur en hún sjálf vill leyfa,
og engar hindranir henni að gera,
ekki bregða henni á hælkrók né
leggja hana á klofbragði, heldur láta
hana fara frjálsa og óhindraða og
húrrandi í loftinu hvert á land sem
hún vill, þar eð hún hefir hvorki rænt
né drepið mann, ekki stolið né logið,
ekki svikið né neitt gert, sem á verð-
ur haft. Lýsist hún því hér með frí
og frjáls fyrir öllum sýslumönnum
og hreppstjórum, böðlum og be-
sefum, kristnum og ókristnum,
guðhræddum sem hundheiðnum,
körlum og konum, börnum og
blóðtökumönnum, heldur áminnast
allir og umbiðjast að hjálpa nefndri
Borgu og greiða veg hennar, hvort
heldur hún vill láta draga sig, aka
sér, bera sig á háhesti, reiða sig í
kláfum, reiða sig á merum eða múl-
ösnum, tryppum eða trússhestum,
gæðingum eða graðungum, í hripum
eða hverju því, sem flutt verður á.
f»etta öllum til þóknanlegrar und-
irréttingar, sem sjá kunna passa
þennan.
Enginn sóknarprestur þarf að
skrifa hér upp á.
Reykjavík, 5. maí 1886,
B. Gröndal.“
A afskrift þá sem hér er farið eftir er einnig ritað:
,,Kristján Sigurðsson á þessa afskrift
með öllum rétti.“
344 Heima er bezl