Heima er bezt - 01.11.1984, Side 29

Heima er bezt - 01.11.1984, Side 29
Halldóra sá um Landssýnmguna 1930, hún vakti mjög mikla athygli. Þá stofnar Halldóra tóvinnuskóla á Svalbarði við Eyjafjörð, hann starfaði ■ 19 ár. Rannveig Líndal, sú góða kona, var þar skólastjóri en Halldóra hafði öll árin veg og vanda af skólanum. Halldóra átti í 15 ár heima á býli sínu Mólandi í Glerárhverfi. Á þeim árum ferðaðist hún mikið og hafði mörg járn í eldinum, vann að útgáfu Hlínar. las og skrifaði, hafði samband við fjölda manns um allt land og vini erlendis. Oft sást Halldóra í bænum, hún gekk hratt, þráðbein í baki með slegið sjal og venjulega með einhverja pinkla. Halldóra dvaldi mörg síðustu ár ævinnar í Héraðshælinu á Blönduósi. Þangað fékk hún meiri póst en em- bættismenn staðarins, svo það þótti umtalsvert. Mörg fyrstu árin þar, eða nokkuð fram á tíunda tuginn hélt hún áfram að ferðast, heimsótti vini, fylgdist með starfi kvenfélaganna og sat aðalfundi S.N.K. Alltaf var hún fræðandi og hvetjandi. Halldóra var trygglynd kona og lét sér annt um líðan vina og kunningja. Hún safnaði í stóru vefnaðarbókina. Þar er margt að finna og b.ókin er merkilegt afrek, þó þess skuli getið að fleiri unnu að því verki. Halldóra kom mörgum málum fram með frábærri lagni og hispur- leysi, hvort sem hún talaði við bónd- ann eða ráðherrann. Bréfin hennar Halldóru eru athyglisverð, stuttar og hnitmiðaðar setningar, aldrei mála- lengingar. Halldóra var sönn og einlæg trú- kona, hún sótti kirkjur hvar sem hún var stödd, las mikið Guðs orð og kunni meir af bænum en aðrir, sem ég hefi haft kynni af. Hún kynntist mörgum þekktum kennimönnum, deildi ekki um trúmál en hafði sínar fastmótuðu skoðanir. Halldóru þótti mjög vænt um Passíusálana og kunni mikið úr þeim, einnig sálma séra Matthíasar, skáldið var mikill vinur hennar. Sálmur séra Valdimars Briem „1 fornöld á jörðu var frœkorni sáð“ var henni ákaflega hugstæður og mörgum árum fyrir andlát sitt var hún búin að mæla svo fyrir að hann yrði sunginn yfir sér látinni „Og syngið hann þá létt og glaðlega“ bað Hall- dóra. Halldóru var sýndur margvíslegur sómi um ævina, sérstaklega á efri ár- um, svo er oft um fólk og allar þær þakkir átti hún skilið. Hún vann ó- metanleg störf fyrir samtíð og framtíð og mun verða minnst sem einnar merkustu konu er ísland hefur alið. Þegar Halldóra kom síðast til Ak- ureyrar sagði hún fyrir um hvernig haga skyldi útför sinni. í kirkjugarði Akureyrar vildi hún hvíla „þar eru allir mínir bestu vinir“ sagði hún og þar var fólkið er sá um útförina. Tryggðavinir Halldóru, niðjar frú Ingibjargar og Odds Björnssonar prentsmiðjustjóra, reyndust henni af- burðavel. Ragnheiður O. Björnsson var Halldóru eins og góð dóttir, og alltaf gat hún leitað til Geirs S. Björnssonar, ef hana vanhagaði um eitthvað og það mun hafa verið æði oft síðustu árin. Halldóra andaðist í Héraðshælinu á Blönduósi 28. nóv. 1981, og var jarðsungin frá ^kureyrarkirkju 5. des. í stórum dráttum hef ég rakið sögu Halldóru Bjarnadóttur, þessa löngu og viðburðaríku sögu. Einhver kynni að spyrja: „Hvernig var Halldóra? Og hvernig gat hún afkastað öllu því er hún kom í verk?“ Hún var ákaflega viljasterk og hafði afburða skipulags- gáfu. Hún sagðist ætla að verða hundrað ára löngu fyrir andlátið. Það tókst bókstaflega og átta árum betur og er hún talinn elsti íslendingur sem vitað er um. Hún lifði heilbrigðu lífi, og sem dæmi um það má nefna að þegar hún var skólastjóri á Akureyri lét hún setja sterka hringi í loftið á íbúð sinni og æfði leikfimi á hverjum degi. Það þótti skrýtið háttalag eins og fleira, en Halldóra fór sjaldnast troðnar slóðir. Hún unni öllu sem þjóðlegt getur talist. Hvatti konur til að klæðast íslenska búningnum og nota ullina í fatnað. Mörg hollráð og fróðleik er að finna í Hlín. Halldóra hafði mikið skap en agað, og hún var að jafnaði herra síns skaps, dómgreind hennar og mannþekking brást sjaldan. Blessuð sé minning hennar Hall- dóru Bjarnadóttur. LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR, frá Torfufelli: Til HALLDÓRU BJARNA- DÓTTUR Flutt í samsœti á Akureyri 27. ágúst 1962 Heill þér Halldóra heiðra þig konur, i öllum byggðum ísalands. Þakka þér störfin, dug og drengskap, hvatningarorð og kœrleikshug. Þú lœrðir og kenndir langa œfi, sóttir í fortíð margt fjalar gull. I nútíð tengdir hin traustu bönd félagssamtök frónskra kvenna. Hlín og saga geyma þann gróður gullkornin mörgu öll heilrœðin þín. Landið, fólkið, tungan, trúin, traustið á Guði er þitt líf. Þú átt í sál þinni vatnsdœlska vorið með vonir og bœn fyrir landi og þjóð. Halldóra, íslenskust íslenskra kvenna, eigðu okkar þakkir og Ijóð. Heimaerbezt 349

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.