Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1964, Qupperneq 30

Æskan - 01.05.1964, Qupperneq 30
Þann 9. mai árið 1940 átti frímerkið aldarafmæli. Hefðu aðstæðurnar í hciminum ekki verið ])ær, sem ]>ær voru, hefði þetta afmæli efiaust vakið meiri eftirtekt en ])að gerði. En ])á stóð yfir önnur heimsstyrjöld- in. Frímerkið hefur ekki svo litla ])ýðingu í iífi ]>eirra, sem skrifa bréf, og einnig frí- merkjasafnara. Löngu áður en fyrsta frí- merkið var gefið út í Englandi, höfðu menn komið fram með líkar liugmyndir. í París voru gefnar út nokkrar myndir, sem nota átti á innanbæjarpóst, og gerðu sama gagn og frímerki núna. Hvorki ]>essi tilraun né likar tilraunir hæði i Svíþjóð og Sardinu féllu í góðan jarð- veg, og ekki fór að blása byr- iega fyrir málinu fyrr en Eng- lendingurinn Rowland Hill gaf út bæklinginn „Post Office Re- form“. í hæklingi þessum stakk Hill upp á að tekið yrði upp eitt hurðargjald fyrir allt England, og átti hurðargjaldið að vera 1 penny fyrir hverja hálfa únsu. Auk þess lagði hann til að l)urðargjaldið ætti að borga fyrir fram og að frímerki yrðu ])úin til og límd framan á um- slagið til að sýna að húið væri að horga burðargjaldið. Fram til ]>ess tíma hafði ver- ið i gildi ákvörðun, sem ákvað 'fr Englendingurinn Rowland Hill, sem teiknaái sjálfur fyrsta frímerkicS. að annað hvort væri burðar- gjaldið borgað fyrirfram af sendanda eða krafið inn við móttöku. Fór upphæð burðar- gjaldsins eingöngu eftir þvi, hversu langt bréfið var sent. Yfirvöldin voru mjög treg til að sambykkja þetta. Voru menn mjög hræddir við falskar eftir- líkingar. Reynt var að tryggja sig fyrir ])eim á marga vegu, sem sést meðal annars á ])ví, að í frímerkin voru sett leyni- tákn, og einnig voru frímerkin búin til úr pappir með vatns- merki, eins og peningaseðlar. Á ]>ann ])átt voru >neiri líkur til að póstmennirnir gælu séð hvort frimerkið væri gefið út af ríkinu eða væri falsað. í lok ársins 1839 samþykkti enska ])ingið tillögur Rowlands Hills. í lögunum stóð að burð- argjaldið fyrir innanlandspóst skyldi fyrst um sinn vera 4 pens á hálfa únsu, og um ]eið var boðið út til samkeppni um teikningu af frímerki. Frestur til að skila uppdráttum var til 15. október 1839 og verðlaunin voru 400 sterlingspund. Þátttaka var mjög mikil i samkeppninni. í lok frestsins liöfðu verið sendir um 2500 uppdrættir, en nefndin gat ekki gert sig ánægða með neinn þeirra. En Hill gafst ekki UPP- Hann teiknaði sjálfur frímerki, og þegar dómnefndin sá það, sam])ykkti l)ún ])að strax. Siðan gekk listamaðurinn Henry Coi'- bould endanlega frá því. Eftir allan þennan undirbún- ing gat enska póststjórnin loks- ins gefið út fyrsta frímerkið- Þessi merkilegi atburður skeði (i. mai árið 1840, og var verð frímerkisins 1 Penny. Var þa® svart á lit og með upplileyptn mynd af Viktoríu drottningu a- Frímerkin voru fljótt tekin í notkun í öðrum löndum. Sviss- nesku kantónurnar Zurich og Genf gáfu út frímerki 1843, ]>ví næst Brasilía og Bandarík* Norður-Ameríku. Svo eftir 1850 komst verulegur skriður á inál ið og fóru flest lönd að gefa út frímerki. Grafhýsið í Halicarnassus. Á strönd Litlu-Asíu, gegnt eyjunni Kos, liöfðu Dórar stofnað borgina Halicarnas- sus. Síðar féll borgin í liendur Persa, en einn undirkonungur þeirra liét Mausolus. Hann dó uin 350 f. Kr., og ekkja hans, Ar- lemisa, var óhuggandi, og syrgði bónda sinn með ýmiss konar einkennilegu móti. Einn virðingarvottur hennar við liinn fram- liðna eiginmann, var að blanda ösku i vín það, er hún drakk daglega, Bragðgæði og heilnæmi drykkjarins er vafasamt, en víst ber þetta vott um sérstaka liollustu eigin- konu. Til heiðurs hinum burtgengna hús- bónda reisti Artemisa liið mikla grafhýsi, sem gert hefur manninn ódauðlegan, þvi að byggingar þessarar tegundar eru hvar- vetna meðal menningarþjóða í dag nefnd- ar „Mausoleum". ]>etta hof dauðans var lika eins konar „Museurn" ])að er liof „Muse-anna“, listagyðjanna. Byggingin var prýdd skurði, rismyndum og styttum eftir frægustu listamenn, og voru ]>arna sýndar þekktar sagnir úr sögu Grikkja, til dæmis bardagar þeirra. Grafhýsið var 150 fet á hæð, og í fjarska sýndist byggingin hluti af himninum. Þótti verkið ]iið mesta lista- smíð og var þekkt um heim allan. Alexaiid- er mikli, er lagði undir sig lönd frá Grikk- landi til Indlands, fór yfirleitt ekki ráns- og eyðileggingarhöndum uin borgir, og ]ét hann grafhýsið í friði. Þetta gralhýsi stóð ]>ar til á 13. öld e. Kr., en þá reið jarð- skjálfti því að fullu. Þar eftir notuðu Jóhannesarriddarar efni úr því til þess að byggja sér kastala, sem sjá má enn í dag skammt frá þeim stað, er grafhýsi Mausol- usar stóð á. FURÐUVERK FORNALDAR 178

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.