Æskan - 01.01.1965, Page 14
J*yrir nokkrum árum íórum við
Rósa systir mín umhveríis jörðina.
Við vorum 2 ár og 3 mánuði í þeirri
för.
Margt sáum við og reyndum á
langri ferð um ólík lönd. Ég mun
þó aðeins segja frá iör okkar til
Japans.
Við kynntumst almenningi talsvert
og mættum hvarvetna iðjusömu,
greindu og kurteisu fólki.
Tungumálið var okkur enginn far-
artálmi. Við lærðum nauðsynlegustu
orðin, sem ferðamenn þurfa að þekkja
áður en við komum til landsins. Lát-
bragðslist kom okkur líka oft að góðu
gagni. Ensku töluðum við, þar sem
það hentaði bezt, stöku sinnum
frönsku, en sjaldnar spænskuna, sem
þó er okkar móðurmál. Bezta lausn-
in á málavandanum var esperanto. í
borgum, bæjum og jafnvel þorpum
fundum við alltaf esperantista, sem
kappkostuðu að greiða götu okkar.
Heimili þeirra stóðu okkur opin og
trúnaðarvinátta tókst milli þeirra og
okkar. Oft fóru þeir með okkur í
skemmtiferðir og greiddu úr öllum
vandamálum, er á vegi okkar urðu.
í borginni Nagasaki urðum við fyr-
ir því óhappi, að handtösku systur
minnar var stolið, en í henni var álit-
leg fjárupphæð og þýðingarmikil
skjöl. Er við kærðum þetta til lög-
reglustöðvarinnar, komu blaðamenn,
er vildu hafa viðtal við okkur. Hvern-
ig okkur geðjaðist landið og þjóðin?
Afbragðs vel! En þjófnaðurinn hefur
kannske breytt áliti ykkar? Nei, þjóf-
ar eru til í öllum löndum, og þetta
óhapp mun engin áhrif hafa á hina
ágætu reynslu okkar ai þjóðinni.
En hver er annars aðaltilgangur
ferðar ykkar hingað? N ú er tækifærið,
hugsaði ég, að tala um málið okkar
góða, esperanto. Við gerðum það líka.
Við sögðum blaðamiinnunum af ferð
okkar um mörg lönd, og um leið hið
mikla notagildi alþjóðamálsins, sent
opnað hafði f'yrir okkur dyr vinátt-
unnar um allan heim.
Næsta dag birtu blöðin skýrslu
okkar um þjóinaðinn, um reynsluna
góðu af alþjóðamálinu og um er-
indi okkar á japanska esperantoþing-
ið. Næstu daga komu svipaðar frétt-
ir í nokkrum stærstu blöðunum, er
höfðu hagstæð áhrif fyrir esperanto-
hreyiinguna og esperantoþingið.
Eftir að hafa reynt, hversu þetta
óhapp systur minnar hafði orðið já-
kvæður þáttur og lyftistöng fyrir
markmið ferðalagsins, kom okkur í
hug málshátturinn: „Fátt er svo með
öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“.
En þjófnaðurinn haíði líka annað
og þýðingarmeira í för með sér.
Nokkrum dögum seinna komu blaða-
menn á hótelið að segja okkur frá
opinberri fjársöfnun, er fram færi
um allt land fyrir frumkvæði læknis
í Nagasaki til þess að bæta okkur upp
fjártjónið vegna þjófnaðarins. Svo
bárust okkur hundruð bréfa írá öll-
um stéttum þjóðfélagsins, þar sem
okkur var tjáð samábyrgð bréfritara
út af þjólnaðinum og vilji þeirra til
þess að bæta okkur fjártjónið. Við
neituðum að taka móti slíkri fjársöfn-
un, en óskuðum, að framlögin yrðu
endursend gefendum.
En þessi einlægi vottur um mann-
lega samábyrgð snerti okkur dýpra en
svo, að orð fái lýst.
Við töpuðum að vísu peningum
(en hvers virði eru þeir, þegar öllu
er á botninn hvolft?).
En við fundum hlýjuna frá hjarta
japönsku þjóðarinnar, sem ekki verð-
ur metin til fjár.
hriggja mánaða dvöl okkar i Japan
varð okkur reynslurík og ógleymanleg.
Við vorum á hinu tilkomumikla há-
tíðarþingi japanskra esperantista,
heimsóttum háskóla og fjölda ann-
arra skóla, komum í sjúkrahús, efna-
rannsóknastofur, verksmiðjur, vöru-
hús, ritstjórnarskrifstofur, söfn og
musteri margra trúflokka.
Við klifum eldijöll og önnur fjöll,
sigldum um stöðuvötn og stórfljót.
Hin skelfilega sýn, er við okkur
blasti í Hirosíma og Nagasaki vegna
atómsprengjanna, sem kastað var á
þessar borgir 1945, mun aldrei mást
úr minningu okkar.
Það var uppörvandi að sjá hina
almennu iðjusemi og miklu sókn
þjóðarinnar til bjartara og fegurra
líf's, frá j)ví neyðarástandi, er áður
ríkti.
Við höf'um nú kynnzt 64 löndum í
öllum álfum heims, aðeins fá þeirra
mundi okkur langa til að heimsækja
aftur.
Eitt j^eirra er Japan.
Tign og fegurð landsins og aðlað-
andi viðmót íbúa þess orkaði á okkur
sem varanlegt en þögult heimboð.
K. G. íslenzkaði.
Athygli.
Svar: 1. Hringurinn ofan á
l)úri páfagauksins er orðinn
sporöskjulagaður. ‘2. Vængur
páfagauksins neðst í búrinu er
orðinn alveg svartur. ii. Hattur
konunnar iiefur færzt til. 4.
Lásinn á tösku konunnar kem-
ur i ljós. 5. Vængur páfagauks-
ins, sem konan horfir á, kemur
i Ijós. ö. Toppurinn á Kakadu-
i'uglinum á bak við hefur að-
eins lyft sér.
JAPÖNSK ÁHRIF
£j Argentínskur doktor segir frá reynslu sinni.