Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1965, Qupperneq 30

Æskan - 01.01.1965, Qupperneq 30
ÆSKAN AS prikka Já, þetta er clálítið skrýtið orð — prikka, en ef þið getið fundið betra orð yfir þennan leik, þá megið þið spreyta ykkur á því og senda Æskunni. Til þess að geta prikkað þurfið þið pappírsörk, helzt karton, — og beittan prjón, grófan, eða bara stoppunál. Þið skuluð hafa myndina á stærð við póst- kort. Síðan takið þið myndina upp úr blaðinu í gegnum gegnsæjan pappír með blýanti. Næst leggið þið mynztr- ið, sem þið hafið tekið upp á karton- ið og svo byrjið þið að prikka, sem sagt, þið stingið nálinni eða prjónin- Um í gegnum öll punktagötin og í gegnum hvorttveggja, pappír og kart- on. Þegar þið hafið prikkað í alla punktana, þá saumið þið með fallega litu garni í gegnum öll götin. Þá verð- ur útkoman eins og sýnt er á mynd. 2. Þetta er skemmtilegur leikur, og þið getið líka notað þetta kort til að senda kveðjur á til vina og skyldmenna — og þið megið vera viss um, að það vekur meiri ánægju en önnur, af því að þið hafið búið það til sjálf. Því ekki að reyna að teikna sjálf ein- faldar myndir og setja svo punktana fyrir götin með jöfnu millibili. Gangi ykkur nú vel að prikkal! Mörgum manninum licfur til hugar kómið að finna upp og framleiða saumávcl, en sú fyrsta, scm að gagni kom, og einkaleyfi var tekið á, var fuiul- in upp af Eliasi nokkrum Howe í Massachusetts i Bandarikjun- um. Howe fékk einkaleyfi á saumavél sinni árið 1846, en veittist í upphafi erfitt að selja framleiðslu sina. Ymsar vélar höfðu ltomið á marltaðinn og Howe Ienti í iniklum málaferl- um til að verja rétt sinn. Howe sigraði og vélin gerhreytti fatn- aðargerð. Stœrsta dýr lijartarættarinn- ar er elgurinn, sem á heim- kynni sín í skógum Bandarikj- anna og Kanada. Karielgurinn cr griðarlega stór skepna með gífurieg, flöt horn, sem geta orðið allt að tveim metrum milii odda. En hegar karlinn hefur fellt liornin, sem liann gerir árlega, er hann engan veginn eins tignarlegur og ella. Hann er hávaxnari en erlendir hestar og vill lielzt hafast við á mýrlendi, en að vetrarlagi merist elgurinn á trjásprotum og herki. 26

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.